Jólalag dagsins – Rauð jól
feykir.is
Skagafjörður, Það var lagið
10.12.2020
kl. 08.03
Það er sosum ekki búið að gefa það út hvort jólin í ár verði hvít eða rauð en veðrið í dag gefur tilefni til að ætla að sá snjór sem þegar er kominn á láglendið muni minnka eða hverfa með öllu. Eitt lag fannst í einfaldri leit Feykis á Google þar sem sungið er um rauð jól en þá er reyndar ekki verið að syngja um snjólausa jörð.
Vandræðaskáldin Sesselía Ólafsdóttir, leikkona og leikstjóri, og Vilhjálmur B. Bragason, leikskáld og rithöfundur, búa á Akureyri og hafa gert mörg skemmtileg músíkvídeó um allt milli himins og jarðar. Hér er semsé eitt þeirra sem lýsir miklum vandræðagangi ein jólin.