Skagafjörður

Aldraðir og þeir sem tilheyra viðkvæmum hópum geta fengið heimsendan mat

Vegna ástandsins sem ríkir nú í Skagafirði í kjölfar Covid smita í samfélaginu hefur sveitarfélagið vakið athygli á því á heimasíðu sinni að eldra fólk og aðrir sem tilheyra viðkvæmum hópum, sem hingað til hafa ekki fengið félagslega heimaþjónustu og/eða heimsendan mat, geti haft samband við afgreiðslu Ráðhússins og óskað eftir símtali.
Meira

Er hægt að blása lofti í sprungna blöðru?

Síðasta umferðin í Dominos-deildinni var spiluð í kvöld og fengu Tindastólsmenn lið Stjörnunnar í heimsókn í galtómt Síkið. Sigur hefði tryggt heimamönnum spennandi einvígi við lið Þórs Þorlákshöfn í úrslitakeppninni en úrslit kvöldsins fóru á þann veg að lið Tindastóls endaði í áttunda sæti deildarinnar og spilar því við Keflavík í átta liða úrslitum. Það þýðir auðvitað að leikurinn gegn Stjörnunni tapaðist og þrátt fyrir að leikurinn hafi verið ágæt skemmtun og spennandi þá var þetta undarlega andlaust hjá heimamönnum. Lokatölur 96-102 eftir framlengingu.
Meira

Afgreiðslutími Skagfirðingabúðar lengdur

Vegna Covid-ástands í Skagafirði hefur afgreiðslutími Skagfirðingabúðar á Sauðárkróki verið lengdur og opnar því fyrr á morgnana þessa viku. Í tilkynningu frá KS kemur fram að opið verður sem hér segir:
Meira

Tveir af Norðurlandi vestra taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi

Nú er komið í ljós hverjir gefa kost á sér í framvarðasveit Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar en kjörnefnd flokksins í kjördæminu kom saman í gærkveldi og fór yfir þau framboð sem bárust. Alls bárust níu framboð og voru þau öll úrskurðuð gild. Tveir þeirra eru búsettir á Norðurlandi vestra.
Meira

Svæðisbundnar samkomutakmarkanir vegna hópsmits í Skagafirði

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur sett reglugerð sem kveður á um svæðisbundnar takmarkanir á samkomum í sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi. Á vef ráðuneytisins kemur fram að reglugerðin feli í sér að þær afléttingar á landsvísu sem tóku gildi í dag eigi ekki við á því svæði. Þar gilda áfram sömu takmarkanir og verið hafa undanfarnar vikur, tímabundið til og með 16. maí næstkomandi.
Meira

Átta í einangrun á Sauðárkróki

Alls eru átta manns í einangrun á Sauðárkróki eftir að hópsmit kom upp fyrir helgi. Mikil ös hefur verið við sýnatökur á heilsugæslunni í bænum og eru alls 316 í sóttkví í Skagafirði en 332 ef Norðurland vestra er allt talið. Yfirhjúkrunarfræðingur biður fólk um að spara hringingar nema mikið liggi við.
Meira

Vísindi og grautur - Verndun víðernis heimskauta og ferðamennsku: Tvær hliðar sömu myntar?

Sjöunda erindi vetrarins í fyrirlestarröð Háskólans á Hólum, Vísindi og grautur, verður haldið miðvikudaginn 12. maí nk. Þar mun Antje Neumann, lektor við Háskólann á Akureyri, flytja erindið: „Protecting Polar Wilderness and Tourism: Two sides of a coin?“ sem utleggja má sem „Verndun víðernis heimskauta og ferðamennsku: Tvær hliðar sömu myntar?“
Meira

Starfsemi KS skert frá og með morgundeginum 10. maí

Í ljósi stöðunnar í Skagafirði vegna Covid-19 þá mun starfsemi Kaupfélags Skagfirðinga og dótturfélaga á Sauðárkróki verða skert frá og með mánudeginum 10. maí til og með föstudeginum 14. maí. Hér má sjá yfirlit um lokanir og hvert viðskiptavinir fyrirtækjanna geta snúið sér ef þeir þurfa á þjónustu að halda:
Meira

Tap Stólastúlkna í Grafarvoginum

Lið Fjölnis b og Tindastóls mættust í 16. umferð 1. deildar kvenna í körfubolta í Grafarvoginum í gær. Stólastúlkur þurftu að sigra til að færa sig í huggulegra sæti fyrir úrslitakeppnina framundan en það fór svo að heimastúlkur reyndust sterkari og lið Tindastóls sem var í fjórða sæti fyrir skömmu endaði í áttunda sæti en með jöfn mörg stig og liðin þrjú fyrir ofan. Lokatölur voru 88-70.
Meira

Ráðist í harðar aðgerðir í Skagafirði til að takmarka frekari útbreiðslu Covid-19

Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra fundaði í dag vegna fjölda nýrra Covid 19 smita í Skagafirði síðustu daga. Alls hafa sex jákvæð sýni verið greind og á þriðja hundrað manns sett í sóttkví. Mikill fjöldi sýna hafa verið tekin í gær og í dag og ætla má að fjöldi þeirra sé um 400.
Meira