feykir.is
Skagafjörður, Það var lagið
14.10.2019
kl. 08.07
Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir leikritið um hina sterku og snjöllu Línu Langsokk, sem allir ættu að kannast við, föstudaginn 18. október í Bifröst á Sauðárkróki. Ekki þarf að fjölyrða um uppátæki Línu, sem öll eru stórkostleg og enginn ætti að leika eftir, enda erfitt þegar um sterkustu manneskju í heimi er um að ræða. Með hlutverk Línu fer Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir en vini hennar, Önnu og Tomma, leika þau Kristín Björg Emanúelsdóttir og Ásbjörn Wage. Langsokk sjálfan, sjóræningjann í Suðurhöfum og pabba Línu, leikur Guðbrandur J. Guðbrandsson. Leikstjóri er Pétur Guðjónsson.
Meira