Skagafjörður

Austfirðingur ársins býr á Sauðárkróki

Steinar Gunnarsson, lögreglufulltrúi á Sauðárkróki, er Austfirðingur ársins að mati lesenda Austurgluggans/Austurfréttar. Steinar, sem er uppalinn Norðfirðingur, gaf lögreglunni á Austurlandi fíkniefnaleitarhundinn Byl í fyrra. „Ástæðan fyrir gjöfinni er að ég hef miklar taugar austur. Þar eru mínar heimaslóðir og ég er alinn upp í lögreglunni þar,“ segir Steinar í viðtali við Austurfrétt. Kosið var á Austurfrétt á milli ellefu einstaklinga og hópa og varð Steinar hlutskarpastur eftir jafna og tvísýna kosningu.
Meira

Hundrað stig í hausinn í Röstinni

Tindastólsmenn spiluðu við lið Grindavíkur í gærkvöldi og þurftu að rífa sig upp eftir sálarsvekkjandi skell gegn KR í Síkinu sl. fimmtudagskvöld. Leikurinn var lifandi og fjörugur og leiddu Stólarnir lengstum en þeim tókst aldrei að hrista baráttuglaða gestgjafana af sér. Það voru síðan Grindvíkingar sem höfðu betur í fjórða leikhluta og lögðu lánlausa Stóla í Rastarparket. Lokatölur 100-96.
Meira

Ljóni snapar sér nudd hjá albínóa

Hundurinn Ljóni og hryssan Gletta náðu ágætlega saman í hesthúsi einu á Sauðárkróki þegar Ljóni náði að snapa sér smá nudd hjá Glettu. „Hundurinn er mikill nautnaseggur og notar hvert tækifæri til að fá klór eða nudd,“ segir Helga Rósa Pálsdóttir, eigandi hans.
Meira

Krabbameinsfélagið fagnar samþykkt fyrstu íslensku krabbameinsáætlunarinnar

Í vikunni urðu stór tímamót þegar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti að fyrsta íslenska krabbameinsáætlunin, sem gildir til ársins 2030, hefði verið samþykkt. Krabbameinsfélagið fagnar þessum mikilvægu tímamótum, en félagið hefur allt frá árinu 2010 beitt sér fyrir því að gerð yrði íslensk krabbameinsáætlun. Árið 2011 tilkynnti Guðbjartur Hannesson, þáverandi heilbrigðisráðherra, að hafin yrði vinna við áætlunina.
Meira

Féll ekki fyrir Fimm fræknu

Berglind Þorsteinsdóttir sá um þátt Feykis, Bók-haldið, í 20. tölublaði í maí árið 2017 og fer hann hér á eftir: Berglind Þorsteinsdóttir er lesendum Feykis að góðu kunn en hún var ritstjóri blaðsins um árabil. Um þessar mundir leggur hún stund á nám í menningarfræði við Háskóla Íslands og var að ljúka fyrra árinu af tveimur. Hún er fornleifafræðingur að mennt og í sumar mun hún starfa hjá Byggðasafni Skagafjarðar við að pakka niður safnkostinum fyrir flutning en hún hefur áður starfað við fornleifadeild safnsins. Berglind er uppalin í Mosfellsbæ og síðar Reykjavík en flutti á Krókinn fyrir átta árum ásamt eiginmanni sínum, Skagfirðingnum Guðmundi Stefáni Sigurðarsyni frá Kringlumýri. Saman eiga þau þrjú börn og hundstík. Feykir hafði samband við Berglindi til að athuga hvað hún hefur verið að lesa síðan hún lét af störfum hjá blaðinu. Eins og viðtalið ber með sér er nokkur tími liðinn síðan það var tekið.
Meira

Landpóstar - Kristinn Hugason skrifar

Hér í upphafi skal lesendum Feykis þökkuð samfylgdin á nýliðnu ári og óskað velfarnaðar á árinu 2019. Í skrifum mínum undanfarið hef ég látið hugann reika og tæpt á ýmsu er varðar samfylgd hests og þjóðar. Ég hef nú afráðið að í þessari grein og þeim næstu einskorði ég umfjöllunina við frásögur og fróðleik um hin fjölþættu hlutverk sem íslenski hesturinn hefur innt af hendi í gegnum aldirnar eða nú í dag. Kennir þar ýmissa grasa og æði margt er þar breytt.
Meira

Hugleiðingar í upphafi árs - Áskorandi Elísabet Kjartansdóttir, brottfluttur Króksari

Ég tek glöð við áskorendapennanum frá Bríet frænku og velti fyrir mér einu og öðru í upphafi árs eins og við gjarnan gerum á slíkum tímamótum. „Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka…“ segir í ljóðinu góða sem við flest öll þekkjum. Nú höfum við kvatt 2018 og bjóðum nýtt ár hjartanlega velkomið með allar þær vonir og væntingar sem áramótunum fylgja.
Meira

Pottréttur og einfaldur og góður ís

Íris Sveinbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur og Eyþór Jónasson hestamaður, búsett við Iðutún á Sauðárkróki, voru matgæðingar vikunnar í 5. tölublaði Feykis árið 2017. „ Við ætlum að bjóða upp á pottrétt þar sem hægt er að nota annað hvort nautakjöt eða folaldakjöt og í eftirrétt mjög einfaldan og góðan ís,“ segja þau um uppskriftirnar sem þau bjóða lesendum Feykis upp á.
Meira

„Sárnar að heyra svona en ég ætla ekki að láta þetta hafa nein áhrif á mig.“

„Þetta var virkilega góður karaktersigur,“ segir Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta og liðsmaður KR, ánægður með úrslit sinna manna í gærkvöldi en KR snéri slæmri stöðu sér í vil og sigraði Tindastól eftir framlengdan leik. Aðspurður um rasistaupphrópun sem heyrðust frá stuðningsmanni Tindastóls í hans garð segir hann þau fyrst og fremst leiðinleg. „Maður heyrir mjög margt frá andstæðingum en það er yfirleitt bara eitthvað saklaust. En þegar maður heyrir eitthvað svona persónulegt er það alltaf yfir strikið.“
Meira

Kristofer Acox beðinn afsökunar á ummælum sem féllu í leik Tindastóls og KR

Stjórn KKD Tindastóls hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmar og jafnframt fordæmir það atvik sem átti sér stað í leik Tindastóls og KR í Dominosdeild karla í gærkvöldi (fimmtudag) í Síkinu á Sauðárkróki. „Enginn einstaklingur á að þurfa að upplifa fordóma eða rasisma og er það hlutverk allra sem koma að íþróttinni að standa saman um að útrýma svoleiðis hegðun,“ segir í tilkynningunni.
Meira