Tón-Lystin

Rektorinn kvartaði undan hávaða og graðhestamúsík / PÉTUR INGI

Pétur Ingi Björnsson, ljósmyndari með meiru, er árgangur 1970 og hefur gaman að tónlist. „Ég er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki, sonur Björns Sverrissonar og Helgu Sigurbjörnsdóttur. Bjó lengst af á Skagfirðringabraut 39 og var þeirra gæfu aðnjótandi að fá reglulega spólumix frá félaga Óla Arnari,“ segir Pétur.
Meira

Keypti sér Arrival strax daginn eftir níu ára afmælið / KRISTJANA STEFÁNS

Á síðustu tíu árum hafa vel á annað hundrað manns tjáð lesendum Feykis frá tón-lyst sinni. Þeir sem svara eru að sjálfsögðu eitthvað viðriðnir tónlist, ýmist að atvinnu eða áhuga, en eina prinsippið er að viðfangsefnin þurfa að hafa einhverja tengingu við Norðurland vestra. Þegar umsjónarmaður Tón-lystarinnar fór á frábæra tónleika með Svavari Knúti og Kristjönu Stefáns í Gránu sl. sumar barst honum til eyrna að Kristjana væri ættuð úr Fljótunum. Það var því ekki annað í stöðunni en að reyna að plata hana til að fræða lesendur um tón-lyst hennar.
Meira

Kirkjukór Bergsstaðakirkju æfði heima hjá Stefáni / STEFÁN ÓLAFS

Nú er það Stefán Þórarinn Ólafsson (1964), gítarleikari og hæstaréttarlögmaður hjá PACTA lögmönnum, sem svarar Tón-lystinni. Stefán er Húnvetningur, ólst upp á Steiná í Svartárdal og er sonur hjónanna Jónu Önnu Stefánsdóttur frá Steiná og Ólafs Blómkvist Jónssonar frá Keflavík. Hann býr á Blönduósi ásamt konu sinni, Erlu Ísafold. Feykir lagði Tón-lystina í faðminn á Stefáni snemma í desember og svaraði hann að bragði.
Meira

Blastaði Heimi þegar hann var nýkominn með bílprófið / SÆÞÓR MÁR

Ungur maður er nefndur Sæþór Már Hinriksson og kemur frá Syðstu-Grund í hinni skagfirsku Blönduhlíð. „Undanfarna mánuði er ég búinn að vera með stærstan part af sjálfum mér á Króknum, í Víðihlíðinni hjá tengdó, en hugurinn leitar alltaf heim í Blönduhlíðina,“ segir Sæþór sem er fæddur árið 2000 og hefur verið spilandi og syngjandi frá fyrstu tíð.
Meira

Heimurinn er að toppa sig tónlistarlega í þessum töluðu orðum / EGILL EINARS

Egill Einarsson, einkaþjálfari, fjölmiðla- og tónlistarmaður, býr í Kópavogi og er fæddur í upphafi eitís. Hann á ættir að rekja í Skagafjörðinn og segir að það sé ekki langt síðan hann var á ættarmóti með Dýllurum á Sauðárkróki. Egill segist aðallega hafa verið að vinna með hljómborð, fiðlu og trompet á giggum undanfarið.
Meira

Húkkurinn með Blues Travellers enn í uppáhaldi / KRISTINN RÚNAR

Íbúar í Húnaþingi vestra upplifðu Covid-faraldurinn all harkalega á eigin skinni síðla vetrar eftir hópsmit og meðfylgjandi úrvinnslusóttkví þar sem aðeins einn af hverju heimili mátti fara út í einu. Tónlistaráhugafólk lét ekki deigan síga og myndbönd þar sem menn spiluðu saman á netinu, hver í sínu herbergi, fengu verðskuldaða athygli. Í þessum hópi tónlistarmanna var Kristinn Rúnar Víglundsson (1988) frá Dæli í Víðidal.
Meira

Eitt af topp 10 bestu mómentum lífsins að hitta Ariönu Grande / VALDÍS

Það er Króksarinn Valdís Valbjörnsdóttir sem svarar Tón-lystinni að þessu sinni en hún er 20 ára. Hún er dóttir Önnu Sigríðar Stefánsdóttur og Valbjörns Geirmundssonar. Hljóðfæri Valdísar eru röddin og gítar en nýlega lauk hún námi við Complete Vocal söngskólann í Kaupmannahöfn
Meira

Bleiki súper kúl iPodinn var fullur af Bieber-lögum / MALEN ÁSKELS

Malen Áskelsdóttir (1999) er fædd og uppalin á Sauðárkróki en með fína framlengingarsnúru í Borgarfjörð eystra. Hún er dóttir Völu Báru (Vals Ingólfs og Önnu Pálu Þorsteins) og Áskels Heiðars sem gerir um þessar mundir út á Sturlungasöguna í 1238. Malen bæði syngur og spilar á hljómborð og gítar í dag en hún lærði á fiðlu hjá Kristínu Höllu frá 5-10 ára aldurs og segir að það hafi verið æðislegur grunnur.
Meira

Undir áhrifum The Tallest Man On Earth / JÚLÍUS RÓBERTS

Júlíus Aðalsteinn Róbertsson hefur heldur betur þvælst um heiminn síðustu ár með gítarinn að vopni í slagtogi með félaga sínum, Ásgeiri Trausta. Júlíus fæddist árið 1986, sonur Hafdísar Brynju Þorsteinsdóttur og Róberts Júlíussonar, ólst upp og bjó í Hrútafirði í Húnaþingi vestra allt þar til sumarið 2012. Hann er nú búsettur í „Reykjavík fyrir sunnan“ eins og hann segir sjálfur.
Meira

Djamm með Justin helsta afrekið / KIDDI K

Í þetta skiptið er það Kristinn Kristjánsson (1973), Kiddi Ká, tvíburabróðir Stjána trommara, sem fræðir okkur um tónlistarsmekk sinn og -sögu. Kiddi býr nú á Siglufirði og starfar hjá Fiskmarkaði Siglufjarðar, sonur Jóninnu Hjartardóttur og Kristjáns Óla Jónssonar. „Ég er fæddur á Siglufirði en flutti á Krókinn þegar ég var 8 ára, ætla að leiðrétta tvíburabroður minn,“ segir Kiddi og vitnar til eldri Tón-lystar sem Stjáni svaraði. „Ég er nokkuð viss um að við fluttum á sama tíma.“
Meira