Skagafjörður

Jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku verði flýtt um áratug

Í morgun voru kynntar tillögur átakshóps ríkisstjórnarinnar um úrbætur í innviðum í jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku og kom þar fram að þeim verður flýtt um áratug. Hópurinn var skipaður í kjölfar fárviðrisins sem gekk yfir landið í desember síðastliðnum.
Meira

Vinnustofur um mat úr héraði á Norðurstrandarleið

Á næstunni verða haldnar á Norðurlandi vinnustofur sem ætlað er að styrkja samstarf milli framleiðenda og þeirra sem selja veitingar og matvæli á Norðurstrandarleiðinni. Þær eru ætlaðar eigendum veitingastaða og kaffihúsa, matreiðslufólki og framleiðendum matvæla og verða haldnar á sex stöðum víðs vegar um Norðurland.
Meira

Norrænt spjaldvefnaðarmót í haust

Norrænt spjaldvefnaðarmót verður haldið í Svíþjóð næsta haust þar sem færustu sérfræðingar Norðurlanda sem rannsakað hafa bönd sem fundist hafa í fornleifauppgröftum koma saman. Að sögn Marjatta Ísberg, Íslandstengill mótsins, er ætlunin að slíkt mót verði haldið annað hvert ár og mundi rótera milli landa.
Meira

Svipmyndir frá öskudagsheimsóknum

Öskudagurinn ágæti var í gær og því alls kyns lið sem sjá mátti bruna yfir hálkubletti í misskrautlegum búningum með poka í hönd eða á baki. Starfsmenn Nýprents og Feykis fóru ekki varhluta af þessum söngelsku skattheimtumönnum sem frískuðu flestir upp á daginn. Það er þó nokkuð ljóst eftir heimsóknir gærdagsins að lífið hjá Gamla Nóa verður ekki mikið léttara með árunum – hann er enn í tómu basli.
Meira

Vernd og varðveisla skipa

Ég tel það vera mjög mikilvægt að opinberir aðilar í samstarfi við t.d. einkaaðila taki höndum saman um varðveislu og viðhald gamalla skipa og báta og haldi þannig til haga mikilvægum þætti í atvinnusögu okkar landsmanna. Við höfum því miður dregið lappirnar allt of lengi og hætta er á að mörg söguleg skipsfley verði ónýt og heyri sögunni til.
Meira

Skjaldborg er handhafi Eyrarrósarinnar 2020

Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins, var veitt í sextánda sinn í dag, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Frú Eliza Reid, forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar afhenti verðlaunin og var það Skjaldborg – Hátíð íslenskra heimildarmynda á Patreksfirði sem hlaut viðurkenninguna að þessu sinni. Kakalaskáli í Skagafirði komst einnig í lokatilnefninguna ásamt Menningarstarfi í Alþýðuhúsinu á Siglufirði en hvort verkefnið um sig fær í sinn hlut verðlaunafé að upphæð 500.000 kr.
Meira

Fjölskyldufjör í Glaumbæ

Á morgun fimmtudaginn 27. febrúar verður sannkallað fjölskyldufjör hjá Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ, í tilefni af vetrarfríi grunnskólanna í Skagafirði. Farið verður í ratleik um safnasvæðið, völuspá verður í gamla bænum og Þuríður í Glaumbæ verður með sögustund í baðstofunni.
Meira

Jafntefli hjá Stólunum í fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum

Tindastólsmenn, sem munu leika í 3. deildinni í sumar, hafa loks náð að safna í lið og eru komnir á ferðina í Lengjubikarnum. Þar mættu strákarnir liði Sindra frá Höfn í Hornafirði og var spilað í Skessunni í Hafnarfirði. Lokatölur urðu 2-2 eftir að Hornfirðingar jöfnuðu undir lok venjulegs leiktíma.
Meira

Gæti orðið bið eftir Sjónhorni og Feyki

Vegna bilunar í heftimaskínu í röðunarvél á Nýprenti má reikna með að dreifing á Sjónhorni og Feyki tefjist eitthvað og er beðist velvirðingar á því. Starfsfólk hefur af þessu tilefni þurft að dusta rykið af gömlu góðu verkfærunum og er blöðum dagsins handraðað.
Meira

Einar Ísfjörð á úrtaksæfingar U15 karla

Einar Ísfjörð Sigurpálsson á Sauðárkróki hefur verið valinn í hóp fyrir úrtaksæfingar U15 landsliðs karla í knattspyrnu sem fram fara í Skessunni, Kaplakrika dagana 4.-6. mars.
Meira