Skagafjörður

Tveir stórleikir á Króknum í dag

Það er stór dagur í íþróttalífinu á Sauðárkróki í dag. Fyrst taka Stólastúlkur á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deild kvenna í knattspyrnu og í kvöld fer fyrsta viðureignin fram í úrslitaeinvígi Tindastóls og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta.
Meira

Andstaða í kerfinu og þar við situr

Feykir sagði frá því í gær að Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra hafi tekið þá ákvörðun að Háholt kæmi ekki til greina sem neyðarvistun fyrir börn. Fram kom að mjög strangar kröfur eru til húsnæðis sem ætlað er til neyðarvistunar barna, kröfur sem húsnæðið í Háholti uppfylli ekki nema með miklum framkvæmdum. Feykir bar þetta undir Einar E. Einarsson forseta sveitarstjórnar Skagafjarðar.
Meira

Rocky Horror í Hofi um helgina

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hefur undanfarin ár sett upp metnaðarfullar leiksýningar og fara nú í Hof á Akureyri með Rocky Horror.
Meira

Dýrbítur í Austurdal

Refur lagðist á lömb á Stekkjarflötum í Austurdal, (Austurdalur er talinn byrja við Grjótá, svo bærinn telst ekki til Kjálka) í vikunni og urðu bændur þess varir aðfaranótt þriðjudags að lömb væru farin að hverfa af túninu og ummerki um aðfarir rebba sáust.
Meira

Gjaldfrjáls garðlönd Skagafjarðar

Garðlönd sveitarfélagsins á Sauðárkróki, Varmahlíð (upp við Reykjarhólsskóg) og Hofsósi (Grafargerði) verða til reiðu á næstu dögum og gaman að segja frá því að þetta er á sömu staðsetningum og síðast.
Meira

Hestarnir viku fyrir kálfunum

Helgi Fannar Gestsson býr á Flugumýri í Blönduhlíð með sambýliskonu sinni Hörpu Ósk Jóhannesdóttur og börnum þeirra, þeim Ægi Frey og Hugrúnu Ídu. Helgi með menntun í vélvirkjun og vélstjórn frá FNV og búfræðingur frá LBHÍ. Harpa er dýralæknir og vinnur nú að doktorsverkefni sínu við LBHÍ. „Við erum að leigja búreksturinn hér á Flugumýri þar sem er tveggja róbóta fjós og örfáir hestar. Við erum með um 83 árskýr og kvígu uppeldi sem fylgir því eða um 160 nautgripi í það heila. Hrossin eru 37 talsins (ég veit þetta er of nákvæm tala af hrossabúi í Skagafirði).“ Þau hjónaleysin vinna aðeins út frá búinu, Harpa fer í einstaka dýralækna vitjanir og Helgi fer í rúning og vélaverktöku.
Meira

Allir að róa í sömu átt

Í gærkvöldi varð ljóst hverjir andstæðingar Tindastóls verða í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfunni. Þá áttust Stjarnan og Grindavík við í oddaleik en leikir liðanna höfðu verið æsispennandi og það varð engin breyting á því í gær. Það var lið Stjörnunnar sem hafði betur eftir dramatík í lokin. Fyrsti leikurinn í einvígi Tindastóls og Stjörnunnar verður í Síkinu á fimmtudaginn.
Meira

Háholt er ekki heldur inni í myndinni hjá Guðmundi Inga

Ráðherra barnamála, Guðmundur Ingi Kristinsson, er á sömu skoðun og fyrrverandi barnamálaráðherra, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, varðandi vistun barna í Háholti í Skagafirði og telur Háholt ekki koma til greina sem meðferðarheimili fyrir börn. Í frétt á vef RÚV segir að neyðarvistun, afplánun og gæsluvarðhald verði áfram á Stuðlum.
Meira

Söngskemmtun á Löngumýri

Sönghópur félags eldri borgara í Skagafirði heldur söngskemmtun á Löngumýri í Skagafirði sunnudaginn 11. maí 2025 kl. 15:00. Aðgangur kr. 3.000,- enginn posi. Verið velkomin. Stjórnin
Meira

Grunnskóli Húnaþings vestra í úrslit

Það má segja að mjótt hafi verið á munum þegar Grunnskóli Húnaþings vestra sigraði í sínum riðli í Skólahreysti í síðustu viku. Lið skólans hlaut 42 stig og komst áfram í úrslit Skólahreystis.
Meira