Skagafjörður

Það er sjö stiga hiti í veðurkortunum

Það er ekki ólíklegt að flestir aðrir en skíðavinir gleðjist yfir veðurspánni næstu daga. Það eru vorhlýindi í kortunum og stöðugleikinn svo einstakur að sumir gætu jafnvel haldið að vefur Veðurstofunnar væri bilaður – þannig er til dæmis spáð sjö stiga hita á hádegi á Sauðárkróki næstu fimm daga eða alveg fram á fimmtudag hið minnsta.
Meira

Njarðvíkingar brugðu fæti fyrir lið Tindastóls

Tindastólsmenn spiluðu í gær við lið Njarðvíkur í spunkunýju Ljónagryfjunni í næstsíðustu umferðinni í Bónus deildinni þennan veturinn. Umræðan hjá spekingum hefur mestmegnis verið á þá leið að það væri nánast formsatriði fyrir Stólana að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en útileikur í Njarðvík og heimaleikur gegn Val eru ekki beinlínis léttasta leiðin að deildarmeistaratitlinum þegar allt er í járnum. Það fór svo að Njarðvíkingar voru frískari og þá sér í lagi byrjunarlið þeirra sem skoraði öll stig liðsins utan einhverra sex sem SnjólfurStefánsson gerði. Lokatölur voru 101-90.
Meira

Stærsta gjöf í sögu Skagfirðingasveitar | Hafdís Einarsdóttir skrifar

Á laugardaginn fáum við í Skagfirðingasveit rausnarlegustu gjöf í sögu björgunarsveitarinnar afhenta. Flestir hér í Skagafirði þekkja væntanlega raunasöguna um það hvernig nýjum og fullkomnum björgunarbáti sem við höfðum keypt og greitt fyrir var að stórum hluta til beinlínis stolið af okkur. Báturinn var því aldrei smíðaður og hátt í tíu milljónir króna sem við höfðum safnað fóru í súginn. Færri vita e.t.v. að FISK Seafood, sem styrkt hafði kaupin með umtalsverðum hætti ákvað að bæta okkur skaðann með því að fjármagna að fullu nýjan og jafnvel enn fullkomnari björgunarbát. Andvirði bátsins, sem hlotið hefur nafnið Aldan, er um 20 milljónir króna og þarf kannski ekki að taka það fram að þessi gjöf er sú langstærsta sem Skagfirðingasveit hefur nokkru sinni veitt viðtöku.
Meira

Ákveðið að selja skrifstofuhúsnæði sveitarfélagsins við Faxatorg

Á fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 12. mars sl. var samþykkt samhljóða að selja skrifstofuhúsnæði í eigu sveitarfélagsins við Faxatorg á Sauðárkróki. Feykir spurði Einar E. Einarsson (B), forseta sveitarstjórnar, út í ástæður þess að Skagafjörður leitast nú við að selja eignina
Meira

Þriðja mótið í Skagfirsku mótaröðinni framundan

Þriðja mótið í Skagfirsku mótaröðinni verður haldið í Svaðastaðahöllinni 22.mars næstkomandi kl 10:00. Keppt verður í Tölti og skeiði.
Meira

Maddömukot fæst gefins

Sveitarstjórn Skagafjarðar staðfesti í gær þá ákvörðun byggðarráðs frá í febrúar að húsið, sem í daglegu tali kallast Maddömukot, fáist nú gefins gegn því að það verði gert upp á nýjum stað í samræmi við kröfur Minjastofnunar Íslands. Húsið er aldursfriðað sem þýðir að hvorki má rífa það né breyta á nokkurn hátt án samþykkis Minjastofnunar Íslands.
Meira

Fimm skip munu heimsækja Hofsós

Þann 1. janúar tóku gildi ýmsar breytingar vegna innflutnings og gjaldtöku vegna farþega og ferðamanna í skemmtiferðaskipum landsins. Þar á meðal er nýtt innviðagjald þar sem lagt er gjald á hvern farþega um borð í skemmtiferðaskipi í millilandasiglingum á meðan skipið dvelur í höfn hér á landi eða annars staðar á tollsvæði ríkisins
Meira

Horfum til framtíðar | Frá fulltrúum Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista

Í Skagafirði eru í dag níu félagsheimili auk Menningarhússins Miðgarðs sem var skilgreint sem félagsheimili áður en ráðist var í verulegar endurbætur á húsnæðinu með stuðningi ríkisins. Sá stuðningur kom til vegna áherslubreytinga hjá ríkinu í uppbyggingu menningarhúsa í landsbyggðunum, en honum var á þeim tíma ætlað að gera menningartengdri starfsemi hærra undir höfði en talið var að félagsheimilin hefðu almennt burði til.
Meira

Áform um sölu félagsheimila í Skagafirði sett á ís

Sveitarstjórn Skagafjarðar fundaði í gær og meðal þess sem tekið var fyrir á fundinum var tillaga um að fallið verði frá áformum um sölu Félagsheimilis Rípurhrepps. Eins og komið hefur fram var ákvörðun um sölu þess mjög umdeild og fyrir fundinn í gær afhentu fulltrúar frá Íbúasamtökum Hegraness undirskriftalista en um 600 manns mótmæltu áætlununum. Það var niðurstaða fundarins að ákvörðun um sölu félagsheimilanna Skagasels og Félagsheimilis Rípurhrepps var frestað.
Meira

Byggðasafn Skagfirðinga fékk 7 m.kr. úr Fornminjasjóði

Úthlutun styrkja úr fornminjasjóði fyrir árið 2025 liggur nú fyrir en í ár bárust 67 umsóknir í sjóðinn og sótt var um alls 290.408.643 kr. Að þessu sinni hljóta 23 verkefni styrk úr sjóðnum, að heildarupphæð 92.540.000 kr. Byggðasafn Skagfirðinga fékk úthlutað úr þessum sjóði alls 7 m.kr. fyrir verkefnið Verbúðalíf á Höfnum. Rannsókn á verbúðaminjum í hættu á Höfnum á Skaga.
Meira