Tón-Lystin

Féll fimm ára fyrir lagi með Jimi Hendrix / SÓLMUNDUR FRIÐRIKS

Sólmund Friðriksson ættu fleiri en einn og tveir að kannast við sem skelltu sér á ball á gullaldarárum Hljómsveitar Geirmundar í kringum 1990 en þar plokkaði hann bassa af mikill list. Sóli, sem er árgangur 1967, býr nú í Keflavík en hann ólst upp á Stöðvarfirði, sonur hjónanna Solveigar Sigurjónsdóttur og Friðriks Sólmundssonar. Auk bassa spilar Sóli á gítar og þenur raddbönd. Spurður um helstu tónlistarafrek segist hann ekki hafa unnið nein stórafrek hingað til „... en það stendur til bóta á næstu árum þar sem ég er byrjaður að vinna eigið efni til útgáfu. Tónlistarbröltið aðallega verið í góðra manna hópi í hljómsveitamennsku og kórum. Afrekin hafa því verið ýmsir viðburðir og uppfærslur á tónlistarsviðinu í gegnum árin, þar sem ég hef borið þeirrar gæfu að kynnast mörgu góðu listafólki.“
Meira

Fékk fyrstu plötu HLH í fermingargjöf / DR. GUNNI

Að þessu sinni er það Gunnar Lárus Hjálmarsson úr Reykjavíkurhreppi, betur þekktur sem Dr. Gunni, sem tekst á við Tón-lystina. Doktorinn spilar á gítar, bassa og ukulele en til helstu tónlistarafreka sinna telur hann Prumpulagið og Glaðasta hund í heimi og að hafa verið í hljómsveitunum S.H. Draumur og Unun og reyndar ýmislegt fleira. Gunni er alinn upp í Kópavogi en hver er þá tenging hans norður? „Pabbi er frá Skagafirði, bjó í Bakkakoti í Lýtingsstaðarhreppi. Við systkinin höfum tvisvar á síðustu tveimur árum farið á æskuslóðirnar með gamla með. Ég fíla Skagafjörð í botn. Reyni að komast þangað á hverju sumri og á enn eftir að fara upp á Mælifellshnjúk í almennilegu skyggni. Þegar ég fór upp sást ekki neitt fyrir þoku,“ segir hann
Meira

„Man best eftir Ragga Bjarna og Jóni Bassa syngja Úti í Hamborg“ / GUNNI RÖGG

Það er alltaf stutt í gleðina og glensið hjá Gunnari Rögnvaldssyni á Löngumýri í Skagafirði. Hannar er fæddur á Hrauni á Skaga árið 1967, sonur heiðurshjónanna Valda og Gillu. Gunni er gítareigandi og er lunkinn að setja saman texta og syngja, oftar en ekki með Jóni Halli Ingólfssyni. Nú á dögunum setti hann, í félagi við marga fína tónlistarmenn í Skagafirði, á svið barnalagatónleikana Ara og Alladín í Miðgarði í Varmahlíð. Helsta afrek sitt á tónlistarsviðinu segir hann þó vera að eiga helminginn í þremur músíkkölskum börnum, en það eru þau Jakob, Sigvaldi Helgi og Dagný.
Meira

Dreymdi um að vera Elvis / SÖLVI SVEINS

Skólamanninn Sölva Sveinsson kannast eflaust flestir við en hann er cand. mag. í sagnfræði og hefur lengst af starfað við kennslu og skólastjórnun, ásamt ritstörfum, fæddur árið 1950, alinn upp á Króknum, aðallega í fjörunni segir hann.
Meira

