Skagafjörður

Síðasti dansinn var stiginn við Skansinn

Króksarar komnir af alléttasta skeiði sem fylgst hafa með fréttum í dag hafa mögulega blakað eyrum þegar þeir heyrðu talað um að Blátindur VE21 hafi sokkið í höfninni í Vestmannaeyjum í morgun. Blátindur var áður SK88 og því fastagestur í Sauðárkrókshöfn, en hann og Týr SK33 voru lengi stærstu vélbátarnir sem gerðir voru út frá Króknum.
Meira

Matthías og Tryggvi leggja stígvélin á hilluna

Sagt er frá því á vef Fisk Seafood að tveir starfsmanna í landvinnslu, þeir Matthías Angantýsson og Tryggvi Berg Jónsson, hafi ákveðið að leggja stígvélin á hilluna eftir áratuga starf fyrir félagið. Af því tilefni var boðið upp á köku og kaffi í matsal landvinnslunnar á Sauðárkróki. Þar var þeim færður þakklætisvottur fyrir vel unnin störf.
Meira

Veður í hámarki á Norðurlandi vestra

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að snælduvitlaust veður hefur verið víða á landinu og nú geisa miklar rokur á Norðurlandi. Í Blönduhlíðinni er stormur, yfir 30 metrar á sekúndu með miklum hviðum en fyrir hádegi mældist mesta gusan 47,7 m/s á veðurstöð við Miðsitju. Sömu sögu er að segja frá Blönduósi þar er vindhraðinn yfir 30 m/s og hviður yfir 49 m/s. Á Skagatá mældust hviður allt að 41 m/s en þar er vindhraðinn nú um 30 m/s.
Meira

Góutunglið leggst vel í spámenn - Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ

Þann 4. febrúar komu saman til fundar ellefu félagar Veðurklúbbsins á Dalbæ og fóru yfir spágildi síðasta mánaðar. Fundarmenn voru nokkuð sáttir með þær hugmyndir sem þeir höfðu um veðrið síðastliðinn mánuð, þó var hann ögn harðari. Næsti mánuður verður áfram umhleypingasamur, þó kannski heldur mildari.
Meira

Allt skólahald fellur niður á morgun

Vegna verulega slæms veðurútlits í Skagafirði og Húnavatnssýslum og yfirstandandi óvissustigs almannavarna föstudaginn 14. febrúar, var á fundi Almannavarnarnefnda Skagafjarðar og Húnavatnssýslna fyrr í dag tekin ákvörðun um að fella niður allt skólahald í leik-, grunn- og tónlistarskólum á Norðurlandi vestra á morgun.
Meira

Söngkeppni nemendafélags FNV frestað fram í næstu viku

Vegna slæmrar veðurspár hefur söngkeppni nemendafélags FNV, sem vera átti á morgun, verið frestað fram í næstu viku. Ný tímasetning er komin og verður söngkeppnin haldin fimmtudaginn 20. febrúar næstkomandi klukkan 20:00.
Meira

Appelsínugul viðvörun um land allt

Landsmenn búa sig nú undir ofsaveður sem ganga mun yfir landið í nótt og á morgun og hefur Veðurstofa Íslands gefið út appelsínugula viðvörun um land allt. Ört dýpkandi lægð nálgast nú landið og reiknað er með að í nótt hvessi mikið og gangi í austan rok eða ofsaveður með morgninum.
Meira

Framsóknarmenn á Norðvesturlandi í kjördæmaviku

Nú stendur yfir kjördæmavika á Alþingi og liggja þingstörf niðri en þingmenn nýta dagana til að fara út í kjördæmi sín og hitta kjósendur, sveitarstjórnafólk, fulltrúa fyrirtækja og fleiri. Þingmenn Framsóknarflokksins eru á ferð um Norðvesturland í dag og boða til funda á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og Sauðárkróki sem hér segir:
Meira

Þá er það bara gamla góða áfram gakk!

Tindastóll og Stjarnan mættust í frábærum fyrri hálfleik í Laugardalshöllinni í gær í undanúrslitum Geysis-bikarsins. Stjarnan var tveimur stigum yfir í hálfleik en það væri synd að segja að liðin hafi mæst í síðari hálfleik því Garðbæingar stigu Sport-Benzinn í botn og skildu Tindastólsrútuna eftir í rykinu. Stjarnan sigraði að lokum 70-98 og þó tapið hafi verið súrt og sárt að vera einhent svona úr Höllinni þá var fátt annað í stöðunni að leik loknum en að grípa til gamla frasans: Áfram gakk!
Meira

Kokkalandsliðið á leið til Stuttgart

Íslenska kokkalandsliðið, með Skagfirðinginn Kristinn Gísla Jónsson innan borðs, flaug til Stuttgart í Þýskalandi í morgun þar sem það tekur þátt í Ólympíuleikunum sem haldnir eru þar í landi dagana 14. til 19. febrúar nk.
Meira