Best er þegar bæði lag og texti eru í háum gæðaflokki / FELIX BERGSSON
feykir.is
Tón-Lystin
06.04.2016
kl. 10.59
Að þessu sinni er það ljúflingurinn Felix Bergsson sem svarar Tón-lystinni. Felix þekkja örugglega flestir landsmenn, enda búinn að vera í sviðsljósinu frá því í eitís þegar hann söng Útihátíð og fleiri góð lög með Greifunum og síðan hefur hann verið á fullu í Popppunkti með Dr. Gunna og heilmargt fleira. Felix býr nú í Vesturbænum í Reykjavík en bjó á Húnabraut 2 á Blönduósi. „Ég fæddist í Reykjavík en flutti 2ja ára á Blönduós þegar faðir minn Bergur Felixson hóf störf sem skólastjóri grunnskólans og mamma, Ingibjörg S Guðmundsdóttir, varð hjúkrunarfræðingur við sjúkrahúsið. Ég bjó á Blönduósi til 8 ára aldurs,“ segir Felix.
Meira