Dýrkaði Slade í æsku / GUMMI JÓNS

Að þessu sinni er það Guðmundur Jónsson, búsettur í Reykjavík, sem svarar Tón-lystinni. Guðmundur er fæddur 1962, alinn „...upp á Skagaströnd ásamt tveimur systkinum á ástríku heimili foreldra minna, Aðalheiðar Guðmundsdóttir og Jóns Helgasonar.“ Hann spilar á gítar og píanó og aðspurður um helstu afrek á tónlistarsviðinu svarar hann af töluverðri hógværð: „Að hafa samið nokkur lög sem hafa hreyft við fólki í gegnum tíðina, sér í lagi með félögum mínum í Sálinni hans Jóns mín.“ Jú, þetta er sá Guðmundur...
Meira

„Arena með Duran Duran er algjör klassi“ / STJÁNI TROMMARI

Trommarinn Kristján Kristjánsson fæddist á Siglufirði árið 1973 líkt og tvíburabróðir hans Kristinn, nema Kiddi spilar á bassa. Fjölskyldan flutti á Krókinn þegar Stjáni var níu ára og telur hann sig því meiri Króksara en Siglfirðing (!). „Ég er sonur Jóninnu Hjartardóttur hundaræktanda í Hveragerði og Kristjáns Óla Jónssonar, fyrrverandi lögregluvarðstjóra í Lögreglunni á Sauðárkróki, eða Roy eins og hann er kallaður á stöðinni. Ég spilaði á pottana hjá mömmu frá því að ég man eftir mér en færði mig svo yfir í alvöru trommur og slagverk ýmisskonar þegar ég áttaði mig á því að það væri engin framtíð í því að spila á potta endalaust með prjónunum hennar móður minnar,“ segir Stjáni sem nú hamrar húðir og járn hjá Geirmundi.
Meira

Færi með Höllu systur á Madonnu tónleika / BERGLIND STEFÁNS

Bergind Stefánsdóttir er búsett í Vesturbæ Reykjavíkur, fædd 1979. Hún ólst upp í Varmahlíð og er dóttir Margrétar Guðbrandsdóttur, skólaritara og Stefáns R. Gíslasonar, tónlistarmanns. Berglind spilar á þverflautu og segist bjarga sér á píanó. „Þegar ég var lítil stelpa fannst mér Withney Houston alveg meiriháttar söngkona og horfði óendanlega oft á myndina Bodyguard, bara til að sjá hana í myndinni,“ segir Berglind.
Meira

„Skil ekki enn að ég hafi ekki fengið raflost...“ / GUÐMUNDUR EGILL

Að þessu sinni vill svo skemmtilega til að það er spekingur í lögum sem svarar Tón-lystinni. Um er að ræða Skagstrendinginn Guðmund Egil Erlendsson (1975) sem víða hefur látið að sér kveða við strengjaslátt.
Meira

Lét sig dreyma um að syngja eins og Celine Dion / HUGRÚN SIF

Hugrún Sif Hallgrímsdóttir (1981) býr á Skagaströnd en var alin upp á Blönduósi, dóttir Raddýjar í bankanum og Svans frá Kringlu. Hugrún Sif er tónlistarséní, spilar á píanó, þverflautu, söngrödd, orgel og það sem til fellur – enda kennir hún í tónlistarskólanum og er organisti. Spurð út í helstu tónlistarafrek segir hún: „Ég get ómögulega valið einhver sérstök afrek en það sem stendur uppúr sem dýrmæt minning er að hafa sungið í Notre Dam kirkjunni í Frakklandi.“
Meira

„Mig minnir að fyrsta platan hafi verið með The Shadows“ / SKARPHÉÐINN EINARS

Skarphéðinn H. Einarsson á Húnabrautinni á Blönduósi starfar dagsdaglega sem skólastjóri Tónlistarskóla Austur-Húvetninga. Hann ólst upp á Blönduósi, sonur hjónanna Einars Guðlaugssonar frá Þverá og Ingibjargar Þ Jónsdóttur frás Sölvabakka. Skarphéðinn byrjaði að læra á gítar eftir fermingu, og síðar básúnu og trompet. 24 ára fór hann í blásarakennaradeild Tónlistarskóla Reykjarvíkur og útskrifaðist þaðan 1981.
Meira