Tón-Lystin

Best er þegar bæði lag og texti eru í háum gæðaflokki / FELIX BERGSSON

Að þessu sinni er það ljúflingurinn Felix Bergsson sem svarar Tón-lystinni. Felix þekkja örugglega flestir landsmenn, enda búinn að vera í sviðsljósinu frá því í eitís þegar hann söng Útihátíð og fleiri góð lög með Greifunum og síðan hefur hann verið á fullu í Popppunkti með Dr. Gunna og heilmargt fleira. Felix býr nú í Vesturbænum í Reykjavík en bjó á Húnabraut 2 á Blönduósi. „Ég fæddist í Reykjavík en flutti 2ja ára á Blönduós þegar faðir minn Bergur Felixson hóf störf sem skólastjóri grunnskólans og mamma, Ingibjörg S Guðmundsdóttir, varð hjúkrunarfræðingur við sjúkrahúsið. Ég bjó á Blönduósi til 8 ára aldurs,“ segir Felix.
Meira

„Það er alltaf allt í boði í tónlist, það er það besta við hana“ / EDDA BORG

Edda Borg Stefánsdóttir frá Sauðárkróki er nú búsett á Akureyri. Hún er uppalin á Króknum, fædd 1991. „Ég er dóttir Stebba Gauks, starfar sem töframaður í Loðskinn, kenndur við Gauksstaði á Skaga, og Ollu Dísar, dóttir Gígju og Árna heitinna á Hólmagrund.“ Röddin er aðal hljóðfæri Eddu en einnig spilar hún á píanó og gítar. „Mig langar að læra á kontrabassa og blásturshljóðfæri líka, það er alltaf hægt að bæta við sig!“ segir hún eldhress. Helsta afrekið í tónlistinni segir hún einfaldlega hafa verið drífa sig loksins til að semja og fara í söngnám. Ég tek grunnpróf í Tónlistarskóla Akureyrar núna í apríl. Annars var auðvitað mjög skemmtilegt að fá að vera Tarantúla með Arnari og Helga,“ segir Edda og vísar þar í lagið Tarantúlur með Úlfur Úlfur.
Meira

„Ella Fitzgerald hefur haft mikil áhrif á mig“ / HRAFNHILDUR VÍGLUNDS

Það er söngkonan Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir sem svarar Tón-lystinni að þessu sinni – og í raun öðru sinni því umsjónarmanni Tón-lystar urðu á smá mistök. Hrafnhildur, sem við sáum fara á kostum í The Voice Ísland fyrir jól, ólst upp í Dæli í Víðidal (Sólardalnum) og segist alltaf titla sig sem Húnvetning. Auk þess að syngja glamrar hún aðeins á píanó. „Ég lærði á klarinett sem krakki en held ég gæti ekki náð hljóði úr slíku apparti núna til að bjarga lífi mínu,“ segir Hrafnhildur.
Meira

„Born and Raised með John Mayer skiptir mig miklu máli“ / REYNIR SNÆR

Reynir Snær Magnússon fæddist árið 1993, alinn upp á Sauðárkróki af Aðalheiði Reynisdóttur og Magnúsi Ingvarssyni. Hljóðfærið hans er gítar. Spurður um helstu tónlistarafrek svarar hann: „Ég er nú ekki viss hvað er vert að nefna nema kannski Músíktilraunir 2012. Var þar valinn Gítarleikari Músíktilrauna sem gaf mér mikið spark til að leggja þann metnað í gítarleik sem ég geri í dag.“ Reynir býr nú í Reykjavík en er i jazzgítarnámi i Tónlistarskóla Garðabæjar og stefnir á miðpróf i vor. „Ég er að spila i nokkrum böndum en helst mætti nefna Körrent, sem spilar frekar rokkslegið popp, og Prime Cake sem er "instrumental" fusion kvartet. Svo að sjálfsögðu er ég í alskagfirsku ballsveitinni Hljómsveit kvöldsins.“
Meira

Féll fimm ára fyrir lagi með Jimi Hendrix / SÓLMUNDUR FRIÐRIKS

Sólmund Friðriksson ættu fleiri en einn og tveir að kannast við sem skelltu sér á ball á gullaldarárum Hljómsveitar Geirmundar í kringum 1990 en þar plokkaði hann bassa af mikill list. Sóli, sem er árgangur 1967, býr nú í Keflavík en hann ólst upp á Stöðvarfirði, sonur hjónanna Solveigar Sigurjónsdóttur og Friðriks Sólmundssonar. Auk bassa spilar Sóli á gítar og þenur raddbönd. Spurður um helstu tónlistarafrek segist hann ekki hafa unnið nein stórafrek hingað til „... en það stendur til bóta á næstu árum þar sem ég er byrjaður að vinna eigið efni til útgáfu. Tónlistarbröltið aðallega verið í góðra manna hópi í hljómsveitamennsku og kórum. Afrekin hafa því verið ýmsir viðburðir og uppfærslur á tónlistarsviðinu í gegnum árin, þar sem ég hef borið þeirrar gæfu að kynnast mörgu góðu listafólki.“
Meira

