Minningarplatta um Helgu Sigurðardóttur komið fyrir í Húsgilsdragi
feykir.is
Skagafjörður
26.09.2020
kl. 09.09
Föstudaginn 28. ágúst var gerður út leiðangur fámenns hóps áhugamanna um sögu og afdrif Helgu Sigurðardóttur, fylgikonu Jóns Arasonar á Hólum, í Húsgilsdrag sem staðsett er suðvestur af Flugumýrardal, við suðurenda Glóðafeykis í Blönduhlíð í Skagafirði. Markmið leiðangursmanna var að setja upp minningarplatta, og málmkassa fyrir gestabók, á stóran stein og gera staðinn að áhugaverðum viðkomustað.
Meira
