Ótrúlega öflug liðsheild og samstaða einkenna liðið
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
24.09.2020
kl. 14.12
Það hefur ekki farið framhjá mörgum að kvennalið Tindastóls tryggði sér sæti í efstu deild kvennaboltans næsta sumar með því að vinna í gær sinn þrettánda sigur í Lengjudeildinni. Þar með varð ljóst að lið Keflavíkur og Hauka gætu ekki bæði komist upp fyrir lið Tindastóls í toppbaráttu deildarinnar. Aldrei fyrr í sögu Umf. Tindastóls hefur félagið átt lið í efstu deild fótboltans og því rétt að heyra aðeins í öðrum þjálfara liðsins, Guðna Þór Einarssyni, sem segir tilfinninguna í leikslok hafa verið hreint ólýsanlega.
Meira
