Skagafjörður

Ferðast með Guðrúnu frá Lundi - Áskorendapenninn Kristín Sigurrós Einarsdóttir, Hofsósi

Í þessum rituðum orðum er ég enn á ný að leggja upp í ferðalag með skáldkonunni góðu Guðrúnu frá Lundi. Undanfarin misserin höfum við stöllur ferðast víða, ásamt langömmubarni hennar, Marín Guðrúnu Hrafnsdóttur. Líklega víðar en Guðrún gerði nokkurn tímann í lifanda lífi. Hefur það verið ánægjulegt að leggja lóð á vogaskálarnar til að halda á lofti nafni þessarar merku konu.
Meira

Varið ykkur á símasvindlurum

Tölvuþrjótar skjóta upp kollinum af og til og hafa fjölmiðlar greint frá því að fólk hafi undanfarnar vikur fengið símtöl erlendis frá þar sem viðkomandi kynnir sig sem starfsmann Microsoft og lætur sem gera þurfi við öryggisgalla í Windows-stýrikerfinu. Varar lögregla eindregið við slíkum samtölum og hvetur fólk til að leggja á.
Meira

Góðgerða febrúar Kiwanis Óðinssvæðis

Kiwanisklúbbar Óðinssvæðis settu á laggirnar verkefnið GÓÐGERÐA FEBRÚAR á sínu svæði, sem er ansi víðfeðmt, allt Norðurland og partur af Austurlandi, frá Sauðárkrók til Vopnafjarðar og eru 8 starfandi Kiwanisklúbbar á þessu svæði.
Meira

Sami hreindýraveiðikvóti í ár

Hreindýrakvóti ársins 2019 verður sá sami og á fyrra ári þar sem heimilt verður að veiða allt að 1451 dýr á árinu, 1043 kýr og 408 tarfa. Veiðin skiptist milli níu veiðisvæða og eru mörk þeirra og fjöldi dýra á hverju svæði tilgreind nánar á heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytis.
Meira

Fasteignaskattar og fráveitugjöld

Ágætur félagi okkar og varamaður áheyrnarfulltrúa Byggðalistans í umhverfis- og samgöngunefnd skrifar grein í Feyki í síðustu viku þar sem hann setur út á að lækkun fráveitugjalda í Skagafirði um sl. áramót leiði ekki til lækkunar fasteignagjalda almennt í Skagafirði. Þessu er því til að svara að fráveitugjald er reiknað út sem ákveðið hlutfall af fasteignamati húsa, mannvirkja, lóða og landa, samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna. Gildir þetta þar sem fráveita er til staðar, þ.e. í þéttbýli í Skagafirði og er því gjaldi ætlað að standa straum af kostnaði fráveitunnar.
Meira

Háskólinn á Hólum í samstarfi í Noregi og Nígeríu

Háskólinn á Hólum á samstarf við ýmsa erlenda háskóla og rannsóknastofnanir og liggja leiðir starfsmanna skólans víða. Á vef skólans segir nýlega frá heimsókn deildarstjóra Ferðamáladeildar til Bø í Noregi og einnig af ferð tveggja kennara við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild skólans til Nígeríu.
Meira

Ekið á þrjú hross

Snemma í gærmorgun var ekið á þrjú hross skammt frá bænum Krossi í Óslandshlíð í Skagafirði með þeim afleiðingum að þau drápust. Verulegt tjón varð á bílnum og að sögn lögreglunnar á Norðurlandi vestra var ekki talið að ökumaður hafi hlotið alvarleg meiðsli.
Meira

Folaldasýning Miðsitju og Hrossaræktunardeildar Grána 2019

Bændur í Miðsitju, í samvinnu við Hrossaræktunardeild Grána, efna til folaldasýningar 16. febrúar nk. og hefst hún stundvíslega kl. 12:00 í reiðhöllinni að Miðsitju, Akrahreppi. Viðurkenndir gæðingadómarar dæma um gæði folalda og verður keppt í tveimur flokkum: merfolöld og hestfolöld. Verðlaunað verður fyrir þrjú efstu sæti í hvorum flokki en jafnframt verður afhentur bikar fyrir glæsilegasta folald sýningarinnar.
Meira

Þrettán atriði á Söngkeppni NFNV

Söngkeppni NFNV verður haldin á morgun, föstudaginn 15. febrúar í sal Fjölbrautaskólans en keppnin er árlegur viðburður og síðustu ár haldin á vorönn. „Keppnin gefur nemendum skólans tækifæri á að sýna hvað í þeim býr hvað varðar tónlist og söng“ segir Dagmar Ólína, skemmtanastjóri NFNV.
Meira

Fundur Samfylkingarinnar á Sauðárkróki í gær

Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi og 1. varaforseti Alþingis, ásamt Guðmundi Andra Thorssyni, þingmanni suðvesturkjördæmis og varaformanni þingflokks Samfylkingarinnar, tóku á móti gestum á opnum fundi um samfélagsmál á Kaffi Krók á Sauðárkróki í gær. Auglýst hafði verið að Helga Vala Helgadóttir yrði einnig á fundinum en hún þurfti að sitja annan fund í Reykjavík á sama tíma.
Meira