Skagafjörður

Hvað er ÚTÓN? Hvað er STEF?

Föstudaginn 1. mars munu STEF og ÚTÓN halda sameiginlegan fund með norðlensku tónlistarfólki á Akureyri í menningarhúsinu Hofi. Fjallað verður um starfsemi þessara fyrirtækja, hverskonar verkefni eru í gangi yfir árið og hvaða tækifæri eru til staðar fyrir tónlistarfólk.
Meira

Enn meira af Rabbi og Tón-lyst

Síðustu vikuna hefur verið dritað inn á Feykir.is Rabb-a-babbi og Tón-lyst frá síðasta ári sem ku hafa verið númer 2018 í röðinni frá fæðingu Jesú Krists. Vonandi gleður það einhverja lesendur að geta kíkt ofan í kjölinn á nokkrum sérvöldum Norðvestlendingum.
Meira

Vilja ekki 20 metra há rafmagnsmöstur í garðinn sinn

Í Feyki, sem kom út í dag, er viðtal við Heiðrúnu Ósk Eymundsdóttur sem býr í Saurbæ í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Sagafirði. Þar rekur hún áhyggjur sínar gagnvart fyrirhugaðri leið Blöndulínu 3 sem samkvæmt nýjustu uppdráttum liggur rétt við íbúðar- og útihús á jörðinni og nánast yfir Systrasel, frístundahús sem staðsett er skammt frá bænum. Hún vill að farið verði hægt í sakirnar með ákvörðun línulagnarinnar og vill að skoðað verði betur að leggja línuna í jörð.
Meira

Félagsvist á Hofsósi á morgun

Þau leiðu mistök urðu við gerð Sjónhornsins, auglýsingabæklings Nýprents, að ein smáauglýsing gleymdist um félagsvist á Hofsósi en spilað verður á morgun fimmtudag.
Meira

Æfingaleikur í Síkinu í kvöld

Körfuboltaaðdáendur þurfa ekki að bíða lengur eftir að komast á leik því Tindastóll fær Skallagrím í heimsókn í æfingaleik í kvöld. P. J. Alawoya er kominn aftur til liðsins en hann átti ágætt tímabil í fjarveri Urald King fyrir áramót. Helgi Freyr Margeirsson, aðstoðarþjálfari, segist vonast til þess að leikurinn verði forsmekkurinn á nýju upphafi, ef svo megi að orði komast, þar sem liðið er að sigla inní lokaátökin í Dominosdeildinni áður en Úrslitakeppnin hefst.
Meira

Úthlutun úr Fjarskiptasjóði vegna ljósleiðaravæðingar

Sveitarfélög sem tóku þátt í forvali Fjarskiptasjóðs vegna átaksverkefnisins Ísland ljóstengt hafa fengið tilboð um samtals 450 milljón króna styrki vegna ársins 2019, ásamt vilyrði um frekari styrki vegna áranna 2020 og 2021 eftir atvikum, með fyrirvara um fjárlög. Fjórtán sveitarfélög eiga nú jafnframt kost á sérstökum byggðastyrk, samtals 150 milljónum króna og fá Húnaþing vestra og Sveitarfélagið Skagafjörður tíu milljónir hvort í sinn hlut.
Meira

Eldur í Bílaverkstæði KS

Brunavarnir Skagafjarðar voru ræstar út í nótt vegna elds sem kom upp á bílaverkstæði K.S í Kjarnanum á Sauðárkróki. Líklegt er talið að upptök eldsins eigi rætur að rekja í tæki, sem prófar ljósabúnað ökutækja og læst sig í hlið flutningavagns sem stóð hjá. Á Facebooksíðu Brunavarna Skagafjarðar kemur fram að slökkvistarf hafi gengið greiðlega fyrir sig og var húsið reykræst í framhaldi.
Meira

Fjölnisstúlkur fögnuðu í Síkinu

Leikið var í 1. deild kvenna á Króknum í gær þegar topplið Fjölnis úr Grafarvogi mætti Stólastúlkum í Síkinu. Leikurinn var ágæt skemmtun þar sem lið Tindastóls gaf toppliðinu lítið eftir og nokkur góð áhlaup héldu spennu í leiknum. Svo fór þó að lokum að liðsheild getanna reyndist sterkari og unnu þær sigur í Síkinu, lokatölur 68-73.
Meira

Fræðsludagur Búnaðarsambands Skagfirðinga

Búnaðarsamband Skagfirðinga mun standa fyrir fræðsludegi föstudaginn 22. febrúar að Löngumýri í Skagafirði og munu umhverfismál verða þar efst á baugi. Kolefnisspor og plastmengun er meðal þess sem verið hefur fyrirferðarmikið í umræðunni undanfarið. Markmið fundarins er að skoða þessi mál útfrá sjónarhóli bænda og skapa umræðu um það hvernig megi bregðast við.
Meira

Ísak Óli Íslandsmeistari í sjöþraut

Meistaramót Íslands í fjölþrautum frjálsíþrótta innanhúss, fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík dagana 16.-17. febrúar. Keppt var í sjöþraut karla og fimmtarþraut kvenna, og einnig í flokkum pilta 18-19 ára, 16-17 ára og 15 ára og yngri, og í flokkum stúlkna 16-17 ára og 15 ára og yngri. Sagt er frá því á heimasíðu Tindastóls að Ísak Óli Traustason Tindastól/UMSS hafi staðið sig frábærlega í keppninni, náð sínum besta árangri í fjórum af greinunum sjö, og einnig samanlagt í stigakeppninni og uppskorið Íslandsmeistaratitil í sjöþraut.
Meira