Skagafjörður

Kúskerpi í Blönduhlíð - Torskilin bæjarnöfn

Sú elzta heimild, sem jeg hef fundið um þetta bæjarnafn, er vitnisburðarbrjef um hundraðatal á jörðinni Kúskerpi, dagsett 24. Maí 1442 (Dipl. Ísl. IV. b., 625). Bæjarnafnið er í frumriti brjefsins, sem er til í Handritasafni Árna Magnússonar, nákvæmlega stafsett, eins þá, sem nú: Kúskerpi.
Meira

Kammersveitin Elja í Miðgarði 30. júlí

Kammersveitin Elja kemur fram í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði fimmtudaginn 30. júlí kl. 20. Miðaverð er 2500 kr., 2000 kr. fyrir námsmenn, öryrkja og eldri borgara, en frítt er fyrir 15 ára yngri. Hægt verður að kaupa miða við hurð. Þetta verða fyrstu tónleikar sveitarinnar í tónleikaferð hennar um landið, nánari upplýsingar um miðasölu og tónleikaferðina í heild má nálgast hér.
Meira

Sterkt að hafa viljayfirlýsingu við stjórnvöld - Koltrefjaverksmiðja í Skagafirði

Í endaðan maí síðastliðnum skrifuðu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu koltrefjaframleiðslu í Skagafirði. Í frétt um málið sagði að viljayfirlýsingin samræmist stefnu stjórnvalda um eflingu nýfjárfestingar í íslensku atvinnulífi og samkeppnishæfni Íslands á sviði nýfjárfestingar, sérstaklega á dreifbýlum svæðum líkt og á Norðurlandi vestra.
Meira

Drangeyjarbryggjan ónýt

Í vonda veðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku, um miðjan júlí, vildi ekki betur til en svo að flotbryggjan við Drangey losnaði og er nú gjörónýt. Er því ófært út í eyju eins og staðan er í dag og ljóst að mikið tjón hefur orðið fyrir ferðaþjónustuaðilann í eyjunni, Drangeyjarferðir.
Meira

Norðanátt og kólnandi veður næstu daga

Veðurútlitið næstu daga minnir frekar meira á haustspá en sumarspánna sem við óskum eftir. „Norðan­átt­in ger­ir sig aft­ur heim­an­komna um helg­ina og verður all­hvöss norðvest­an til og á Suðaust­ur­landi. Henni fylg­ir að venju úr­koma, nú í formi rign­ing­ar með svölu veðri á norðan- og aust­an­verðu land­inu en úr­komu­mest verður á sunnu­dag,“ seg­ir veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands í hug­leiðing­um sín­um um veðrið næstu daga.
Meira

Orðsending til sláturleyfishafa

Stjórn Félags sauðfjárbænda í Austur-Húnavatnssýslu fagnar þeim tíðindum að samruni Kjarnafæðis og Norðlenska sé í farvegi. Vonandi hefur þessi samruni í för með sér hagræðingu sem getur skilað sér í hærra afurðaverði til sauðfjárbænda. Stjórnin hvetur alla sláturleyfishafa til að borga ekki lægra verð heldur en viðmiðunarverð Landssamtaka sauðfjárbænda á komandi sláturtíð (viðmiðunarverð birt á heimasíðu LS, 16. júlí 2020).
Meira

Undurfagurt spilerí Ásgeirs og Júlíusar í Sauðárkrókskirkju

Vestur-Húnvetningarnir Ásgeir Trausti og Júlíus Aðalsteinn mættu í Sauðárkrókskirkju í gær og sungu og léku undurfagra tónlist sína af einstakri list. Þetta var í fyrsta skipti sem Ásgeir heldur tónleika á Króknum. Kirkjan var sneisafull og ekki var annað að sjá en kirkjugestir hafi notið frábærs flutnings á lágstemmdum lögum Ásgeirs.
Meira

Langspilsleikur og Pilsaþytur í Glaumbæ í dag

Í dag, 24. júlí, kl 16:00 verður boðið upp á skemmtilegan viðburð í Glaumbæ, Langspilsleik og Pilsaþyt. „Konurnar í Pilsaþyt munu gleðja gesti með nærveru sinni og Eyjólfur mun koma til okkar á ný og spila á langspil en langspilsleikur hans vakti mikla lukku þegar hann kom til okkar síðasta sumar,“ segir í lýsingu á viðburðinum á Facebook.
Meira

Leynist lag í skúffunni? -Skagfirskir tónar frá skagfirskum konum

Nú er það ljóst að Sæluvika Skagfirðinga vrður haldin í haust og eru ýmsir farnir að undirbúa þátttöku. Hulda Jónasdóttir hefur verið iðin við að setja upp söngdagskrá í sínum gamla heimabæ og verður svo nú og ætlunin að flytja lög eftir skagfirskar konur.
Meira

Úthlutun úr Öndvegissjóði Brothættra byggða

Þann 9. júlí sl. var 40 milljónum úr Öndvegissjóði Brothættra byggða úthlutað til sex verkefna í Brothættum byggðum. Á heimasíðu Byggðastofnunar kemur fram að fjórtán umsóknir hafi borist um styrki að upphæð kr. 162,5 milljónir en aðeins sex verkefni hlotið styrki.
Meira