Skagafjörður

Fyrsta tap sumarsins staðreynd á Ásvöllum

Lið Tindastóls og Hauka áttust við í 7. umferð Lengjudeildar kvenna á Ásvöllum í Hafnarfirði í gærkvöldi. Stólastúlkur sátu á toppnum fyrir umferðina en þær náðu aldrei vopnum sínum í leiknum og vinnusamar heimastúlkur gerðu eitt mark í hvorum hálfleik og unnu leikinn því 2-0. Sem var auðvitað hundfúlt þó ekki nema vegna þess að leikurinn var í beinni á Stöð2Sport og alveg örugglega fyrsti knattspyrnuleikurinn sem sýndur er með Tindastól í beinni á einni af stóru sjónvarpsstöðvunum.
Meira

Olíuverð á landsbyggðinni

Á vorþingi sem frestað var í lok júní voru samþykkt ríflega 130 lagafrumvörp. Meðal þeirra voru lög um breytingar á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun. Þessar breytingar eru raunar umtalsverðar, skipta ekki sköpum fyrir þjóðarhag en hafa þýðingu fyrir íbúa í dreifðum byggðum á Íslandi. Annars vegar voru lög um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara frá 1994 felld úr gildi. Þar með er ekki lengur lagt á sérstakt flutningsjöfnunargjald á allar olíuvörur til nota innanlands.
Meira

Halldór Hjálmarsson hættur á sjó eftir 48 ára farsælan feril

30 júní sl. kom Halldór Hjálmarsson úr sinni síðustu veiðiferð með Málmey SK1 og af því tilefni afhenti Gylfi Guðjónsson útgerðarstjóri honum blóm og gjafakort frá FISK og samstarfsfólki, með kæru þakklæti fyrir samstarfið og vinnu í þágu fyrirtækisins í áratugi. Fiskseafood segir frá.
Meira

Dominique Toussaint er nýr leikmaður Stólastúlkna í körfunni

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur gengið frá ráðningu á bandarískum leikmanni fyrir kvennalið Stólanna. Hún heitir Dominique Toussaint og er 22 ára, 175sm á hæð, alhliða leikmaður sem getur leyst allar stöður á vellinum að sögn Árna Eggerts Harðarsonar þjálfara.
Meira

„Margir flottir og krefjandi leikir framundan“

Nú þegar Kormákur/Hvöt situr á toppi B-riðils í 4. deildinni þótti Feyki við hæfi að heyra hljóðið í þjálfara liðsins, Bjaka Má Árnasyni. „Ég er ánægður með síðustu leiki, vissulega er margt sem má gera betur en líka margt sem er búið að gera mjög vel. Við erum búnir að vinna fjóra leiki í röð og það er mjög erfitt að kvarta yfir því,“ segir Bjarki.
Meira

Þriðja umferð Íslandsmótsins í rallakstri

Það var heldur napurt á laugardagsmorguninn þegar sautján áhafnir mættu til leiks í þriðju keppni Íslandsmótsins í rallakstri. Keppnin fór fram í Skagafirði. Eknar voru fjórar sérleiðir um Mælifellsdal og tvær um Vesturdal. Nánari upplýsingar um áhafnir og sérleiðir má fá á vefsíðu Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur sem annaðist keppnishaldið að þessu sinni: www.bikr.is
Meira

Tindastóll semur við Antanas Udras

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Litháann Antanas Udras um að leika með liðinu næsta vetur. Samkvæmt heimildum Feykis getur Udras bæði spilað miðherja og framherja og hefur mikla reynslu frá Litháen en tvö seinustu tímabil hefur hann leikið með BC Siauliai í LKL deildinni (efsta deild) í Litháen en það er sama lið og Elvar Friðriksson samdi við á dögunum.
Meira

Gagnvirkt vefsvæði fyrir ferðalagið

Markaðsstofur landshlutanna, MAS, hafa ýtt úr vör samstarfsverkefni sem miðar að því að auðvelda og hvetja enn frekar til ferðalaga innanlands. Verkefnið er liður í að auka á dreifingu ferðamanna um landið sem og styðja við uppbyggingu íslenskrar ferðaþjónustu í kjölfar heimsfaraldurs. Þetta er langstærsta verkefni sem MAS hefur ráðist í.
Meira

Sveitir GSS stóðu sig vel á Íslandsmóti golfklúbba

Um helgina fór fram keppni í karla- og kvennaflokki í Íslandsmóti golfklúbba. Sveitir GSS stóðu sig mjög vel í keppni við sterkar sveitir. Kvennasveitin varð í 6. sæti í efstu deild og karlasveitin í 6. sæti í annarri deild. Til að setja árangurinn í samhengi þá er rétt að geta þess að golf er næst vinsælasta íþrótt landsins meðal fullorðinna. Tugir þúsunda eru skráðir í golfklúbba og bestu einstaklingar hvers klúbbs keppa að jafnaði fyrir hönd hans á Íslandsmótinu.
Meira

Stólarnir stálu stigi á Kópavogsvelli

57 áhorfendur sáu lið Tindastóls stela nettu stigi þegar strákarnir gerðu 3-3 jafntefli gegn liði Augnabliks í 3. deildinni í dag. Kópavogspiltarnir voru lengstum betra liðið en Stólarnir sýndu hörku karakter og neituðu að lúta í gras og uppskáru jöfnunarmark í uppbótartíma. Stig sem gæti reynst dýrmætt þegar talið verður upp úr kössunum í haust – eða þannig.
Meira