Það var lagið

Sigur á Krókinn í kvöld

Nú á dögunum dúkkaði óvænt upp nýtt stuðningsmannalag Tindastóls á alnetinu. Lagið, sem kallast Stólar, var skráð í heimili hjá Hljómsveit Baldvins I. Símonarsonar og Hólavegsdúettsins. Þeir sem á annað borð rákust á skilaboð um útgáfu lagsins hafa sennilega flestir klórað sér í höfðinu litlu nær um hverjir stæðu á bak við þetta hressilega lag. Feykir lagðist í rannsóknarvinnu og forvitnaðist um málið.
Meira

Styttist í lokasýningu á Línu Langsokk

Leikritið um Línu Langsokk, sem Leikfélag Sauðárkróks sýnir um þessar mundir, hefur fengið mikið lof áhorfenda enda Lína bráðskemmtileg með sín stórkostlegu uppátæki. Uppselt hefur verið á flestar sýningar og alveg pakkað um helgar.
Meira

Svartuggar á metsölulista!

Nýverið kom út ljóðabókin Svartuggar eftir Gísla Þór Ólafsson. Sala á bókinni fór vel af stað, en hún fór beint í 5. sæti á metsölulista í verslunum Eymundsson og var á listanum í tvær vikur.
Meira

Lillý stóri vinningurinn í Línu Langsokk

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir leikritið um Línu Langsokk nk. föstudag og er óhætt að segja að margir séu orðnir spenntir að fá að horfa á. Leikstjóri er hinn geðþekki Akureyringur Pétur Guðjónsson, sem einhverjir kannast við frá seinasta hausti en þá leikstýrði hann leikhópi Fjölbrautaskólans sem setti upp söngleikinn Grease. Pétur er í viðtali í Feyki vikunnar en þar segir hann að stóri vinningurinn hafi komið upp þar sem leikkonan unga og efnilega, Emilíana Lillý, fari á kostum.
Meira

Lína Langsokkur skottast um í Bifröst

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir leikritið um hina sterku og snjöllu Línu Langsokk, sem allir ættu að kannast við, föstudaginn 18. október í Bifröst á Sauðárkróki. Ekki þarf að fjölyrða um uppátæki Línu, sem öll eru stórkostleg og enginn ætti að leika eftir, enda erfitt þegar um sterkustu manneskju í heimi er um að ræða. Með hlutverk Línu fer Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir en vini hennar, Önnu og Tomma, leika þau Kristín Björg Emanúelsdóttir og Ásbjörn Wage. Langsokk sjálfan, sjóræningjann í Suðurhöfum og pabba Línu, leikur Guðbrandur J. Guðbrandsson. Leikstjóri er Pétur Guðjónsson.
Meira

Sigurdís Sandra fetar í fótspor afabróður síns, Jónasar Tryggvasonar, og semur kórverk

Sigurdís Sandra Tryggvadóttir, frá Ártúnum í Blöndudal, stundar rytmískt píanónám við Syddansk Musikkonservatorium í Óðinsvéum í Danaveldi. Í næstu viku mun Odense Kammerkor frá Danmörku halda tónleika á Íslandi þar sem meðal annars verk eftir Sigurdísi Söndru Tryggvadóttur verður flutt. Verkið er samið við ljóðið Ísland, eftir afabróður Sigurdísar, Jónas Tryggvason frá Finnstungu en Jónas var brautryðjandi í tónlistarstarfi í Austur-Húnavatnssýslu á sínum tíma og samdi sjálfur nokkur kórverk, það þekktasta, Ég skal vaka.
Meira

Pínu rosalega gaman - Ágúst Ingi, trommari DDT skordýraeiturs, í viðtali

Nú á föstudagskvöldið verða haldnir dúndurtónleikar í Bifröst þegar pönksveitin DDT skordýraeitur og Tríó Pilla Prakkó leiða saman trunturnar sínar, eins og segir í kynningu. Tríóið þarf ekki um langan veg að fara en pönkararnir koma hins vegar alla leið frá Neskaupstað og innan raða bandsins er Króksarinn Ágúst Ingi Ágústsson sem brást vel við beiðni Feykis um að svara nokkrum spurningum. Pilli Prakkó brást hins vegar illa við, svaraði fáu og reyndar hafði hann þetta eina að segja: „Ég er hundfúll yfir því að það kosti bara 2000 kall inn. Ég vildi að það kostaði 7000! Þetta eru kveðjutónleikarnir mínir.“
Meira

Slagarasveitin gefur út sitt fyrsta lag

Næstkomandi laugardag ætlar hljómsveitin Slagarasveitin að spila nokkur lög á Veitingarstaðnum Sjávarborg á Hvammstanga og hefst viðburðurinn kl:20:30. Tilefnið er að hljómsveitin var að gefa út sitt fyrsta lag sem heitir Sæludalur en finna má lagið á Spotify ásamt myndbandi á Youtube.
Meira

Hvernig viljum við sjá Safnaðarheimilið okkar í framtíðinni?

Húsið að Aðalgötu 1 á Sauðárkróki á l12 ára sögu að baki og þjónaði sem sjúkrahús Skagfirðinga í rúm 50 ár. Frá árinu 1965 hefur húsið verið notað sem safnaðarheimili fyrir Sauðárkrókssöfnuð og þar fer fram margvísleg starfssemi á vegum safnaðarins. Einnig hafa ýmis frjáls félagasamtök aðgang að húsnæðinu fyrir starfsemi sína. Kominn er tími á mikið viðhald á húsnæðinu og einnig krafa um úrbætur í aðgengismálum og hefur það kallað á svar við því ,,hvernig viljum við sjá Safnaðarheimilið okkar í framtíðinni.“
Meira

Glænýir Svartuggar Gísla Þórs komnir út

Út er komin ljóðabókin Svartuggar sem er 7. ljóðabók Gísla Þórs Ólafssonar á Sauðárkróki. Hann segir að við vinnslu bókarinnar hafi verið lagt upp með fiskaheiti og ýmsar upplýsingar um líferni fiska, útlit þeirra og atferli í sjónum. Það speglast svo við baráttu mannfólksins við hina ýmsu andlegu kvilla sem þjóðfélagið býður upp á.
Meira