Góð byrjun Stólastúlkna eftir COVID-pásuna
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
16.08.2020
kl. 20.14
Fyrsti leikur Stólastúlkna að loknu COVID-hléi fór fram á Króknum í dag en þá kom sprækt lið Aftureldingar í heimsókn á gervigrasið. Mur kom heimastúlkum yfir snemma leiks en leikurinn var í jafnvægi þangað til klukkutími var liðinn af leiknum en þá fékk Taylor Bennett að líta rauða spjaldið og þjálfari gestanna leit sama lit í kjölfarið. Heimastúlkur nýttu sér liðsmuninn og gulltryggðu góðan sigur með því að bæta við þremur mörkum. Lokatölur 4-0 og Mur með þrennu.
Meira
