Það var lagið

Myndlistarsýning í Sauðárkrókskirkju – Síðustu verk Ninna málara

Næstkomandi sunnudag, 25. mars, opnar sýning í Sauðárkrókskirkju á verkum Jónasar Þórs Pálssonar, Ninna málara, þar sem píslarsaga Jesú Krists er rakin. Um tíu myndir er að ræða, listilega vel gerðar og fallegar. Í síðasta Sjónhorni slæddist röng dagsetning með auglýsingu um sýninguna en þar stóð að hún hæfist 25. apríl, en hið rétta er 25. mars og hefst klukkan 13.
Meira

Kaffihlaðborð og basar í Varmahlíðarskóla sunnudaginn 11. mars

Á sunnudaginn næsta, 11. mars, milli klukkan 15 og 17, verður hið árlega kaffihlaðborð og basar í Varmahlíðarskóla. Allur ágóði rennur þetta árið til Verum samfó hópsins, sem er sjálfsprottinn samhjálpar- og sjálfsstyrkingarhópur fólks sem hittist tvisvar í viku í Húsi frítímans til að styrkja geðheilsu sína með uppbyggilegri og styðjandi samveru.
Meira

Rúnar Þór safnar fyrir ferð á slóðir Lord of the Rings

Rúnar Þór Njálsson frá Blönduósi á sér þann draum að ferðast á vit ævintýra, alla leið til Nýja-Sjálands í 14 daga skoðanatúr og bralla ýmislegt tengt sagnaveröld Lord of the Rings. Rúnar Þór er 26 ára gamall og bundinn hjólastól en hann fæddist þremur mánuðum fyrir tímann, aðeins 4 merkur/1kg og er með CP fjórlömun. Til þess að geta fjármagnað drauminn hefur hann stofnað fjámögnunarsíðu á netinu en ferðin fyrir hann og aðstoðarfólk kostar um 27.000, evrur.
Meira

Blowin’ In The Wind með Bob Dylan

Blowin’ In The Wind með Bob Dylan er tilvalið lag til að hlusta á meðan vindar leika um holt og hæðir. Bob Dylan samdi lagið árið 1962 og gaf það svo út á plötu sinni The Freewheelin' Bob Dylan árið 1963.
Meira

Góðir hlutir gerast hægt - Liðið mitt Bryndís Rut Haraldsdóttir

Bryndís Rut Haraldsdóttir leikmaður mfl. kvenna hjá Tindastóli og fyrrverandi markmaður U19 landsliðsins er gallharður stuðningsmaður Liverpool. Hún er reyndar gallhörð í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur meira að segja að vera Seylhreppingur, þó hann heyri nú sögunni til. Hún er frá Brautarholti en segist að sjálfsögðu búa á Laugavegi 15 í póstnúmeri 560, þ.e. í Varmahlíð. Bryndís sækir vinnu til Sauðárkróks og starfar sem verkamaður hjá þjónustumiðstöð Skagafjarðar. Bryndís svarar hér spurningum í Liðið mitt.
Meira

Tveir Húnvetningar syngja í Söngvakeppni Sjónvarpsins

Sönghópurinn Fókus flytur eitt af tólf lögum sem hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2018. Í sönghópnum eru tveir Húnvetningar þau Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir frá Dæli í Víðidal og Sigurjón Örn Böðvarsson sem bjó mörg ár á Blönduósi sem barn. Fókus stígur á stokk í fyrri undanúrslitum sem fram fara í Háskólabíói næsta laugardag.
Meira

Atvinnupúlsinn 8. þáttur

Í 8. og síðasta þætti Atvinnupúlsins, sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni N4, er rætt við Sigfús Inga Sigfússon,verkefnisstjóra Svf. Skagafjarðar; Martein Jónsson, framkvæmdarstjóra verslunar- og þjónustusviðs KS; Sigríði Svavarsdóttur, forseta sveitarstjórnar; Gunnstein Björnsson, framkvæmdastjóra Atlantic Leather; Bryndísi Lilju Hallsdóttur, verkefnastjóra hjá sveitarfélaginu og Herdísi Sæmundardóttur, fræðslustjóra. Veglegur þáttur hér á ferð.
Meira

Nú er allt sem áður var, eldsneytið og Bjarni Har

Einar Kristinn Guðfinnsson, náfrændi kaupmannsins síunga á Króknum Bjarna Har, brýndi á Facebook síðu sinni skagfirska hagyrðinga til að yrkja um Bjarna og þá staðreynd að nú má hann selja olíu eftir að Heilbrigðisnefnd NV hafði frestað leyfissviptingu, þar að lútandi sem sett var sett á um áramótin.
Meira

Besta nýársgjöfin til barna og unglinga á Íslandi

Út er komin rafbókin Óskar og loftsteinninn eftir Kristján Bjarna Halldórsson, áfangastjóra FNV á Sauðárkróki. Bókin, sem er nýársgjöf til barna og unglinga á Íslandi, fjallar um Óskar, 15 ára strák, sem býr í Fljótshlíðinni. Nótt eina lendir loftsteinn á húsinu hans. Óskar hefur ákveðnar hugmyndir um hvað hann vill gera við loftsteininn sem er mjög verðmætur en áætlanir hans komast í uppnám þegar loftsteininum er stolið. Þá hefst eltingarleikurinn sem berst meðal annars upp á Eyjafjallajökul.
Meira

Gísli Árna og Árni Stef í Föstudagsþættinum - Myndband

Í Föstudagsþættinum á N4 mættu þeir eðaldrengir Gísli Árnason, formaður Karlakórsins Heimis í Skagafirði, og Árni Stefánsson, forsprakki Skokkhóps Sauðárkróks, og ræddu við þau Maríu Björk Ingvadóttur og Karl Eskil Pálsson. Tilefnið er sitthvor viðburðurinn hjá þeim Gísla og Árna.
Meira