Skagafjörður

Helsúrt þorrablót í Síkinu

Það var hart barist í Síkinu í kvöld þegar Íslandsmeistarar KR kíktu í heimsókn. Eftir sigur í Njarðvík voru stuðningsmenn Stólanna bjartsýnir fyrir leikinn. Eftir slæma byrjun spiluðu Stólarnir glimrandi körfubolta í 15 mínútur en létu eiginlega þar við sitja því gestirnir höfðu völdin lengstum í síðari hálfleik, jöfnuðu í blálokin og sigruðu síðan í framlengingu. Þetta var helsúr ósigur og ekki var það að kæta Síkisbúa að það var kóngurinn (því miður ekki Urald) sem kom, sá og sigraði. Jón Arnór er því miður bara til í einu eintaki. Lokatölur 88-91.
Meira

Mikilvægt að tilkynna strax séu hross á vegi

Vátryggingafélag Íslands vill vekja athygli á því að undanfarna mánuði hefur slysum þar sem ekið hefur verið á hross fjölgað nokkuð. Slíkum slysum hefur reyndar farið fækkandi undanfarin ár en síðustu þrjá mánuði hefur orðið breyting á. Hvetur VÍS ökumenn til að nota háu ljósin sé enginn bíll fyrir framan og að tilkynna strax til Neyðarlínunnar ef hross eru sjáanleg utan girðingar.
Meira

Ný útgáfa af íslenskum vegabréfum

Framleiðsla nýrra vegabréfa hefst hjá Þjóðskrá Íslands á morgun 1. febrúar en samkvæmt tilkynningu halda eldri vegabréf gildi sínu þar til þau renna út. Handhafar þeirra þurfa því ekki að sækja um ný fyrr en eldri vegabréf eru runnin út. Ný útgáfa vegabréfa hefur verið í undirbúningi síðan 2015. Stofnkostnaður er um 200 milljónir króna og var fjármagnaður af Landamærasjóði ESB, dómsmálaráðuneytinu og Þjóðskrá Íslands.
Meira

Greiddu 12 milljónir með sjúkraflutningum á síðasta ári

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur sagt upp samningi við Heilbrigðisstofnun Norðurlands um sjúkraflutninga á svæði stofnunarinnar, með árs fyrirvara. Byggðarráð samþykkti uppsögnina með tölvupóstum fyrir 31. desember 2018 en á síðasta sveitarstjórnarfundi kom fram að sveitarfélagið sé reiðbúið til viðræðna um gerð nýs samnings.
Meira

Murr verður með Stólunum í sumar

Fyrr í kvöld skrifaði Murielle Tiernan, eða bara Murr eins og flestir þekkja hana, undir samning við knattspyrnudeild Tindastóls um að spila með liðinu næsta sumar. Miklar vonir voru bundnar við endurkomu hennar á Krókinn en Murr lék við góðan orðstír með Stólunum síðasta sumar.
Meira

Lausn fundin í geymslumálum Byggðasafnsins

Nú fer að sjá fyrir endann á óvissu geymsluhúsnæðis sem ætlað er tímabundið undir gripi Byggðasafns Skagafjarðar. Eins og Feykir greindi frá í október kom babb í bátinn með húsnæðið þar sem Safnaráð gerði athugasemd hvað varðar eldvarnir, mögulegt vatnstjón og mengunarhættu, einkum vegna bifreiðaverkstæðis sem staðsett var við hliðina á varðveislurýminu.
Meira

Til sjávar og sveita - Viðskiptahraðall fyrir sjávarútveg og landbúnað

Til sjávar og sveita heldur opinn kynningarfund á morgun, fimmtudaginn 31. janúar, kl. 12:00 í húsnæði Farskólans við Faxatorg og eru allir velkomnir til fundarins. Hér er um að ræða viðskiptahraðal sem ætlað er að aðstoða frumkvöðla við að byggja upp næstu kynslóð fyrirtækja sem koma til með að vera í fremsta flokki innan landbúnaðar og sjávarútvegs.
Meira

Ásgeir Bragi, Ouse, gerir það gott í músíkinni

Fyrir um ári síðan sagði Feykir frá ungum tónlistarmanni á Sauðárkróki sem væri að gera góða hluti á netinu, með flutningi laga sinna ekki síst á YouTube rás sinni Ouse. Vinsældir hans hafa aukist svo um munar og lögin hans spiluð svo oft að talið er í miljónum í heildina. Þessi ungi snillingur heitir Ásgeir Bragi Ægisson, Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar og Guðbjargar Bjarnadóttur.
Meira

Eyrarrósarlistinn 2019 opinberaður

Frá árinu 2005 hafa Byggðastofnun, Air Iceland Connect og Listahátíð í Reykjavík veitt viðurkenningu í nafni Eyrarrósarinnar til afburða menningarverkefna utan höfuðborgarsvæðisins. Eyrarrósinni er ætlað að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Alls bárust 30 umsóknir um Eyrarrósina 2019 hvaðanæva af landinu en sex þeirra hafa nú verið valin á Eyrarrósarlistann og eiga þar með möguleika á að hljóta tilnefningu til sjálfra verðlaunanna í ár.
Meira

Vegna fréttaflutnings af fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis

Þingflokksformenn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun þar sem deilur urðu vegna formanns nefndarinnar, Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins. Nokkrir nefndarmenn vildu að hann viki sæti en tillaga þess efnis var vísað frá.
Meira