Tón-Lystin

Keypti heddsett um leið og Doobie's til að trufla ekki jólin / STEBBI GÍSLA

Skagfirðingurinn og öðlingurinn Stebbi Gísla (1954) er uppalinn í Miðhúsum í Akrahreppi. Auk þess að taka Heimismenn til kostanna þá er Stebbi fimmta hjólið undir vagni Álftagerðisbræðra en hann spilar undir hjá þeim hvert sem leið þeirra liggur. Eins og margur skagfirskur tónlistarmaðurinn kom hann líka við í Hljómsveit Geirmundar...
Meira

„Beethoven og Bach eru smám saman að ná tökum á mér“ / HAUKUR ÁSGEIRS

Tón-lystarmaðurinn að þessu sinni er Haukur Ásgeirsson (1953), skráður deildarstjóri hitaveitna hjá RARIK á Norðurlandi, en Haukur hefur búið á Blönduósi til langs tíma. „Ég byrjaði snemma að spila í hljómsveitum. Þær hétu ýmsum nöfnum: Steríó, Spaðar, Ósmenn, Svarta María, Lagsmenn, Demó og einhverjar fleiri. Ég lærði í tónskóla Sigursveins D Kristinssonar hjá Sigursveini og Gunnari Jónssyni. Ég kenndi á gítar og flautu í tónlistarskólanum á Blönduósi en þá var maður varla matvinnungur svo að ég hætti því fljótt og fór að vinna fyrir mér...“
Meira

„Á Villa Vill og Björgvin Halldórsson gátu allir hlustað“ / SIGVALDI

Sigvaldi hefur stundað spilerí með Hljómsveit kvöldsins ásamt nokkrum félögum sínum en hann er einnig duglegur að troða upp einn með gítarinn eða í félagi við aðra. Spurður um helstu tónlistarafrekin segir hann: „Að spila fyrir forsetann en í seinni tíð að spila á áramótaballi með Geirmundi Valtýssyni auðvitað!“ Þá ættu margir að kannast við Sigvalda eftir að hann komst í fjögurra söngvara úrslit í íslenskri útgáfu The Voice í lok ársins 2015...
Meira

Það voru ekki jól nema að Mahalia Jackson væri á spilaranum / MARGRÉT EIR

Að þessu sinni er það Margrét Eir Hönnudóttir sem situr fyrir svörum í Jóla-Tón-lystinni en hún hefur sungið inn jólin fyrir margan Íslendinginn síðustu árin, enda var hún í áraraðir ein aðal söngdívan í Frostrósum. Hvaða lag varstu að hlusta á? Ég var að hlusta á Lindu Ronstadt vinkonu mína syngja When You Wish Upon A Star. Ég er að máta við það nýjan íslenskan texta sem ég ætla að flytja um jólin.
Meira

Söng Singin' In the Rain í tíma og ótíma / ÚLLI HAR

Úlfar Ingi Haraldsson, eða Úlli Har eins og hann var kallaður þegar hann bjó á Smáragrundinni á Króknum, er af árgangi 1966. Hann er fæddur á Sauðárkróki en ólst að hluta til upp í Skagafirði og Reykjavík. Foreldrar hans eru Hallfríður Hanna Ágústsdóttir (frá Kálfárdal) og Haraldur Tyrfingsson. Bassinn náði snemma tökum á Úlfari og nú er hann sprenglærður á hljóðfærið. „Aðalhljóðfæri er kontrabassi og bassagítarar en ég spila líka töluvert á píanó og gítar,“ segir hann.
Meira

Hlustar á allt frá 16 aldar madrigölum til þungarokks / HELGA RÓS

Helgu Rós Indriðadóttur frá Hvíteyrum í hinum aldna Lýtingsstaðahreppi ættu nú flestir tónlistarunnendur að kannast við. Helga Rós, sem er sprenglærð söngkona, er fædd 1969, dóttir Rósu og Indriða á Hvíteyrum, býli sem stendur undir Mælifellshnjúknum fagra. Hún kennir söng á eigin vegum og er með barnakór í Tónadansi, nýstofnaðri listasmiðju í Skagafirði. Hún stjórnar tveimur kórum; Skagfirska kammerkórnum og kvennakórnum Sóldísi.. Hljóðfæri Helgu Rósar eru röddin og píanóið.
Meira

Færi með Öldu sína á Iron Maiden tónleika / JÓN DANÍEL

Kokkur er nefndur Jón Daníel Jónsson og galdrar hann fram mat á Drangey Restaurant og undir nafni Grettistaks, ýmist á Króknum, Austantjalds eða bara þar sem pottarnir kalla nafn hans. Jón Dan er fæddur 1968 og er frá Stóra Búrfelli í Svínavatnshreppi. „Mamma heitir Anna Gísladóttir og býr á Króknum,“ segir kappinn eldhress.
Meira

Skældi yfir lögum söngkonunnar Carrie Underwood / HREINDÍS YLVA

Það er Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm sem svarar lipurlega Tón-lystinni að þessu sinni. Hún er alin upp í Mosfellsdal, dóttir Huldu Jónasar sem er frá Sauðárkróki og er dóttir Erlu Gígju og Ninna. Hún er söngkona en spilar einnig á þverflautu, piccolo flautu og gítar.
Meira

Söngurinn var góður og hljóðfæraleikurinn stórbrotinn / EIKI HILMIS

Það ættu nú flestallir sem komnir eru til vits og ára hér fyrir norðan að tengja við tónlistarmanninn Eika Hilmis, fullu nafni Eirík Hilmisson, en hann gerði hér áður víðreyst um landið með hljómsveitinni Týról og að sjálfsögðu Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar. Eiki var magnaður með gítarinn en segir sjálfur að hans undurfagra söngrödd hafi alltaf verið sinn helsti styrkur í tónlistinni.
Meira

Vill heyra fuglasöng og öldugjálfur á sunnudagsmorgni / INGIMAR ODDS

Að þessu sinni er það Ingimar Oddsson (1968) sem svarar Tón-lystinni en hann er nú búsettur á Akranesi. Ingimar var á sínum tíma einn af meðlimum stuðsveitarinnar Jójó frá Skagaströnd sem slógu rækilega í gegn með Stæltum strákum árið 1988 og sigruðu Músíktilraunir sama ár.
Meira