Skagafjörður

Vegurinn að baki – vegurinn framundan - Stórátaks er þörf í tengivegamálum

,,Hver vegur að heiman er vegurinn heim“ segir máltækið en þó kemur hann lítt að gagni til og frá nema hann sé þokkalega fær. Um vegamál var allmikið rætt á Norðurlandi vestra fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar og ekki að tilefnislausu enda er á svæðinu hæsta hlutfall landsins af tengivegum á möl. Undirritaður vildi frá byrjun kjörtímabils beita þekkingu sinni, reynslu og tengslum til þess að þoka málum áfram fyrir héraðið og síðar svæðið í heild sinni.
Meira

Týndi snúbba sem fannst svo á öruggum stað

Kanínur eru fyrirtaks inni gæludýr, með frábæran persónuleika og geta verið mjög skemmtilegar. Þær eru líka mjög félagslyndar en þær þurfa líka sitt einkapláss en vilja þó alltaf vera nálægt fjölskyldunni því þær hafa ríka þörf fyrir samskipti og hreyfingu en þurfa einnig að hafa eitthvað við að vera.
Meira

Austfirðingarnir voru snarpari gegn Stólunum

Tindastóll og Höttur/Huginn mættust á Sauðárkróksvelli í 3. deildinni í knattspyrnu í dag í ágætu veðri. Þetta var fyrsti leikur Tindastóls í deildinni en gestirnir höfðu áður borið sigurorð af liði Sindra. Leikurinn var ágætlega spilaður á köflum, tvívegis náðu heimamenn forystunni en það var gestirnir sem voru snarpari og sköpuðu sér betri færi og fór svo að þeir renndu austur með stigin þrjú með sér. Lokatölur 2-3.
Meira

ÍR liðið var sterkara í fyrsta leik úrslitakeppninnar

Kvennalið Tindastóls hóf leik í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í körfubolta í dag og var leikið í TM Hellinum gegn heimastúlkum í ÍR. Breiðhyltingar enduðu í öðru sæti deildarkeppninnar en lið Tindastóls í áttnda. Heimastúlkur voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með 18 stigum í hálfleik en Stólastúlkur bitu betur frá sér í síðari hálfleik og náðu að klóra örlítið í bakkann. Lokatölur 80-66.
Meira

Þrjú smit til viðbótar á Króknum

Greint er frá því á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra að þrír hafi greinst jákvæðir með covid-19 smit í gær á Sauðárkróki og hafa því alls 14 aðilar greinst frá því fyrir helgi. Þrettán eru í einangrun á Króknum en einn tekur einangrunina út utan svæðisins.
Meira

Mörgum verður starsýnt á A

Árrisulir Króksarar voru margir hverjir steinhissa og nudduðu stírurnar extra vel þegar þeim varð litið til hafs í morgun. Rétt undan strandlengjunni dólaði ei stærsta snekkja heims eins og sagt var frá hér á Feyki.is fyrr í morgun. Snekkja þessi hefur undanfarnar vikur heimsótt Eyjafjörð og Siglufjörð og hvarvetna vakið mikla athygli – enda engin smásmíði og hönnunin einstök.
Meira

Vagga körfuboltans á Króknum rifin – hvert fóru silfurskotturnar?

Nú þegar leikfimisalurinn gamli við Barnaskólann á Freyjugötu á Sauðárkróki, oft kallaður Litli salurinn, hefur verið rifinn hefur skapast ágæt umræða um salinn á samfélagsmiðlum. Ljóst er að hann vekur upp misjafnar minningar hjá þeim sem þar stunduðu leikfimi og íþróttir í gegnum tíðina. Sumir eru leiðir yfir því að þessi vagga körfuboltans á Króknum hafi verið rifin án þess að nokkur hafi hreyft mótbárum og aðrir nánast fegnir að þessi salur, sem lifir í martröðum þeirra enn í dag, sé horfinn fyrir fullt og allt.
Meira

Arnar HU 1 landaði rúmum 532 tonnum

Í síðustu viku voru það hvorki meira né minna en 45 bátar sem voru á veiðum á Norðurlandi vestra og er greinilegt að strandveiðarnar eru byrjaðar.
Meira

Óvissustig vegna hættu á gróðureldum á Norðurlandi Vestra

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjórana á Norðurlandi Vestra hafa ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Ákvörðunin er byggð á því að lítið hefur rignt á svæðinu undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði.
Meira

„Ég óska engum þessa viðbjóðs sem ég er með,“ segir Pétur Ingi Björnsson sem var með þeim fyrstu sem greindust með Covid-19 fyrir helgi

Einn af þeim fyrstu sem greindust með Covid í hópsmitinu sem kom upp á Sauðárkróki fyrir helgi er Pétur Ingi Björnsson og situr hann í einangrun á efri hæð íbúðar sinnar í Raftahlíðinni ásamt syni sínum Fannari. Á neðri hæðinni eru svo Regína, kona hans og börn þeirra tvö Birgitta og Sigurbjörn í sóttkví. Pétur segir þetta fyrirkomulag hafa gengið áfallalaust en öllum leiðist í þessu ástandi.
Meira