Skagafjörður

Að flytja heim... Áskorandapenni :: Sunna Björk Björnsdóttir Sauðárkróki

Við fjölskyldan fluttum norður, heim, úr sollinum fyrir sunnan, veturinn 2017-2018. Reyndar flutti einn fjölskyldumeðlimur í einu yfir töluvert langt tímabil en þrátt fyrir það höfum aðlagast ljómandi vel, að okkur finnst. Að búa í Skagafirði, gefur svo ótrúlega margt.
Meira

Er vinnustaður bara hugarástand? - Vefráðstefna SSNV

Næstkomandi fimmtudag, 27. febrúar klukkan 10:00, stendur SSNV fyrir vefráðstefnu um möguleika dreifðra byggða þegar kemur að svokölluðum skrifstofusetrum (e. coworking space). Vefráðstefna þessi er hluti af verkefninu Digi2Market sem styrkt er af Norðurslóðaáætlun.
Meira

Skimun getur bjargað lífi – hugaðu að heilsunni og pantaðu tíma

Krabbameinsfélagið býður upp á brjóstamyndatöku á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki daganna 24-27. febrúar og á Blönduósi daganna 2. - 3. mars. Konur um allt land fá sent boð í pósti þegar komið er að næstu krabbameinsleit hjá þeim.
Meira

Helena söng til sigurs í Söngkeppni NFNV

Helena Erla Árnadóttir sigraði í Söngkeppni NFNV sem fram fór í gærkvöldi með lagið Anyone eftir Demi Lovato. Í öðru sæti hafnaði Rannveig Sigrún Stefánsdóttir með lagið Bring Him Home eftir Colm Wilkinson og Ingi Sigþór Gunnarsson endaði í þriðja sæti með lagið Á sjó með Hljómsveit Ingimars Eydal.
Meira

Bein útsending frá Söngkeppni NFNV

Söngkeppni NFNV fer fram í kvöld í sal Fjölbrautaskólans þar sem boðið verður upp á tólf atriði. Keppni hefst núna klukkan 20 og er í beinni útsendingu. Á hverju ári er haldin undankeppni fyrir söngkeppni framhaldsskólanna þar sem nemendur skólans láta ljós sitt skína en í ár átti hún að fara fram á Valentínusardaginn 14. febrúar en var frestað vegna veðurs.
Meira

Simmons og Tindastóll skilja að skiptum

Körfuknattleiksdeild Tindastóls sendi frá sér tilkynningu nú undir kvöldið þar sem greint er frá því að Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Gerel Simmons hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann yfirgefi herbúðir Stólanna og leiti á önnur mið.
Meira

Pétur Rúnar, afmælisbarn dagsins, leikur með íslenska körfuknattleiksliðinu í kvöld

Körfuboltakappinn í Tindastól, Pétur Rúnar Birgisson, fagnar 24 ára afmæli sínu í dag á leikdegi íslenska landsliðsins sem etur kappi við landslið Kosovo í Pristhina og fékk hann að sjálfsögðu afmælisköku í tilefni dagsins. Leikurinn markar upphaf liðsins í forkeppni að undankeppni HM 2023 og verður í beinni útsendingu á RÚV2 kl. 18.
Meira

Kristinn Gísli og félagar hrepptu bronsverðlaun á Ólympíuleikum kokkalandsliða

Íslenska kokkalandsliðið, með Skagfirðinginn Kristin Gísla Jónsson innan borðs, hefur gert það gott á Ólympíuleikum matreiðslumeistara í Stuttgart í Þýskalandi sem hófust þann 14. febrúar. Liðið vann til tvennra gullverðlauna, annars vegar fyrir Chef´s table og hins vegar í Hot Kitchen. „Við erum þriðja besta kokkalandslið Í HEIMI!!!!!!!“ er skrifað á Facebook-síðu Kokkalandsliðsins en verðlaunaafhendingin fór fram fyrir stundu og hreppti liðið bronsverðlaunin í samanlögðu stigaskori. Norðmenn unnu gullið og Svíar silfrið.
Meira

Karlakórinn Heimir á faraldsfæti - Uppfært, tónleikum Heimis á Blönduósi frestað!

Vegna veðurútlits hefur verið ákveðið að fresta tónleikum Karlakórsins Heimis sem fyrirhugað var að halda á Blönduósi fimmtudagskvöldið 20. febrúar. Heimismenn eru þó ekki af baki dottnir, og munu heimsækja Blönduós við fyrsta tækifæri, það verður nánar auglýst síðar.
Meira

Deiliskipulag gamla barnaskólalóðarinnar liggur frammi til skoðunar

Tillaga að deiliskipulagi íbúðareits milli Sæmundargötu, Ránarstígs og Freyjugötu á Sauðárkróki, lóðina Freyjugötu 25, liggur nú frammi í ráðhúsi sveitarfélagsins frá og með deginum í dag til og með 3. apríl.
Meira