Fyrstu frásögur af keppni á hestum – Kristinn Hugason skrifar
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
30.06.2019
kl. 12.45
Í þessum pistli og nokkrum þeim næstu ætla ég að fjalla um sögu keppna á hestum hér á landi. Í upphafi byggðar á landinu voru þó stundaðar keppnir sem fólust ekki í að keppt var á hestunum, þ.e. þeir voru ekki setnir, heldur var þeim att fram sem vígahestum og þeir slóust þar til annar lá dauður eða óvígur. Þetta er vitaskuld löngu aflagt en víða um heim þekktust og þekkjast jafnvel enn margs konar dýraöt. Verður ekki frekar um þetta fjallað hér en fyrir áhugasama er bent á bók sem ýmsir lesenda pistils þessa kannast eflaust við en það er bókin Faxi eftir dr. Brodda Jóhannesson, kunnan Skagfirðing, bókin kom út hjá Bókaútgáfunni Norðra á Akureyri árið 1947.
Meira
