Við erum með gott lið og ætlum að vinna þetta í ár
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
01.10.2020
kl. 09.34
Í kvöld fer Dominos-deild karla í körfubolta af stað og fær Tindastóll lið ÍR í heimsókn en þessi lið hafa eldað grátt silfur saman síðustu árin. Feykir hafði samband við Baldur Þór Ragnarsson, þjálfara Tindastóls, en hann segir að tímabilið framundan leggist vel í sig. „Það er í sjálfu sér lítið sem kemur mér á óvart. Mörg góð lið og þetta verður gaman,“ segir Baldur aðspurður um Dominos-deildina í vetur.
Meira
