Skagafjörður

Hvernig hljómar íbúðabyggð á Nöfunum?

Opnaður hefur verið verkefnavefur þar sem hægt er að kynna sér vinnslutillögu endurskoðunar aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040. Kynning vinnslutillögu er fram til 25. apríl nk. Á vef Skagafjarðar segir að markmið með gerð verkefnavefsins sé að kynna vinnslutillögu nýs aðalskipulags vel fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.
Meira

Líf og fjör í Lengjubikarnum

Lið Kormáks&Hvatar og Tindastóls spiluðu um helgina leiki í Lengjubikarnum í knattspyrnu. Tindastólsmenn fóru austur á firði og gerðu góða ferð þangað á meðan að lið Húnvetninga mátti þola fjórða tapið í fjórum leikjum þegar þeir mættu Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ.
Meira

Skelltu í vöfflur í dag

Í dag er alþjóðlegi vöffludagurinn og því er tilvalið að skella í vöfflur. Ég ætla að deila með ykkur fjölskylduuppskriftinni sem hefur verið notuð síðan sautjánhundruð og súrkál og klikkar aldrei. Nú ef þið nennið ekki að setja í þessa auðveldu uppskrift þá mæli ég með Vilko pakkavöfflunum.
Meira

Byrjað að safna saman viðburðum í viðburðadagskrá Sæluviku

Sæluvika, lista- og menningarhátíð í Skagafirði verður haldin vikuna 27. apríl - 3. maí nk.
Meira

Hvít pizza og vegan marengsterta | Feykir mælir með....

Í janúar er alltaf svokallaður Veganúar og fannst mér tilvalið að koma með tvo vegan rétti í matgæðingaþætti Feykis að því tilefni. Á heimasíðunni veganistur.is er að finna fullt af girnilegum vegan réttum sem ég efast ekkert um að séu góðir. Hef ekki ennþá fengið þá löngun að verða vegan en ætti í raun að vera það miðað við allt fæðuofnæmið sem ég er með. En það væri efni í langan og leiðinlegan leiðara sem enginn myndi nenna að lesa. En við skulum vinda okkur í fyrri uppskriftina. 
Meira

Fisk Seafood hlaut viðurkenningu í öryggis og umhverfismálum

Fimmtudaginn 20. mars var haldin í fimmtánda sinn forvarnaráðstefna VÍS í Hörpunni og var yfirskrift ráðstefnunnar „Vinnum með öryggi alla daga“. Ráðstefnan er ein sú stærsta sinnar tegundar á Íslandi þar sem sérfræðingar og stjórnendur deila reynslu sinni af öryggis- og forvarnamálum. Sex erindi voru á dagskrá ásamt veitingu Forvarnaverðlauna til þeirra sem sýna fram á framúrskarandi árangur í öryggismálum.
Meira

„Þau kynni gengu aðallega út á að hlýja sér þegar maður kom hálf frosinn neðan úr Slipp“

Hann Björn J. Sighvatz býr á Sauðárkróki og nær því að vera einn af orginölunum á Króknum samkvæmt skilgreiningu Binna Júlla. Bjössi er giftur henni Drífu sinni og eiga þau tvö börn. Bjössi hefur unnið við kennslu í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra síðastliðin þrjátíu ár.
Meira

Sveppafyllt ravioli að hætti Ítala | Matgæðingar Feykis

Fyrstu matgæðingar Feykis á þessu fallega ári voru Þóra Rut Jónsdóttir og Jón Haukur Jónsson. Þóra er uppalin á Sauðárkróki og starfar sem forstöðumaður sjálfbærni og umbóta hjá Advania og Jón Haukur er úr Reykjavík og er hagfræðingur sem starfar sem gröfuverktaki. Þóra og Jón Haukur eru nú búsett í Kópavogi en foreldrar hennar eru Jón Eðvald og Linda Nína í Háuhlíðinni á Króknum.
Meira

Fiskisúpa og mömmu konfektkaka | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 47, 2024, var Fanney Ísfold Karlsdóttir en hún starfar sem sjúkraþjálfari á HSN á Króknum og hefur gert í töluvert mörg ár. Áhugi hennar á hreyfingu og hollu mataræði hefur fylgt henni lengi og er eitt af áhugamálum fjölskyldunnar að elda og borða góðan og hollan mat, helst að “elda frá grunni”, prófa nýjar uppskriftir og þróa eigin.
Meira

Opið fyrir skráningar á skákmótið á Blönduósi sem fer fram dagana 15.-21. júní

Skáksamband Íslands ætlar að bregða á leik í sumar í tilefni af 100 ára afmæli sínu segir á fréttavefnum huni.is. En haldið verður Icelandic Open - Opna Íslandsmótið í skák á Blönduósi dagana 15.-21. júní. Tefldar verða níu umferðir á sjö dögum í Krúttinu í gamla bænum. Skákhátíðin hefst með aðalfundi sambandsins sem fram fer laugardaginn 14. júní og lýkur með sterku hraðskákmóti, Blönduós Blitz, sem fram fer 22. júní. Búið er að opna fyrir skráningu í mótið. Góð verðlaun verða á mótinu og verða þau gerð opinber í vikunni. Alls konar skemmtilegir hliðarviðburðir fara fram mótinu samhliða en þeir verða auglýstir síðar.
Meira