Skagafjörður

Tomsick tók yfir í sigurleik Tindastóls í Ljónagryfjunni

Það var enginn ballett dansaður í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöld þegar Njarðvík og Tindastóll leiddu hálf lemstruð og taugastrekkt lið sín til leiks. Það var mikið undir hjá liðunum en þau hafa ekki verið að safna stigum að undanförnu og falldraugurinn farinn að anda ofan í hálsmál beggja. Leikurinn var sveiflukenndur en að þessu sinni var það lið Tindastóls sem fór heim með stigin eftir trylltan og villtan dans Nicks Tomsick í fjórða leikhluta. Lokatölur 74-77.
Meira

Fljót í Skagafirði :: Áskorendapenninn Björn Z. Ásgrímsson - Fljótamaður og Siglfirðingur

Fljótin eru útvörður Skagfirska efnahagssvæðisins í austri. Fyrr á öldum og allt fram til ársins 1898 var þetta einn hreppur, ýmist nefndur Fljótahreppur eða Holtshreppur, og talinn með stærri hreppum landsins. Vesturmörkin voru við Stafá og austurmörkin við Sauðanes. Með konungstilskipun 1826 voru austurmörkin færð að Almenningsnöf í landi Hrauna. Sú landfræðilega afmörkun Fljóta til austurs og vesturs hefur haldist þannig síðan.
Meira

Enn eru samningar við bændur sem fengu riðu á bú sín í haust ófrágengnir

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins í NV kjördæmi, beindi í gær spurningum til landbúnaðarráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma Alþingis um stöðu á samningum við þá bændur í Skagafirði sem þurftu að skera niður vegna riðu sl. haust og hver staðan væri við endurskoðun reglugerðar þar að lútandi, en ráðherra boðaði endurskoðun á reglugerðinni fyrir nokkru síðan. Að sögn Kristjáns Þórs eru samningar langt komnir.
Meira

Kjúklingasúpa og guðdómlegt gums

Sigríður Stefánsdóttir og Halldór G. Ólafsson, sem búa í Sænska húsinu á Skagaströnd, voru matgæðingar vikunnar í tbl 43, 2020. Sigríður, eða Sigga hjúkka eins og hún er oftast kölluð af samborgurum sínum, er hjúkrunarfræðingur hjá HSN og vinnur á heilsugæslunni þar sem hún hefur fylgt fólki bókstaflega frá vöggu til grafar. Halldór, sem oftast er kallaður Dóri, er menntaður sjávarútvegsfræðingur en starfar nú sem framkvæmdastjóri BioPol ehf.
Meira

Útgerðin kemst billega frá borði :: Guðjón S. Brjánsson skrifar

Grænlendingar hafa gert fjögurra ára fiskveiðisamning við Evrópusambandið sem greiðir u.þ.b. 119 krónur á hvert veitt kg þorskígildis. Það sem íslenska ríkið fær aftur á móti í gegnum veiðigjald og tekjuskatt vegna nýtingar á auðlind sinni er meira en fjórfalt lægri upphæð eða um 27 krónur. Segir þetta ekki allt sem segja þarf um óeðlilega skiptingu auðlindarentunnar í umhverfi íslensks sjávarútvegs?
Meira

Hacking Norðurland - viltu vera frumkvöðull yfir eina helgi?

Eimur, SSNV, SSNE og Nýsköpun í norðri í samstarfi við Hacking Hekla, Nordic Food in Tourism og Íslandsbanka bjóða skapandi heimamönnum á Norðurlandi að verja helgi sem frumkvöðlar og vinna að hugmyndum og verkefnum sem “uppfæra” svæðið. Sigurteymi Hacking Norðurland hlýtur peningaverðlaun.
Meira

Tindastóll á leik við KR í Vodafone deildinni í rafíþróttum í kvöld

Rafíþróttadeild Tindastóls og leikmenn CS:GO liðsins skrifuðu undir formlegan leikmannasamning sl. þriðjudag. Á Facebooksíðu deildarinnar kemur fram að þar fari liðið sem keppir í Vodafone deildinni sem hefst í dag. Fyrsti leikur Stóla verður á móti KR.esports klukkan 19:30 í beinni útsendingu á Stöð 2 ESPORT og á https://www.twitch.tv/rafithrottir.
Meira

Þrjár stúlkur valdar fulltrúar Varmahlíðarskóla

Upplestrarhátíð 7. bekkjar Varmahlíðarskóla var haldin hátíðleg sl. þriðjudag að viðstöddum foreldrum lesara. Kynnar hátíðarinnar voru fulltrúar skólans frá fyrra ári, Kolbeinn Maron L. Bjarnason og Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir. Stóra upplestrarkeppni grunnskólanna í Skagafirði verður haldin í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra miðvikudaginn 17. mars.
Meira

Skráning í stafrænt Ullarþon framúr björtustu vonum. Enn er hægt að skrá sig

Textílmiðstöð Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands halda Ullarþon daganna 25. - 29. mars nk. Verkefnið er styrkt af Framleiðnisjóði Landbúnaðarins. Ullarþon er nýsköpunarkeppni haldin á netinu til að ýta undir nýsköpun og vöruþróun, auka verðmæti ullarinnar og þá sérstaklega verðminnstu ullarflokkanna. Ull er ekki bara band! Eiginleikar ullarinnar eru margþættir.
Meira

Stólarnir mæta hanskalausir í Njarðvíkina í kvöld

Það er mikilvægur körfuboltaleikur í kvöld í Njarðvík þegar heimamenn fá lið Tindastóls í heimsókn. Það er óhætt að segja að bæði lið hafi valdið vonbrigðum það sem af er móti en þau eru jöfn í 8.-9. sæti deildarinnar með tíu stig. Ljóst er að lið Tindastóls verður án Shawn Glover sem hefur að sögn Ingós formanns yfirgefið herbúðir Tindastóls. „Spilar ekki í kvöld og sennilega aldrei aftur fyrir Tindastól – þó maður eigi aldrei að segja aldrei,“ segir Ingó.
Meira