Fyrsta tap sumarsins staðreynd á Ásvöllum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
29.07.2020
kl. 12.45
Lið Tindastóls og Hauka áttust við í 7. umferð Lengjudeildar kvenna á Ásvöllum í Hafnarfirði í gærkvöldi. Stólastúlkur sátu á toppnum fyrir umferðina en þær náðu aldrei vopnum sínum í leiknum og vinnusamar heimastúlkur gerðu eitt mark í hvorum hálfleik og unnu leikinn því 2-0. Sem var auðvitað hundfúlt þó ekki nema vegna þess að leikurinn var í beinni á Stöð2Sport og alveg örugglega fyrsti knattspyrnuleikurinn sem sýndur er með Tindastól í beinni á einni af stóru sjónvarpsstöðvunum.
Meira
