Skagafjörður

Góð byrjun Stólastúlkna eftir COVID-pásuna

Fyrsti leikur Stólastúlkna að loknu COVID-hléi fór fram á Króknum í dag en þá kom sprækt lið Aftureldingar í heimsókn á gervigrasið. Mur kom heimastúlkum yfir snemma leiks en leikurinn var í jafnvægi þangað til klukkutími var liðinn af leiknum en þá fékk Taylor Bennett að líta rauða spjaldið og þjálfari gestanna leit sama lit í kjölfarið. Heimastúlkur nýttu sér liðsmuninn og gulltryggðu góðan sigur með því að bæta við þremur mörkum. Lokatölur 4-0 og Mur með þrennu.
Meira

Tvær matskeiðar af volgu lýsi á hverjum degi til 12 ára aldurs - Elsti núlifandi Skagfirðingurinn

Jakobína Ragnhildur Valdimarsdóttir varð 99 ára gömul þann 2. ágúst síðastliðinn. Samkvæmt heimildum Feykis er hún elsti núlifandi Skagfirðingurinn. Bína, eins og hún er jafnan kölluð, féllst á að svara nokkrum spurningum frá Feyki.
Meira

Björgunarafrekið í Hvanneyrarskál

Hinn siglfirski Gunnsteinn Ólafsson, tónlistarmaður og tónskáld, segir skemmtilega sögu á Facebooksíðu sinni um heilmikla björgunaraðgerð, sem framkvæmd var í gær í Hvanneyrarskál ofan Siglufjarðar og snérist um að bjarga ketti sem virtist hafa komið sér í lífshættulega stöðu, vatns- og matarlaus í læstu rými endurvarpsstöðvar. Engu var líkara en stutt væri eftir af níunda lífi kattarins og eftir mikla eftirgrennslan að lykli sem gengi að húsinu fannst hann á Sauðárkróki, nærri 100 km í burtu. Gefum Gunnsteini orðið:
Meira

Það er allt svo gott fyrir norðan:: Áskorandapenninn Guðrún Hulda Pálmadóttir, brottfluttur Hofsósingur

„Það er allt svo gott fyrir norðan,“ þetta er það sem ég hef sagt börnunum mínum á hverjum degi, oft á dag alveg frá því þau fæddust. Þessu hef ég líka tönglast á við vini mína og vinnufélaga í hvert sinn sem eitthvað norðlenskt ber á góma, miklu oftar en þeir kæra sig um. Auðvitað á ekki að þurfa að taka það fram að allt sé gott fyrir norðan, en því miður þá eru ekki allir búnir að átta sig á því enn.
Meira

„Forréttindi að fá að synda frá svona mögnuðum stað“ - Drangeyjarsund

Veðrið var gott þann 3. ágúst síðastliðinn er þrír sundkappar hugðust synda Drangeyjarsundið fræga, 6,6 km leið frá sandfjörunni við Drangey og í land. Vindur var lítill, hitastig sjávar um 8,7°C en þó var einhver kvika þegar Magnea Hilmarsdóttir, Aðalsteinn Friðriksson og Ingibjörg Ingvadóttir lögðust til sunds um hálf níu um morguninn. Með þeim í för voru þrír fylgdarbátar ásamt aðstoðarliði.
Meira

Þrjár nýjar Stólastúlkur

Feykir hefur sagt frá því að í ljósi þess að það kvarnaðist úr kvennaliði Tindastóls þá var stefnt að því að styrkja liðið fyrir síðari umferðina í Lengjudeildinni. Nú í vikulokin höfðu þrjár stúlkur félagaskipti yfir í lið Tindastóls og verða þær klárar í slaginn á morgun þegar Afturelding kemur í heimsókn á Krókinn.
Meira

Fótboltinn aftur af stað

Knattspyrnukempur eru komnar í startholurnar eftir að leyfi fékkst til að halda áfram keppni á Íslandsmótunum sem sett voru á ís í lok júlí. Leikið verður á Sauðárkróksvelli á sunnudaginn kl. 16:00 þegar Afturelding kemur í heimsókn í Lengjudeild kvenna. Á sama tíma spila strákarnir á Egilsstöðum við lið Hugins/Hattar. Rétt er að benda á að enn um sinn mega áhorfendur ekki mæta á vellina en TindastóllTV sýnir væntanlega heimaleiki Tindastóls þannig að baráttan í boltanum á ekki að þurfa að fara framhjá stuðningsmönnum.
Meira

Steinull hf. semur við Fjölnet

Steinull hf. endurnýjaði á dögunum samning við Fjölnet en fyrirtækin hafa unnið náið saman í fjölda ára með góðum árangri. Fjölnet mun því áfram sjá um rekstur miðlægra kerfa hjá fyrirtækinu ásamt notendaþjónustu, afritun og útstöðvarþjónustu
Meira

Olíutankarnir á Króknum fara á Vestfirðina

Búið er að fjarlægja olíutanka Olíudreifingar, sem mikinn svip hafa sett á umhverfi Eyrarinnar á Sauðárkróki, af stöllum sínum og bíða komu norska flutningaskipsins Rotsund sem mun flytja þá á Vestfirði þar sem þeirra bíður annað hlutverk.
Meira

Sögur frá landi í Sjónvarpinu í kvöld

Það má sennilega fullyrða að Norðurland vestra hafi fengið óvenju mikla athygli í sjónvarpsstofum landsmanna í sumar en bæði N4 og Landaþættir RÚV hafa verið duglegir að banka upp á hjá okkur. Í kvöld sýnir RÚV fyrsta þátt af þremur sem kallast Sögur frá landi og eru teknir upp á Norðurlandi vestra.
Meira