Skagafjörður

Ísak Óli með fern verðlaun á MÍ í frjálsum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í Kaplakrika í Hafnarfirði um síðustu helgi þar sem keppt var í tólf einstaklingsgreinum og boðhlaupi, bæði í kvenna- og karlaflokkum. Ísak Óli Traustason var öflugur og sté fjórum sinnum á verðlaunapall.
Meira

Tvö verndarsvæði í byggð í Skagafirði

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur staðfest tillögur að fimm nýjum verndarsvæðum í byggð en tilgangur slíkra svæða er að stuðla að verndun byggðar vegna svipmóts, menningarsögu eða listræns gildis þeirra, eins og fram kemur á vef menntamálaráðuneytisins. Tillögur um verndarsvæði koma frá viðkomandi sveitarfélagi en Minjastofnun Íslands veitir sveitarfélögum ráðgjöf við undirbúning tillagna og skilar einnig umsögn sinni til ráðherra.
Meira

Riðuveiki staðfest á Grófargili

Riðuveiki hefur verið staðfest á bænum Grófargili í Skagafirði, það fyrsta á landinu þetta árið, en á bænum er nú um 100 fjár. Síðast greindist riða á þessu svæði árið 2019 á bænum Álftagerði. Frá þessu er greint á heimasíðu Matvælastofnunar en þar á bæ er nú unnið að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða.
Meira

Tap gegn toppliði Fjölnis

Kvennalið Tindastóls hélt áfram þrautagöngu sinni á árinu 2020 þegar stelpurnar heimsóttu topplið Fjölnis í Grafarvoginum sl. laugardag. Eftir ágætan fyrsta leikhluta Tindastóls náðu heimastúlkur að búa til gott forskot fyrir hlé og það reyndist þeim ekki mikið vandamál að sigla heim sigrinum. Lið Tindastóls er því enn án sigurs á árinu. Lokatölur 93-66.
Meira

Vel heppnaðir afmælistónleikar Sóldísar

Fullt var út úr dyrum í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði í gær á 10 ára afmælistónleikum Kvennakórsins Sóldísar. Á þeim degi er markar upphaf góunnar, konudegi, hefur kórinn, allt frá stofnun, staðið á sviði Miðgarðs og sungið á tónleikum sem ávallt hafa verið vel sótti.
Meira

Öskudagur framundan og kötturinn sleginn úr tunnunni

Öskudagsskemmtun foreldrafélags Árskóla fer fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki miðvikudaginn 26. febrúar klukkan 13:30 – 1:30. Á skemmtuninni verður margt um að vera og allir velkomnir.
Meira

Leikfélag Sauðárkróks á frívaktinni í kvöld

Í kvöld verður Leikfélag Sauðárkróks með sinn fyrsta fund vegna Sæluvikuleikritsins Á frívaktinni sem er frumsamið verk Péturs Guðjónssonar sem er Skagfirðingum að góðu kunnur fyrir leikstjórn bæði hjá LS og leikhóp NFNV. Leikritið skartar mörgum persónum og því óskar LS eftir fólki sem áhuga hefur á því að stíga á svið eða starfa við sýninguna á annan hátt.
Meira

Elskar ekkert meira en að skora mark - Íþróttagarpurinn Krista Sól Nielsen

Krista Sól Nielsen er knattspyrnukona í Tindastól, búsett á Sauðárkróki dóttir Ernu Nielsen og Gests Sigurjónssonar. Hún er af árgangi 2002 og þrátt fyrir ungan aldur var hún orðinn lykilmaður í meistaraflokki þar til hún meiddist illa í hné en er nú í miðju bataferli. Við athöfn Menningarsjóðs KS fyrir jól fékk Krista Sól afhentan afreksbikar Stefáns Guðmundssonar og Hrafnhildar Stefánsdóttur, en í umsögn um Kristu kom fram að hún lifi fyrir íþróttina og hafi alla tíð verið metnaðargjörn. „Hún er frábær einstaklingur, mikil keppniskona og hún mun koma sterk til baka.“ Krista er Íþróttagarpur Feykis þessa vikuna.
Meira

Bolludagsbollur

Nú er bolluvertíðin í hámarki, bolludagur á mánudaginn og landsmenn munu væntanlega hesthúsa fjölmargar bollur um helgina. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að birta bolluuppskriftir þar sem alnetið er stútfullt af slíkum þessa dagana. Tilbrigðin eru ótalmörg og í sjálfu sér eru því kannski lítil takmörk sett með hverju fylla má bollurnar, bara nota það sem bragðlaukunum líkar og láta hugmyndaflugið ráða.
Meira

Kvennakórinn Sóldís fagnar tíu ára starfi

Kvennakórinn Sóldís fagnar því á þessu ári að tíu ár eru liðin frá stofnun hans og er þetta starfsár því það tíunda í röðinni. Kórinn var stofnaður af þremur kraftmiklum konum, þeim Drífu Árnadóttur á Uppsölum, Sigurlaugu Maronsdóttur á Sauðárkróki og Írisi Olgu Lúðvíksdóttur í Flatatungu en þær hafa skipað stjórn kórsins frá upphafi. Stjórnandi kórsins er er Helga Rós Indriðadóttir.
Meira