Fékk fyrstu plötu HLH í fermingargjöf / DR. GUNNI

Að þessu sinni er það Gunnar Lárus Hjálmarsson úr Reykjavíkurhreppi, betur þekktur sem Dr. Gunni, sem tekst á við Tón-lystina. Doktorinn spilar á gítar, bassa og ukulele en til helstu tónlistarafreka sinna telur hann Prumpulagið og Glaðasta hund í heimi og að hafa verið í hljómsveitunum S.H. Draumur og Unun og reyndar ýmislegt fleira. Gunni er alinn upp í Kópavogi en hver er þá tenging hans norður? „Pabbi er frá Skagafirði, bjó í Bakkakoti í Lýtingsstaðarhreppi. Við systkinin höfum tvisvar á síðustu tveimur árum farið á æskuslóðirnar með gamla með. Ég fíla Skagafjörð í botn. Reyni að komast þangað á hverju sumri og á enn eftir að fara upp á Mælifellshnjúk í almennilegu skyggni. Þegar ég fór upp sást ekki neitt fyrir þoku,“ segir hann
Meira

„Man best eftir Ragga Bjarna og Jóni Bassa syngja Úti í Hamborg“ / GUNNI RÖGG

Það er alltaf stutt í gleðina og glensið hjá Gunnari Rögnvaldssyni á Löngumýri í Skagafirði. Hannar er fæddur á Hrauni á Skaga árið 1967, sonur heiðurshjónanna Valda og Gillu. Gunni er gítareigandi og er lunkinn að setja saman texta og syngja, oftar en ekki með Jóni Halli Ingólfssyni. Nú á dögunum setti hann, í félagi við marga fína tónlistarmenn í Skagafirði, á svið barnalagatónleikana Ara og Alladín í Miðgarði í Varmahlíð. Helsta afrek sitt á tónlistarsviðinu segir hann þó vera að eiga helminginn í þremur músíkkölskum börnum, en það eru þau Jakob, Sigvaldi Helgi og Dagný.
Meira

Dreymdi um að vera Elvis / SÖLVI SVEINS

Skólamanninn Sölva Sveinsson kannast eflaust flestir við en hann er cand. mag. í sagnfræði og hefur lengst af starfað við kennslu og skólastjórnun, ásamt ritstörfum, fæddur árið 1950, alinn upp á Króknum, aðallega í fjörunni segir hann.
Meira

Dýrkaði Slade í æsku / GUMMI JÓNS

Að þessu sinni er það Guðmundur Jónsson, búsettur í Reykjavík, sem svarar Tón-lystinni. Guðmundur er fæddur 1962, alinn „...upp á Skagaströnd ásamt tveimur systkinum á ástríku heimili foreldra minna, Aðalheiðar Guðmundsdóttir og Jóns Helgasonar.“ Hann spilar á gítar og píanó og aðspurður um helstu afrek á tónlistarsviðinu svarar hann af töluverðri hógværð: „Að hafa samið nokkur lög sem hafa hreyft við fólki í gegnum tíðina, sér í lagi með félögum mínum í Sálinni hans Jóns mín.“ Jú, þetta er sá Guðmundur...
Meira

„Arena með Duran Duran er algjör klassi“ / STJÁNI TROMMARI

Trommarinn Kristján Kristjánsson fæddist á Siglufirði árið 1973 líkt og tvíburabróðir hans Kristinn, nema Kiddi spilar á bassa. Fjölskyldan flutti á Krókinn þegar Stjáni var níu ára og telur hann sig því meiri Króksara en Siglfirðing (!). „Ég er sonur Jóninnu Hjartardóttur hundaræktanda í Hveragerði og Kristjáns Óla Jónssonar, fyrrverandi lögregluvarðstjóra í Lögreglunni á Sauðárkróki, eða Roy eins og hann er kallaður á stöðinni. Ég spilaði á pottana hjá mömmu frá því að ég man eftir mér en færði mig svo yfir í alvöru trommur og slagverk ýmisskonar þegar ég áttaði mig á því að það væri engin framtíð í því að spila á potta endalaust með prjónunum hennar móður minnar,“ segir Stjáni sem nú hamrar húðir og járn hjá Geirmundi.
Meira