Skagafjörður

Unnar Helgi klikkar ekki í stóra klukkumálinu

Unnar Helgi Rafnsson hafði nýverið samband við skrifstofu Dreifarans og sagðist búa yfir merkilegri hugmynd. „Ég er sko búinn að leysa þennan klukkuvanda í eitt skipti fyrir öll,“ sagði hann hróðugur og bætti við: „Og ég héddna sko, þetta er svo einfalt maður að ég skil bara ekki hvað annað fólk getur verið vitlaust að hafa ekki fattað upp á þessu á undan mér.“
Meira

Þrjú heppin dregin út í Jólakrossgátu Feykis

Þrátt fyrir meinlega villu í Jólakrossgátu Feykis komu margar réttar lausnir inn á borð sökudólgsins. 16. tölusetti reiturinn var ekki á réttum stað og þurfti því að flytja hann um einn til vinstri til að allt gengi upp.
Meira

Stólarnir stigu krappan dans við Valsmenn

Lið Tindastóls og Vals mættust í 13. umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta í Síkinu í gærkvöldi. Stólarnir mættu laskaðir til leiks því í liðið vantaði þá Pétur Birgis og Urald King sem báðir glíma við meiðsli en á móti kom að Valsmenn voru búnir að skipta út Könum. Leikurinn reyndist æsispennandi en það voru Valsarar sem höfðu yfirhöndina mest allan leikinn og voru í raun dæmalausir klaufar að ná ekki sigri. Danero jafnaði leikinn með ruglþristi þremur sekúndum fyrir leikslok og í framlengingunni reyndust Stólarnnir reynslumeiri og nældu í dýrmætan sigur. Lokatölur 97-94.
Meira

Vill nýtt embætti umboðsmanns fatlaðra og langveikra

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, hefur lagt til við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að stofnað verði nýtt embætti Umboðsmanns fatlaðs og langveiks fólks. Þuríður Harpa afhenti Katrínu skriflega og rökstudda tillögu um þetta á fundi í gærmorgun.
Meira

Rúður brotnuðu í óveðri næturinnar

Það var ansi hvasst á norðanverðu landinu síðasta sólarhring er suðvestanstormur og rok gekk yfir landið. Svo hvasst var í Fljótum að húsráðendur á Reykjarhóli yfirgáfu heimili sitt og á Reykjaströnd brotnuðu rúður og hlutir fuku.
Meira

Sögukvöld og súpa á Sólgörðum

Sögukvöld verður haldið á Sólgörðum í Fljótum annað kvöld, föstudaginn 11. janúar, klukkkan 20:00. Verður það haldið í kaffihúsi Guðrúnar frá Lundi og geta gestir gætt sér á heimalagaðri súpu og brauði meðan Kristín S. Einarsdóttir, svæðisleiðsögumaður og rekstaraðili Söguskjóðunnar segir frá 19. aldar Fljótamanninum Myllu-Kobba. Segir Kristín að hugmyndin sé að slík kvöld verði haldin af og til í vetur og jafnvel fram á sumarið ef viðbrögð gefa tilefni til þess.
Meira

Valur Valsson mun stýra ljósleiðaravæðingu í dreifbýli Skagafjarðar

Valur Valsson hefur verið ráðinn í starf verkefnastjóra á veitu- og framkvæmdasviði hjá Svf. Skagafirði frá 1. janúar sl. Valur er menntaður byggingatæknifræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur starfað sl. ár sem verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar við FabLab á Sauðárkróki ásamt framleiðslu- og gæðastjórnun hjá Steinull hf.
Meira

Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka er Maður ársins 2018 á Norðurlandi vestra

Feykir stóð fyrir kjöri á manni ársins líkt og undanfarin ár og bárust blaðinu níu tilnefningar að þessu sinni. Niðurstaðan var sú að Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka í Hrútafirði hlaut nokkuð afgerðandi kosningu lesenda. Í tilnefningu sem blaðinu barst segir: „Ólöf er þvílík gullkona, hún er með Parkinson en það stoppar hana ekki í því að gefa endalaust af sér. Til dæmis saumar hún teppi (bútasaum) og selur og gefur svo allan ágóða til góðgerðamála. Mikil perla.“
Meira

Kristmundur á Sjávarborg 100 ára

Í dag, 10. janúar, eru 100 ár liðin frá fæðingu Kristmundar Bjarnasonar rithöfundar og fræðimanns á Sjávarborg. Hann dvelur nú, og hefur gert síðustu árin, á Dvalaheimilinu á Sauðárkróki. Kristmundur er heiðursfélagi Sögufélags Skagfirðinga og í tilefni tímamótanna gefur félagið úr bernskuminningar hans frá Mælifelli, þar sem hann ólst upp.
Meira

Umferðarslysum hefur fækkað verulega á Norðurlandi vestra

Á liðnu ári var lögð aukin áhersla á umferðaröryggismál hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra og var sérstök umferðardeild sett á fót innan embættisins sem hafði það að megin markmiði að ná niður umferðarhraða í umdæminu og fækka þar með umferðarslysum. Í ljósi árangursins sem náðist á árinu er stefnan sett á að auka eftirlitið enn frekar á árinu sem nú er að hefjast. Þetta kemur fram í Facebookfærslu á síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Meira