Skagafjörður

Oddaleikur í Síkinu á miðvikudaginn

Fjórði leikur Tindastóls og Stjörnunnar í úrslitaeinvígiu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta fór fram í kvöld í Garðabænum. Stólarnir fengu fljúgandi start en aðalmálið er víst að enda vel og það voru heimamenn í Stjörnunni sem voru sterkari á lokakaflanum og tryggðu sér þannig einn leik til. Það er því ljóst að Íslandsmeistarabikarinn fer á loft í Síkinu en aðeins spurning hvort liðið fær að taka við honum. Lokatölur í leiknum voru 91-86.
Meira

Hvíti riddarinn mátaði Stólana

Það var mikill markaleikur þegar Stólarnir heimsóttu Hvíta riddarann í Malbikunarstöðina að Varmá í gær í þriðju umferð 3. deildar. Það var þó verra að það voru heimamenn sem gerðu fleiri mörk en lið Tindastóls og 5-3 sigurinn var Mosfellinga. Fyrir leikinn voru þetta tvö efstu lið deildarinnar en Hvíti riddarinn trónir nú á toppnum en Stólarnir duttu niður í þriðja sætið.
Meira

Þrjú stig sóttu Stólastúlkur á Víkingsvöllinn

Stólastúlkur hafa heldur betur átt fína viku í fótboltanum. Eftir mergjaðan sigur í framlengdum bikarleik gegn Stjörnunni í Garðabæ í byrjun vikunnar þá fóru þær á annan erfiðan útivöll í dag, Víkingsvöllinn, þar sem lið Víkings beið þeirra. Heimastúlkum var spáð góðu gengi í sumar en voru líkt og Stólastúlkur með aðeins þrjú stig eftir fimm umferðir. Það var því nokkuð undir í dag og það voru gestirnir að norðan sem nýttu færin og unnu 1-4.
Meira

Sterkari innviðir og vaxandi starfsánægja þrátt fyrir áskoranir

Ársfundur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) fór fram í Hofi á Akureyri þriðjudaginn 13. maí 2025. Þar voru kynntar niðurstöður fyrir rekstrarárið 2024. Í fréttatilkynningu frá HSN segir að þrátt fyrir áskoranir í rekstri hafi þó orðið mjög jákvæð þróun í starfsemi, þjónustu og mannauðsmálum sem gefur tilefni til bjartsýni fram veginn.
Meira

Ágrip af sögu Lionsklúbb Sauðárkróks í 60 ár

Þegar fara á yfir sögu Lionsklúbb Sauðárkróks s.l. 60 árin er af mörgu að taka og erfitt að velja og hafna. Á þessu tímamótum er fjöldi starfsfunda að nálgast 1000 og margt hefur drifið á daga klúbbsins á þessum tíma. Hér verður aðeins stiklað á stóru í þessu ágripi bæði í máli og myndum. Samkvæmt heimildum hafa 142 menn gengið í klúbbinn frá stofnun hans. Einn stofnfélagi hefur verið alla tíð í klúbbnum, hann Ingvar Gýgjar Jónsson, og það hlýtur að teljast einstakt. Í dag er 37 félagar skráðir í Lionsklúbb Sauðárkróks. Þegar best lét voru 53 félagar skráðir í klúbbnum, í maí 1994. En vindum okkur í upphafsár klúbbsins.
Meira

Stólastúlkur mæta liði ÍBV í Mjólkurbikarnum

Dregið var í átta liða úrslit í Mjólkurbikar karla og kvenna í dag. Kvennalið Tindastóls var í pottinum eftir frækinn sigur á liði Stjörnunnar fyrr í vikunni og má segja að lukkan hafi verið með Stólastúlkum, Þær fá heimaleik og mæta liði ÍBV sem spilar í Lengjudeildinni. Það er þó aldrei á vísan að róa í bikarnum en sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins er sannarlega girnileg gulrót fyrir liðið.
Meira

Gluggaþvottur í góða veðrinu!

Gluggaþvottur fyrir stofnanir og fyrirtæki í bænum hefur lengi verið mikilvæg fjáröflun fyrir Körfuknattleiksdeild Tindastóls. Í færslu á Facebook-síðu deildarinnar segir að það hafi verið öflugur hópur sjálfboðaliða sem sinnti þvottinum í góða veðrinu á Króknum í dag.
Meira

Telja rangt að afskrifa Háholt í því ástandi sem nú er

Enn eru málefni barna sem bíða eftir meðferðarúrræðum til umtals en í ítarlegri frétt í Ríkisútvarpinu í dag var sagt frá því að foreldrar barna á Stuðlum segi ekki hægt að bíða lengur eftir nýju meðferðarúrræði. Gert er ráð fyrir að meðferðarheimili fyrir drengi opni á Suðurlandi í vetrarbyrjun. „Hérna eru mannslíf í húfi,“ er haft eftir föður fimmtán ára drengs en fram kemur í fréttinni að m.a. foreldrar telja rangt að afskrifa Háholt .
Meira

Gunni Birgis setti Eurovisionbrölt til hliðar á miðvikudagskvöldið og stillti á Síkið

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá nokkrum manni að það stefnir í alvöru Júrópartý annað kvöld eftir að VÆB-bræður komu, sáu og skutust í úrslitakvöldið með flottri frammistöðu í undankeppni Eurovision sl. þriðjudagskvöld. Annar lýsanda keppninnar verður fjölmiðlamaðurinn og Króksarinn geðþekki, Gunnar Birgisson, en ekki er langt síðan sjónvarpsáhorfendur börðu hann augum í Síkinu, sitjandi svalur með sólgleraugu í félagi við nokkrar valinkunnar kempur. Feykir spurði hann rétt áðan hvort það sé ekki tóm vitleysa að vera að þvælast í Eurovision í miðju úrslitaeinvígi Stólanna?
Meira

Tvær nýjar hraðhleðslustöðvar á Sauðárkróki

Í vikunni voru teknar í notkun tvær nýjar 160kW BYD hraðhleðslustöðvar á Sauðárkróki. Framkvæmdin er hluti af samstarfi Instavolt og Kaupfélags Skagfirðinga. Uppsetning stöðvanna er stórt skref í uppbyggingu hleðsluinnviða á Norðurlandi og markar mikilvæga viðbót við rafbílaþjónustu í Skagafirði.
Meira