Tón-Lystin

Skældi yfir lögum söngkonunnar Carrie Underwood / HREINDÍS YLVA

Það er Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm sem svarar lipurlega Tón-lystinni að þessu sinni. Hún er alin upp í Mosfellsdal, dóttir Huldu Jónasar sem er frá Sauðárkróki og er dóttir Erlu Gígju og Ninna. Hún er söngkona en spilar einnig á þverflautu, piccolo flautu og gítar.
Meira

Söngurinn var góður og hljóðfæraleikurinn stórbrotinn / EIKI HILMIS

Það ættu nú flestallir sem komnir eru til vits og ára hér fyrir norðan að tengja við tónlistarmanninn Eika Hilmis, fullu nafni Eirík Hilmisson, en hann gerði hér áður víðreyst um landið með hljómsveitinni Týról og að sjálfsögðu Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar. Eiki var magnaður með gítarinn en segir sjálfur að hans undurfagra söngrödd hafi alltaf verið sinn helsti styrkur í tónlistinni.
Meira

Vill heyra fuglasöng og öldugjálfur á sunnudagsmorgni / INGIMAR ODDS

Að þessu sinni er það Ingimar Oddsson (1968) sem svarar Tón-lystinni en hann er nú búsettur á Akranesi. Ingimar var á sínum tíma einn af meðlimum stuðsveitarinnar Jójó frá Skagaströnd sem slógu rækilega í gegn með Stæltum strákum árið 1988 og sigruðu Músíktilraunir sama ár.
Meira

Ef ég nenni getur eyðilagt lystina á malti og appelsíni / ÁGÚST INGI

Ágúst Ingi Ágústsson (1982) sem búsettur er í Neskaupstað svarar Tón-lystinni í þetta skiptið. Hann er alinn upp í Fellstúninu á Króknum af þeim Önnu Hjartar og Gústa Guðmunds, fyrrum trymbli KS-bandsins. Taktfestan virðist hafa gengið í ættir því hljóðfæri Ágústs Inga er einmitt trommur.
Meira

Hápunkturinn að spila Blindsker með Bubba og Dimmu á Bræðslunni / ÁSKELL HEIÐAR

Það er ávallt viðburðaríkt hjá Áskeli Heiðari Ásgeirssyni, enda kappinn með fyrirtæki undir því nafni sem þeytir upp viðburðum af ýmsu tagi og oftar en ekki tónlistartengdum. Má þar til dæmis nefna Drangey Music Festival og svo er hann einn Bræðslubræðra. Heiðar er fæddur þegar hraun ran á Heimaey og uppalinn á Borgarfirði eystra, kom hingað á Sauðárkrók í fjölbrautaskóla, kynntist frábærri skagfirskri konu af úrvalsættum og er hér enn, fjórum dætrum síðar, eins og hann segir sjálfur.
Meira

„Ég hef ekkert vit á stuðtónlist“ / SVAVAR KNÚTUR

Það er söngvaskáldið Svavar Knútur sem svarar Tón-lystinni í þetta skiptið, búsettur í Reykjavík og fæddur árið 1976. „Ég ólst upp í Sléttuhlíðinni, á bænum Skálá, þar sem foreldrar mínir voru bændur. Mamma starfaði líka sem kennari og pabbi sem sjómaður frá Siglufirði,“ segir hann og bætir við að helstu hljóðfærin sem hann spilar á séu gítar, ukulele og píanó, „... en ég gríp í önnur hljóðfæri ef ég er beðinn fallega.“
Meira

Táraðist af gleði þegar Lordi sigraði Júróvisjón / NÖKKVI ELÍASAR

Það er AC/DC aðdáandinn Nökkvi Elíasson sem svarar Tón-lystinni í þetta skiptið. Nökkvi býr í Reykjavík og er rafeindavirki og ljósmyndari, tveggja barna faðir í sambúð og höfundur þriggja ljósmyndabóka. Hver var fyrsta platan/diskurinn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Kasettan Tass með Jóhanni Helgasyni sem kom út 1981 var fyrsta verkið sem ég keypti mér. Það var hlustað á þessa kasettu mörg hundruð sinnum og fannst mér þetta eitthvað það besta sem komið hafði út. Ógleymanlegar minningar frá þeim tíma áður en rokkið tók svo yfir í mínum huga.
Meira

Gleðibankinn er sannarlegur ógleðibanki / BJÖRN LÍNDAL

Tónlistarmaður er nefndur Björn Líndal Traustason (1962) og býr við Hlíðarveg á Hvammstanga. Hann er Húnvetningur í húð og hár, sonur Trausta og Lilju á Laugarbakka í Miðfirði og er framkvæmdastjóri SSNV. Björn hefur komið við í nokkrum hljómsveitum, þar á meðal Lexíu frá Hvammstanga, en hann spilar á allnokkur hljóðfæri þó gítarinn hafi alltaf heillað mest. Hann segist þó alveg laus við að hafa unnið einhver tónlistarafrek en bætir við... „– Það var samt ákveðið afrek að starfa sem tónlistarkennari um tíma, en ég hélt það ekki lengi út.“
Meira

Er mikill aðdáandi Abba / SVEINN SIGURBJÖRNS

Að þessu sinni svarar Sveinn Sigurbjörnsson, skólastjóri Tónlistarskóla Skagafjarðar, nokkrum laufléttum spurningum í Tón-lystinni. Sveinn er fæddur 1960 og alinn upp í Þorpinu á Akureyri. Hann kannast ekki við nein ættartengsl í Skagafjörð eða Húnavatnssýslur en segir þó að faðir hans, Sigurbjörn Sveinsson, pípari og járnsmiður, hafi verið í sveit í Skagafirði sem unglingur. Aðalhljóðfæri Sveins er trompetinn en afrekin á tónlistarsviðinu eru mörg og hann nefnir sem dæmi að hann kom fram í sjónvarpsþætti um Akureyri, spilaði með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, hefur spilað með Steve Hagget og hinu skagfirska tónlistarteymi Multi Musica. Sveinn hóf að kenna við Tónlistarskólann á Sauðárkróki árið 1986 og hefur kennt þar nær óslitið síðan. Hann var ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Skagafjarðar árið 1999.
Meira

Best eru jólalögin sungin af börnum – þau kalla fram allt það besta í okkur / PÁLÍNA FANNEY

Jóla Tón-lystinni að þessu sinni svarar Pálína Fanney Skúladóttir frá Laugarbakka en hún starfar sem organisti og kórstjóri. Pálína er fædd á Fljótsdalshéraði viku áður en Bítlarnir hófu upptökur á plötu sinni, Help. Spurð út í tengsl við Norðurland vestra segir hún: „Ég á engar ættir að rekja hingað í Húnavatnssýslur né í Skagafjörð. Hef samt búið eitt ár í Varmahlíð ´90 - ´91 og þykir síðan mjög vænt um Skagafjörð og finn alltaf fyrir notalegri tengingu þangað. Ég hef búið 16 ár í Húnaþingi vestra og ekki laust við að ég sé orðinn þó nokkur Húnvetningur þó ræturnar séu fyrir austan.“ Aðalhljóðfæri Pálínu er kirkjuorgel en hún spilar líka á píanó og lærði söng, kórstjórn og fleira sem snýr að kirkjutónlistarnámi.
Meira