Rosaleg endurkoma Stólastúlkna í lokafjórðungnum gegn toppliðinu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
03.12.2024
kl. 23.17
Stólastúlkur mættu toppliði Hauka í Bónus deildinni í kvöld í kostulega sveiflukenndum leik. Gestirnir voru ellefu stigum yfir fyrir lokafjórðunginn og höfðu spilað vel í öðrum og þriðja leikhluta og gjörsamlega slegið heimastúlkur út af laginu en þær höfðu átt glimrandi leik í fyrsta leikhluta. En Stólastúlkur gáfust ekki upp, snéru leiknum sér í hag og komust yfir með þristi frá Brynju Líf þegar þrjár og hálf mínúta var eftir og þá var orkan okkar megin. Lokatölur 90-86 og sannarlega frábær sigur í höfn.
Meira