Skagafjörður

Farskólinn óskar eftir að ráða verkefnastjóra

Þau leiðu mistök urðu í auglýsingu Farskólans í Sjónhorninu sem kom út í dag að óskað var eftir að ráða skólastjóra til starfa en raunin er að Farskólinn leitast eftir að ráða verkefnastjóra. Í auglýsingunni segir að Farskólinn leitar að öflugum og jákvæðum einstaklingi/einstaklingum til að takast á við lifandi og fjölbreytt starf verkefnastjóra í símenntun. Náin og þétt teymisvinna starfsfólks er ríkjandi í verkefnum Farskólans. Til greina kemur að ráða í fleiri en eina stöðu og starfshlutfall og vinnutími getur verið umsemjanlegur.
Meira

Arney og Lydía hlutu viðurkenningar á Hólum

Síðastliðinn laugardag fór fram reiðsýning brautskráningarnema til BS prófs í reiðmennsku og reiðkennslu við Háskólann á Hólum. Tíu nemendur útskrifast frá skólanum með BS próf í reiðmennsku og reiðkennslu nú í vor. Brautskráning fer fram miðvikudaginn 6.. júní í hátíðarsal skólans.
Meira

Emma og Júlía gera gott mót í Sandefjord

Tveir keppendur frá badmintondeild Tindastóls tóku í vikunni þátt í Sandefjord Open mótinu sem fer fram í bænum Sandefjord í Noregi. Keppendur á mótinu eru 360 talsins en mótið stendur yfir í þrjá daga. Systurnar Emma Katrín og Júlía Marín tóku þátt í sex greinum, náðu í eitt gull, eitt silfur og eitt brons.
Meira

Allir með

UMSS, Svæðisstöðvar íþróttahéraða og Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) boða til vinnustofu fyrir forsjáraðila, íþróttaþjálfara, starfsfólk skóla og áhugafólk um íþróttir. Á vinnustofunni ætlum við að ræða hvernig við getum komið af stað skipulögðum æfingum eða komið fötluðum og þeim sem finna sig ekki í almennum íþróttum betur inn í það íþróttastarf sem er nú þegar í boði í Skagafirði.
Meira

Magga Steina vígð til djákna í Hóladómkirkju

Það var merkur dagur á sunnudaginn þegar Margrét Steinunn Guðjónsdóttir var vígð til djákna í Reykjavíkurprófastdæmi vegna starfa sinna á Löngumýri við orlof eldri borgara. Í fallegri afhöfn í Hóladómkirkju, sem sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup leiddi, voru þjónandi prestar í Skagafirði, Anna Hulda djákni og fleiri sem tóku þátt, en sr. Bryndís Malla prófastur í Reykjavíkurprófasdæmi lýsti vígslunni.
Meira

Verður meistaraflokkafótbolti á Króknum næsta sumar?

Aðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls fór fram í síðustu viku og fyrir fundinum lágu almenn aðalfundarstörf. Sunna Björk Atladóttir, sem tók við stjórnartaumum knattspyrnudeildar til bráðabirgða í vetur gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku og stóð því til að kjósa nýjan formann. Enginn gaf þó kost á sér í það starf og kosningu því eðlilega frestað til síðari tíma. En hvað er félag án formanns?
Meira

Hefur aldrei áður slegið í maí

„Ég hef aldrei slegið í maí áður, yfirleitt byrjum víð um miðjan júní,“ sagði Sigurður Baldurssonar bónda á Páfastöðum í Skagafirði en hann var farinn að slá montblettinn sinn í gær, 26. maí, eins og lesa mátti í færslu á Facebook-síðu hans. Feykir hafði samband við bóndann.
Meira

Vilja frekar slátra á Selfossi en á Króknum

Í frétt á RÚV.is segir að einhverjir sauðfjárbændur í Húnavatnssýslum hafi óskað eftir því að fara með fé í slátrun hjá SS á Selfossi enda ekki lengur slátrað á Blönduósi í kjölfar uppsagna starfsmanna SAH afurða og lokunar sláturhússins. Fullbókað mun vera í sláturhúsið á Hvammstanga og því komast ekki allir bændur í Húnavatnssýslum þangað með fé til slátrunar í haust og þurfa að leita annað.
Meira

Snjólfur Atli sigraði í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Á heimasíðu Árskóla á Sauðárkróki er sagt frá því að Snjólfur Atli Hákonarson, nemandi í 6. bekk, hafi fyrr í vor tekið þátt í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Hugmyndin hans, Sólarmjalta, var síðan valin ein af 25 hugmyndum sem komust í úrslit keppninnar. Í gær var síðan tilkynnt við hátíðlega athöfn og verðlaunaafhendingu á Háskólatorgi að Snjólfur Atli hefði sigrað í keppninni.
Meira

Við skuldum þeim að hlusta | Ólafur Adolfsson skrifar

Á fundi sem Samtök sjávarútvegssveitarfélaga stóðu fyrir nýverið kynnti KPMG greiningu á áhrifum fyrirhugaðrar hækkunar veiðigjalda. Þar kom fram alvarlegri mynd en áður hefur sést í opinberri umræðu — og hún gefur ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur.
Meira