Helsúrt þorrablót í Síkinu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
31.01.2019
kl. 22.44
Það var hart barist í Síkinu í kvöld þegar Íslandsmeistarar KR kíktu í heimsókn. Eftir sigur í Njarðvík voru stuðningsmenn Stólanna bjartsýnir fyrir leikinn. Eftir slæma byrjun spiluðu Stólarnir glimrandi körfubolta í 15 mínútur en létu eiginlega þar við sitja því gestirnir höfðu völdin lengstum í síðari hálfleik, jöfnuðu í blálokin og sigruðu síðan í framlengingu. Þetta var helsúr ósigur og ekki var það að kæta Síkisbúa að það var kóngurinn (því miður ekki Urald) sem kom, sá og sigraði. Jón Arnór er því miður bara til í einu eintaki. Lokatölur 88-91.
Meira
