Það var lagið

Jólalag dagsins – Ó, helga nótt – Sverrir Bergmann

Þar sem aðfangadagur jóla er í dag og Kertasníkir kom í nótt ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Sverrir Bergmann fer með forsöng í hinu fallega jólalagi Helga Nótt. Með Sverri syngur hinn magnaði karlakór Fjallabræður.
Meira

Jólalag dagsins – Ómar Ragnarsson - Jólasveinn, taktu í húfuna á þér

Þar sem einungis 1 dagur er til jóla og Kjötkrókur kom í nótt ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Ómar Ragnarsson þarf ekki að kynna fyrir landanum en lagið - Jólasveinn, taktu í húfuna á þér – er á plötunni Skemmtilegustu lög Gáttaþefs sem er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1981.
Meira

Jólalag dagsins – Ég sá mömmu kyssa jólasvein

Þar sem einungis 2 dagar eru til jóla og Gáttaþefur kom í nótt ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Lagið Ég sá mömmu kyssa jólasvein er sígilt og kemur manni alltaf í jólaskap. Hinrik Bjarnason gerði þennan smellna texta við lag T Connor.
Meira

Jólalag dagsins – Þú & Ég – Í hátíðarskapi

Þar sem einungis 3 dagar eru til jóla og Gluggagægir kom í nótt ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Engin jól eru án Helgu Möller og hér syngur hún ásamt Jóhanni Helgasyni Í hátíðarskapi. Eins og allir ættu að vita þá skipa þau hinn ódauðlega dúett Þú & Ég. Til gamans má geta þess að í dag 21. desember eru vetrarsólstöður en þá stendur sólin kyrr, það er hættir að lækka á lofti og daginn fer að lengja á ný.
Meira

Jólalag dagsins – Snjókorn falla - Laddi

Þar sem einungis 4 dagar eru til jóla og Bjúgnakrækir kom í nótt ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Laddi hefur skemmt landanum í áratugi með gamanleik og gríni en hefur einnig getið sér góðan orðstír sem söngvari. Hér syngur hann hið ágæta lag Snjókorn falla eftir Shakin' Stevens en höfundur texta er Jónatan Garðarsson.
Meira

Jólalag dagsins – Haukur Morthens - Jólaklukkur

Þar sem einungis 5 dagar eru til jóla og Skyrgámur kom í nótt ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Einn ástsælasti söngvari Íslendinga á seinni hluta 20. aldar. Hér syngur hann hið silkimjúka lag Jólaklukkur.
Meira

Jólalag dagsins – Sniglabandið - Jólahjól

Þar sem einungis 6 dagar eru til jóla og Hurðaskellir kom í nótt ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Besta jólalag allra tíma að margra mati er hið sígilda Jólahjól með Sniglunum og Stefáni Hilmarssyni sem kom út árið 1987. Á Rúv segir reyndar að afstaða fólks til lagsins sé til jafns dregið fram í listum yfir bestu og verstu jólalögin.
Meira

Jólalag dagsins – Jólin eru að koma - Í svörtum fötum

Þar sem einungis 7 dagar eru til jóla og Askasleikir kom í nótt ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Jónsi í svörtum fötum söng af mikilli innlifun Jólin eru að koma á smáskífu sem bar sama nafn og kom út árið 2001. Opnið augun því jólin eru að koma, aðeins vika til stefnu.
Meira

Jólalag dagsins – Kósíheit Par Exelans - Baggalútur

Þar sem einungis 8 dagar eru til jóla og Pottaskefill kom í nótt ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Kósíheit Par Exelans söng Baggalútur við miklar vinsældi fyrir nokkrum árum og hafa þær lítið dvínað. Lagið er, eftir því sem næst verður komist, ættað frá Ástralíu, en kvæðið sömdu þeir Enter og Númi Fannsker í kjölfar velheppnaðs ritlistarnámskeiðs í Iðnskólanum í Hafnarfirði.
Meira

Jólalag dagsins – Það er alveg dagsatt - Dengsi og Hemmi

Þar sem einungis 9 dagar eru til jóla og Þvörusleikir kom í nótt ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Dengsi og Hemmi Gunn sungu um það hvernig jólin voru í gamla daga en var þetta alveg satt? Það er alveg dagsatt; heitir lagið og er bara ágætis innlegg í jólaumræðuna.
Meira