Tæplega 25.000 umsóknir vegna minnkaðs starfshlutfalls
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
31.03.2020
kl. 18.07
Við lok dags höfðu Vinnumálstofnun borist tæplega 25.000 umsóknir um atvinnuleysisbætur samhliða minnkuðu starfshlutfalli og gerir stofnunin ráð fyrir að skráð atvinnuleysi verði að meðaltali 7,5 – 8% nú í mars en fari hækkandi og verði 12-13% í apríl og 11-12% í maí. Þá er einnig gert ráð fyrir því að skráð atvinnuleysi fari lækkandi á tímabilinu maí til september en aukist á ný fram að áramótum í takt við hefðbundna árstíðarsveiflu. Spár Vinnumálastofnunar gera ráð fyrir því að skráð atvinnuleysi verði að meðaltali 8% á árinu 2020.
Meira
