Skagafjörður

Silungur og lambafille úr héraði

Matgæðingar vikunnar í 11. tbl. Feykis árið 2017 voru þau Brynja Birgisdóttir og Bjarni Kristinsson sem fluttu á Blönduós árið 2012 ásamt tveimur börnum sínum og sögðust una þar hag sínum hið besta. Á heimilinu er eldað af tilfinningu og leggja þau áherslu á að nota Prima kryddin sem eru framleidd hjá Vilko á Blönduósi og segjast geta mælt með þeim. Þau buðu upp á silung úr héraði og lambafille frá Neðri-Mýrum ásamt suðrænum ávöxtum.
Meira

Tindastóll hafði betur í miklum stigaleik

Það var sannkallaður spennuleikur sem fram fór í fyrstu umferð átta liða úrslita Íslandsmótsins í körfubolta í Síkinu í kvöld. Þar áttust við heimamenn í Tindastól og Þór Þorlákshöfn þar sem heimamenn höfðu betur með 112 stigum gegn 105. Gestirnir komu mun ákveðnari til leiks í kvöld og greinilegt að þeir ætluðu að selja sig dýrt enda mættu þeir í Fjörðinn í gær og því engin ferðaþreyta að hrjá þá. Náðu þeir strax forystu og komust í 8-0 áður en Stólar náðu að skora sín fyrstu stig þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar af leiknum. Þórsarar í banastuði hittu vel úr þriggja stiga skotum sínum og héldu Stólum tíu stigum frá sér allt til enda fyrsta leikhluta. Staðan 23-33 fyrir gestunum.
Meira

Leki kom að Degi SK

Leki kom upp í tog­bátnum Degi SK, sem er í eigu Rækjuvinnslunnar Dögunar, stuttu eftir hádegið í gær þar sem skipið var statt um fimm sjómílur úti fyr­ir Hafnarfirði. Voru björgunaraðilar þegar kallaðir til og sendir á vettvang.
Meira

Gæðingaleikar í Svaðastaðahöllinni á morgun

Gæðingadómarafélag LH og hestamannafélagið Skagfirðingur halda gæðingaleika á morgun, laugardaginn 23. mars, í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Keppt verður í öllum flokkum gæðinga.
Meira

Umsóknir og styrkveitingar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra með tilliti til kynferðis

Nýlega birtist á vef SSNV athyglisverð samantekt yfir umsóknir og styrkveitingar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra til atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar þar sem sérstaklega var litið til þess hvort sjá mætti einhvern mun á kynjunum varðandi þessa þætti.
Meira

Opnunarhátíð í Tindastól á morgun - FRESTAÐ

Fyrirhugaðri opnunarhátíð hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna veðurs. Áætlað er að vígja nýju lyftuna á skíðasvæði Tindastóls á morgun, laugardaginn 23. mars kl. 11:30, en skíðasvæðið verður opið frá kl. 10-16. Nú geisar óveður á Norðurlandi en samkvæmt spá Veðurstofunnar dregur úr vindi og úrkomu í kvöld og nótt og kólnar. Sunnan 5-10 á morgun, stöku él og hiti rétt yfir frostmarki.
Meira

Gul viðvörun á Norðurlandi vestra

Veður fer nú versnandi víða um landið og eru gular og appesínugular viðvaranir í gildi fyrir stóran hluta landsins í dag og fram á nótt. Veðrinu veldur kröpp og óvenjudjúp lægð sem er á ferðinni suður og austur af landinu. Reiknað er með að hún valdi norðan- og norðaustan stormi eða roki og blindhríð fyrir norðan og austan og líklega einhverjum samgöngutruflunum, að því er segir á vef Veðurstofunnar.
Meira

UMSS fyrirmyndarhérað ÍSÍ og Viggó með gullmerki

Á 99. ársþingi UMSS sem haldið var í Húsi frítímans síðastliðinn þriðjudag, 19. mars, veitti Ingi Þór Ágústsson, úr framkvæmdastjórn ÍSÍ, og Viðar Sigurjónsson, skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri, Ungmennasambandi Skagafjarðar viðurkenninguna Fyrirmyndarhérað ÍSÍ, en það er annað héraðssambandið sem hlýtur þessa viðurkenningu á landinu.
Meira

Opnað fyrir umsóknir í Norðurstrandarleið

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu fyrirtækja í Arctic Coast Way/Norðurstrandarleið en ferðamannaleiðin verður formlega opnuð 8. júní næstkomandi á Degi hafsins. Arctic Coast Way er nýtt og spennandi verkefni í ferðaþjónustu og er því ætlað að skapa aukið aðdráttarafl á Norðurlandi og kynna landshlutann sem einstakan áfangastað.
Meira

Blá fátækt í boði Bjarna

Hvers vegna hefur tafist hjá starfshópi um kjör eldri borgara sem standa höllum fæti, sem ráðherra skipaði í vor og var ætlað að skila tillögum fyrir 1. nóvember 2018, að skila tillögum sínum og hvenær er von á tillögum frá hópnum?
Meira