Skagafjörður

Belgar höfðu betur gegn íslenska U17 landsliðinu

Íslenska stúlknalandsliðið U17 tekur nú þátt í síðari umferð í sínum riðli í undankeppni Evrópumótsins U17 landsliða í knattspyrnu. Riðillinn er leikinn á Spáni og í gær mætti Ísland liði Belgíu í spænsku rigningarveðri. Tvær Tindastólsstúlkur eru í 20 stúlkna hópi Þórðar Þórðarsonar landsliðsþjálfara og komu þær báðar við sögu í 2-3 tapi.
Meira

Sparibaukur ríkisins gildnaði á föstudaginn

Lögreglan á Norðurlandi vestra var á glannaveiðum nú á föstudaginn og fiskaði betur en vonir stóðu til. Í færslu á Facebook-síðu LNV segir að í Húnavatnssýslum einum hafi verið höfð afskipti af 30 ökumönnum vegna hraðaksturs en algengur hraði var 110-120. Þó nokkrir mældust á 130 eða hraðar.
Meira

Handavinnan er mín allra besta núvitund ásamt gönguferðum

Jónína Gunnarsdóttir er iðjuþjálfi að mennt, býr í Syðra-Vallholti, gift strandamanninum Trausta Hólmari rafvirkjameistara sem vinnur hjá Tengli ehf. Þau eiga þrjú uppkomin börn, Gunnar, Stefaníu Sif og Eyþór Andra og tvær ömmustelpur, Theu Líf tveggja ára og Ríkey Von átta mánaða. Þessa stundina er Jónína að vinna í hlutastarfi við fimm ára deild Varmahlíðarskóla.
Meira

0-10 fyrir andstæðinga Tindastóls í dag

Tveir fótboltaleikir fóru fram í Lengjubikarnum á Króknum í dag og líkt og Feykir lofaði í gær þá var boðið upp á skagfirskt logn og glampandi sól og um það bil eitt hitastig á meðan leikir stóðu yfir. Strákarnir fengu fyrst Magna Grenivík á teppið í hádeginu og svo tóku Stólastúlkur á móti liði Þróttar kl. 15. Leikirnir verða ekki breiðletraðir í sögu Tindastóls en samanlagt fóru þeir 0-10 fyrir andstæðingana.
Meira

Undirskriftarsöfnun til að mótmæla sölu félagsheimila í Skagafirði komin í gang

Íbúasamtök Hegraness hafa sett af stað undirskriftasöfnun fyrir Skagfirðinga sem vilja mótmæla sölu á félagsheimilum í Skagafirði. Í texta sem fylgir undirskriftasöfnuninni inni á Ísland.is segir: „Við undirritaðar íbúar Skagafjarðar mótmælum harðlega fyrirætlun meirihluta sveitastjórnar Skagafjarðar og Byggðalista að ætla að selja félagsheimili dreifbýlisins á frjálsum markaði gegn vilja íbúa. Jafnframt krefjumst við þess að sveitastjórnarfólk gangi til samninga við íbúa um tilhögun reksturs þessara húsa þar sem vilji íbúa stendur til þess.“
Meira

Þegar Jörðin sprakk í loft upp...

Feykir óskar konum til hamingju með alþjóðlegan baráttudag kvenna sem er einmitt í dag, 8. mars. Ætli það séu einhverjir karlar sem hugsa með eftirsjá til eldri tíma þegar karlar röðuðu sér í öll helstu embætti þjóða heimsins? Vonandi eru þeir ekki margir en ekki verður annað sagt en að nú er þessu öfugt farið, í það minnsta hér á Íslandi.
Meira

Það er fótboltadagur á morgun

Meistaraflokkar Tindastóls spila bæði heimaleiki í Lengjubikarnum á morgun, laugardaginn 8. mars. Strákarnir ríða á vaðið en þeir mæta liði Magna Grenivík kl. 12 á hádegi en Stólastúlkur fá sterkt lið Þróttar Reykjavík í heimsókn kl. 15. Lið Kormáks/Hvatar spilar ekki í Lengjubikarnum þessa helgina.
Meira

Ákvörðun um lokun á Blönduósi er endanleg

Húnahornið segir frá því að ákvörðun um lokun sláturhúss Kjarnafæðis Norðlenska á Blönduósi sé endanleg og að henni verði ekki snúið við. Fram kemur að starfseminni í núverandi mynd verðu hætt en að það muni taka einhvern tíma að leggja hana niður endanlega.
Meira

Lokaáfangi á mælavæðingu á Sauðárkróki

Í tilkynning frá Skagafjarðarveitum segir að nú standi yfir lokaáfangi á mælavæðingu á Sauðárkróki. Búið er að setja upp mæla í Hlíðar- og Túnahverfi ásamt fyrirtækjum og hafinn er lokaáfanginn að því að setja upp mæla í útbænum (gamla bænum) og stefnan er að ljúka því fyrir vorið.
Meira

Lóan er komin! segir á vef SSNV

Því miður þá erum við ekki að tala um lóu fuglinn heldur er búið að opna fyrir umsóknir í Lóu sjóðinn sem er nýsköpunarstyrkur fyrir landsbyggðina. Þessi styrkur hefur það hlutverk að styðja við eflingu byggða og landshluta með nýskapandi verkefnum. Styrkjunum er aðeins úthlutað til verkefna utan höfuðborgarsvæðisins í þeim tilgangi að styðja við atvinnulíf og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni.
Meira