Skagafjörður

Súrkálsréttur og fleira góðgæti

Ingi Hjörtur Bjarnason og Elsche Oda Apel vour matgæðingar Feykis í 25. tölublaði sumarið 2018. Þau búa á Neðri-Svertingsstöðum í Húnaþingi vestra með kýr og naut ásamt kvígum og kálfum, kindum, hestum, hund og ketti. Einnig eiga þau börnin Hönnu Báru, Bjarna Ole, Ingunni Elsu og Ingu Lenu. Elsche vinnur einnig sem sjúkraþjálfari á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga.
Meira

Jafntefli hjá Stólastúlkum og Keflvíkingum í hörkuleik

Lið Tindastóls og Keflavíkur mættust í hörkuslag í kvöld á gervigrasinu á Króknum. Lið gestanna féll úr efstu deild í fyrra og fyrir mót var þeim spáð öruggum sigri í Lengjudeildinni í sumar en Stólastúlkum var spáð þriðja sæti. Það var því um stórleik að ræða og bæði lið reyndu hvað þau gátu til að knýja fram sigurmark allt fram á síðustu sekúndu en leikurinn endaði með sanngjörnu jafntefli, lokatölur 1-1.
Meira

Breytingar á embættum í sveitarstjón og byggðarráði Skagafjarðar

Sveitarstjórn Skagafjarðar hélt sinn 400. sveitarstjórnarfund þann 24. júní síðastliðinn. Breytingar urðu á embættum í sveitarstjórn og byggðarráði þar sem kosið er um fulltrúa til eins árs í senn frá og með 1. júlí hvers árs.
Meira

Góð þátttaka í Byrðuhlaupi í bongóblíðu

Haldið var upp á 17. júní í bongóblíðu á Hólum en þar fór hið árlega Byrðuhlaup fram. 20 keppendur voru skráðir til leiks og að því loknu skemmti fólk sér konunglega í skrúðgöngu og leikjum.
Meira

Mörg verkefni tengd ferðaþjónustunni að fara af stað

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra kölluðu í vor eftir hugmyndum að átaksverkefnum vegna áhrifa af COVID-19 faraldrinum og var í framhaldi af því valið úr þeim fjölmörgu hugmyndum sem bárust. Um helmingi þeirra fjármuna sem veitt var af sóknaráætlun til verkefnisins var veitt til verkefna til eflingar ferðaþjónustu á svæðinu.
Meira

Spilmenn Ríkínís með tónleika í Auðunarstofu

Spilmenn Ríkínís halda tónleika í Auðunarstofu á Hólum í Hjaltadal föstudagskvöldið 26. júní. Spilmenn Ríkínís hafa leikið og sungið saman í rúm 13 ár. Þeir hafa einkum flutt tónlist úr íslenskum handritum og af gömlum sálmabókum en einnig úr íslenskum þjóðlagaarfi. Við flutninginn er sungið og leikið á hljóðfæri sem til voru á Íslandi fyrr á öldum og eiga flest sinn sess í miðaldatónlist Evrópu, svo sem langspil, hörpu, gígju og symfón.
Meira

Gróska í starfsemi Golfklúbbs Skagafjarðar

Golfklúbbur Skagafjarðar (GSS) hefur starfað frá árinu 1970 og verður því 50 ára á árinu 2020. GSS gegnir mikilvægu hlutverki í Sveitarfélaginu Skagafirði. Í fyrsta lagi fer fram öflugt barna- og unglingastarf í klúbbnum sumar sem vetur, í öðru lagi hentar golf sem áhugamál, félagsskapur og heilsubót fyrir fólk á öllum aldri og síðast en ekki síst er golf hluti af ferðamennsku og golfarar heimsækja Skagafjörð gagngert til þess að spila golf. Félagar í GSS eru um 200 talsins. Afmælisrit kemur út í vikunni með fjölbreyttu efni. Meðal annars er ágrip af sögu klúbbsins, viðtöl við félagsmenn, greinar o.fl.
Meira

Hátíðarstemning austan Vatna á þjóðhátíðardaginn

17. júní var fagnað með ýmsum, og víða óhefðbundnum, hætti þetta árið og settu eftirköst COVID-19 víða mark sitt á hátíðahöld dagsins. Á Hofsósi var ýmislegt í boði, m.a. var teymt undir börnum, hægt var að skella sér á róðrarbretti og ungir og aldnir nutu blíðunnar í sundlauginni þar sem sápurennibrautin vakti ánægju yngri kynslóðarinnar.
Meira

Styrkir til æskulýðsstarfs vegna COVID-19

Félagasamtök sem standa fyrir skipulögðu starfi fyrir börn og ungmenni geta nú sótt um styrki til átaksverkefna í æskulýðsstarfi eða vegna tekjutaps félaga vegna COVID-19. Umsóknafrestur vegna þessa er til og með 24. júní nk. Heildarframlag til þessa verkefnis nemur alls 50 milljónum kr. og er það liður í tímabundnu fjárfestingarátaki stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu.
Meira

Úrslit í samkeppni um listskreytingu í hús Byggðastofnunar

Nýverið var tilkynnt um niðurstöðu dómnefndar í samkeppni um listskreytingu í nýbyggingu Byggðastofnunar á Sauðárkróki. Samkeppnin, sem var framkvæmdasamkeppni, var haldin í samvinnu við Samband íslenskra myndlistarmanna. Umsjón með samkeppninni fyrir hönd Byggðastofnunar hafði Framkvæmdasýsla ríkisins. Var þremur myndlistarmönnum boðin þátttaka og skiluðu allir inn tillögu.
Meira