Skagafjörður

Ratsjáin á Norðurlandi vestra farin af stað

Ratsjáin, nýsköpunar- og þróunarverkefni Íslenska ferðaklasans og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, var sett af stað með formlegum hætti á Blönduósi þann 12. febrúar sl. Að þessu sinni taka fulltrúar frá sex fyrirtækjum sem starfa í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra þátt í verkefninu.
Meira

Víða skafrenningur og hálka

Víða er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á Norðurlandi og segir á vef Vegagerðarinnar að þæfingur sé utan Hofsóss og milli Akureyrar og Dalvíkur. Ófært er um Almenninga á Siglufjarðarvegi og um Dalsmynni. Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli eru lokaðir vegna snjóflóðahættu en staðan verður tekin í birtingu. Veginum um Víkurskarð hefur verið lokað vegna veðurs.
Meira

Norðlenska mótaröðin í hestaíþróttum farin af stað

Fyrsta mótið í Norðlensku mótaröðinni í hestaíþróttum var haldið sl. laugardag, 16. febrúar, í Þytsheimum á Hvammstanga. Keppt var í fjórgangi, V5 í barna og 3. flokki og V3 í unglinga, ungmenna, 1. og 2. flokki. Næsta mót verður haldið á Sauðárkróki í Svaðastaðahöllinni 2. mars nk. Hægt er að sjá allar einkunnir úr forkeppni og úrslitum inni á appinu LH Kappi.
Meira

Góði dátinn Svejk og Ráðskonan á Grund á náttborðinu

Sigriður Tryggvadóttir, eftirlaunakona á Hvammstanga, svaraði spurningum Bók-haldsins í 37. tbl. 2017. Sigríður er uppalin á Hrappsstöðum í Víðidal en á unglingsárunum gekk hún í skóla í Njarðvíkum. Hún var bóndi á Efri-Fitjum í um 30 ár, ásamt eiginmanni sínum til 50 ára, en flutti til Hvammstanga fyrir 17 árum en þar var hún bóka- og skjalavörður Húnaþings vestra í 15 ár.
Meira

Dansað gegn kynbundnu ofbeldi

Hinn árlegi dansviðburður gegn kynbundnu ofbeldi, Milljarður rís, var haldinn í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki sl. fimmtudag. Kom allnokkur hópur fólks þar saman til að sýna samstöðu með þolendum kynbundins ofbeldis og dansa fyrir heimi þar sem allir, óháð kyni og kynhneigð, fá að njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi.
Meira

Vill koma með allan þingflokkinn til Skagafjarðar í vor

Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi heimsótti Skagafjörð í liðinni viku og boðaði til fundar með heimamönnum líkt og tíðkast hjá þingmönnum í kjördæmaviku. Með honum í för voru þau Guðmundur Andri Thorsson og Helga Vala Helgadóttir en hún þurfti svo að bruna suður og sitja fund um kvöldið í Reykjavík. Guðjón fór víða um daginn og var ánægður með ferðina, fannst gott hljóð í Skagfirðingum og vill koma með allan þingflokkinn í vor.
Meira

Bóndi, býður þú þorra í garð? - Pistill Byggðasafns Skagfirðinga

Þorrinn er genginn í garð, margir stefna á að fara á þorrablót og því ekki úr vegi að fjalla örstutt um tímabilið. Í forníslensku tímatali var þorri fjórði mánuður vetrar, og hefst hann á föstudegi í 13. viku vetrar, nú á bilinu 19-25. janúar. Þann dag þekkjum við flest undir heitinu bóndadagur.
Meira

REKO – hvað er nú það?

Undanfarin misseri hefur verið talsverð umræða í þjóðfélaginu um milliliðalaus viðskipti framleiðenda og neytenda og einnig kosti þess að neytendur geti nálgast sem mest af vöru sem framleidd er í héraði og þar með dregið úr flutningum með tilheyrandi kostnaði og mengun. Margir bændur selja vöru sína „beint frá býli“ og einnig hafa bændamarkaðir notið vinsælda.
Meira

Rannsóknir Orkusölunnar í Fljótum - Fyrirhuga allt að 2 MW virkjun í Tungudal

Fyrir skömmu greindi Morgunblaðið frá því að Orkusalan, dótturfélag RARIK, vinni að rannsóknum vegna áforma um Tungudalsvirkjun í Fljótum en Orkustofnun gaf út rannsóknarleyfi fyrir um ári síðan. Greinin vakti töluverða athygli heimamanna og nokkrar umræður sköpuðust á Facebook-síðunni Við erum ættuð úr Fljótunum.
Meira

Vinsæll og einfaldur kjúklingaréttur og dýrindis eplakaka

Inga Skagfjörð og Jón Gunnar Helgason voru matgæðingar Feykis í 7. tbl. ársins 2017. „Við verðum að taka áskorunni frá Gígju og Helga og komum hér með nanbrauð og indverskan kjúklingarétt sem er vinsæll á okkar stóra heimili með fimm börnum, þar af fjórum á leikskólaaldri. Ekki er verra að hann ereinfaldur og fljótlegur,“ segir Inga. „Svo er eplakakan hennar Erlu systur góð við öll tilefni sem eftirréttur, einnig fljótleg og þægileg.“
Meira