Skagafjörður

Arnar Már og Kristín undirrita samninga um styrki

Á vef Stjórnarráðsins segir að Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunar og Kristín Völundardóttir forstjóri Útlendingastofnunar undirrituðu í fyrradag samninga um styrki vegna óstaðbundinna starfa. Annars vegar er um ræða starf sem staðsett verður í húsnæði Sýslumannsins á Húsavík og hins vegar starf sem staðsett verður í vinnustaðaklasanum Útibúinu á Hvammstanga. Samningarnir voru undirritaðir á Húsavík. 
Meira

Sigurlína Erla valin félagi ársins 2024

Um miðjan nóvember fór fram netkosning um félaga ársins hjá Landssambandi Hestamanna en þessi viðurkenning er hvatningarverðlaun fyrir sjálfboðaliða og félaga hestamannafélaga sem vinna fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu hestamennskunnar. Stjórn LH óskaði eftir tilnefningum frá aðildarfélögum LH að félaga ársins, ásamt rökstuðningi fyrir valinu og var það svo í höndum félagsmanna að kjósa hver yrði valinn sem félagi ársins. Þeir einstaklingar sem voru tilnefndir voru Kristín Thorberg - Funa, Ragnheiður Þorvaldsdóttir - Herði og Sigurlína Erla Magnúsdóttir - Skagfirðingi.
Meira

Ungir og efnilegir Tindastólskrakkar valdir í yngri landslið í körfuknattleik

Þjálfarar yngri landsliða Íslands í körfuknattleik þeir Hákon Hjartarson, Baldur Már Stefánsson, Pétur Már Sigurðsson, Ísak Máni Wium og Baldur Þór Ragnarsson hafa valið sína fyrstu æfingahópa. U15 og U16 ára liðin koma saman ásamt U18 ára drengja til æfinga rétt fyrir jól. U18 stúlkna og U20 ára liðin hefja æfingar þegar Íslandsmótinu lýkur.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra - Feykir auglýsir eftir tilnefningum

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Karólína í Hvammshlíð var kjörin maður ársins fyrir árið 2023 en nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2024.
Meira

Við þökkum traustið

Síðastliðinn laugardag fóru fram sögulegar kosningar til Alþingis. Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi og flokkur fyrrum forsætisráðherra datt af þingi, sem og Píratar og Sósíalistar náðu ekki inn. Flokkur fólksins er einn af sigurvegurum kosninganna og vann stóran sigur, fór úr 8.9% árið 2021 í 13,8% og bætti við sig tæplega 13 þúsund atkvæðum. Í Norðvesturkjördæmi rúmlega tvöfaldaði Flokkur fólksins fylgi sitt í atkvæðum talið, fékk 16,7% og tvo þingmenn einn flokka í kjördæminu.
Meira

Húnaþing vestra og Dalabyggð ræða mögulega sameiningu

Á fréttavefnum huni.is segir að samtöl eru hafin um hugsanlega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í gær og fjallað um í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Samanlagður íbúafjöldi sveitarfélaganna er um 1.900 manns. Magnús Magnússon, oddviti Húnaþings vestra, segir í samtali við Morgunblaðið að nokkuð sé síðan þreifingar um málið hófust og að það verði tekið til umræðu á opnum fundi á vegum sveitarstjórnar í Félagsheimili Hvammstanga í dag.(var í gær)
Meira

Dagur sjálfboðaliðans er í dag, fimmudaginn 5. desember

Í tilefni af því að í dag er dagur sjálfboðaliðans, fimmtudagurinn 5. desember, bjóða UMFÍ, UMSS og ÍSÍ öllum sjálfboðaliðum, þjálfurum, iðkendum og þeim er tengjast íþróttastarfi í Skagafirði að kíkja við í húsakynni félaganna að Víðigrund 5 á Sauðárkróki milli kl. 10-17 í spjall, drykki, vöfflur og piparkökur.   Til hamingju með daginn sjálfboðaliðar!
Meira

Fyrirlestur um fornleifarannsóknir í Hjaltadal

Laugardaginn 7. desember kl. 14:00 verður haldinn fyrirlestur í aðalbyggingu Háskólans á Hólum um frumniðurstöður fornleifarannsóknar sem farið hefur fram í Hjaltadal undanfarin fjögur sumur.
Meira

Skagfirðingur tekur við stöðu bæjarstjóra á Ísafirði

Í alþingiskosningunum um liðna helgi kusu Norðvestlendingar bæjarstjórann á Ísafirði á þing. Ísfirðingar voru fljótir til og skipuðu Skagfirðing í embættið í stað Örnu Láru Jónsdóttur, oddvita Samfylkingarinnar. Það er Sigríður Júlía Brynleifsdóttir frá Dalsmynni í Hjaltadal sem verður næsti bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Meira

Góð mæting á Kirkjutorgið þó veðrið hafi ekki spilað með

Veðrið var kannski ekki í jólaskapi á laugardaginn þegar ljós voru tendruð á jólatré Króksara á Kirkjutorginu. En það var í það minnsta hvít jörð sem er jú alltaf jólalegra og bjartara. Sagt er frá því í frétt á vef Skagafjarðar að íbúar hafi ekki látið kuldann og vindinn á sig fá og var vel mætt – margir örugglega fullir af fjöri og krafti eftir að hafa skóflað í sig gómsætu á fjölmennu jólahlaðborði Rótarýklúbbsins.
Meira