Tón-Lystin

Automatic For the People með REM í spilaranum í tvö ár / ÓLI BASSA

Að þessu sinni er það Ólafur Heiðar Harðarson, best þekktur sem Óli Bassa, sem svarar Tón-lystinni. Nýverið sagði Feykir frá því að Óli og félagi hans, Héðinn Svavarsson, hefðu gefið út sitt fyrsta lag í byrjun október. Óli er af 1978 árganginum, alinn upp á Sauðárkróki en flutti burt tvítugur. Hann er sonur Bassa (Óla og Gunnu) og Margrétar (Helgu Ástu og Sigurðar Þorsteins), eins og hann segir sjálfur.
Meira

Ætli ég myndi ekki byrja að kveikja á Herra Hnetusmjör / ANNA LÓA

Það er Anna Lóa Guðmundsdóttir (1988) sem svarar Tón-lystinni að þessu sinni. Hún býr í Hafnarfirðinum (fagra) um þessar mundir en er nánast hreinræktaður Skagfirðingur, dóttir Guðmundar Sveinssonar og Auðar Steingrímsdóttur hrossaræktenda með meiru. Starf Önnu Lóu felst í því að svæfa fólk í Fossvogi en hún er svæfingahjúkrunarfræðingur.
Meira

„Dett af og til í rosalegan Herra Hnetusmjörs fíling“ / ATLI DAGUR

Að þessu sinni er það Atli Dagur Stefánsson sem segir okkur frá tón-lystinni sinni. Atli er tvítugur, hóf ævi sína í Reykjavík en flutti á Krókinn 8 ára gamall. Hann er sonur Hrafnhildar og Stefáns Vagns, og hefur því hlustað talsvert á tónlist undir eftirliti lögreglunnar (djók). Atli hefur verið syngjandi frá því elstu menn muna og hefur síðustu misserin verið að trúbbast.
Meira

„Fátt óskemmtilegra en vond diskótónlist“ / ÁRNI GUNN

Að þessu sinni er það Króksarinn Árni Gunnarsson, kvikmyndagerðamaður og fyrrverandi ritstjóri Feykis (með miklu meiru), sem svarar Tón-lystinni. Áhugasvið Árna er ansi breytt og meðal þess sem hann hefur föndrað við í gegnum árin er að búa til tónlist. Árni er fæddur árið 1967, ólst upp í Flatatungu á Kjálka, sonur heiðurshjónanna Gunnars heitins Oddssonar frá Flatatungu og Helgu Árnadóttur frá Akranesi.
Meira

Hlustar líklega mest á tónlist frá 80's tímabilinu / RAGGI Z

Ekki greip umsjónarmaður Tón-lystarinnar í tómt þegar leitast var eftir því að Ragnar Z. Guðjónsson, eða bara Raggi Z, svaraði þættinum. Kappinn er fæddur á Blönduósi það herrans ár 1970 og ólst þar upp, sonur Kolbrúnar Zophoníasdóttur og Guðjóns Ragnarssonar. Nú býr hann í Hafnarfirði og titlar sig ritstjóra Húnahornsins góða – með meiru.
Meira

„Hef nú ekki mikið um að velja fyrir utan sálmabókina á sunnudagsmorgnum“ / BIRKIR GUÐMUNDS

Síðast skaust Tón-lystin út fyrir landsteinana eftir viðfangsefni og nú endurtökum við leikinn því að þessu sinni heilsum við upp á Birki Lúðvík Guðmundsson Jullum sem er atvinnumaður í faginu og gerir út frá 800 manna bæ, Lyngseidet, í Lyngen-firði í Norður-Noregi. Birkir er fæddur árið 1969 og uppalinn á Króknum, sonur Elínar Halldóru Lúðvíksdóttur og Guðmundar skipstjóra Árnasonar.
Meira

„Í mínum vinahópi myndi aldrei klikka að setja 50cent á fóninn“ / HÓLMAR EYJÓLFS

Að þessu sinni er það Hólmar Örn Eyjólfsson sem svarar Tón-lystinni en auk þess að vera atvinnumaður í knattspyrnu er hann besti gítarleikarinn í íslenska landsliðinu í knattspyrnu – að mati Feykis. Þar sem Hólmar er búinn að glíma við erfið meiðsli undanfarna mánuði var ákveðið að senda honum spurningalista Tón-lystarinnar til að stytta honum stundirnar í endurhæfingunni í Búlgaríu þar sem hann er á mála hjá stórliði Levski Sofia.
Meira

„Lengst af voru engar græjur til heima“ / ÞORGEIR TRYGGVA

Sá er svarar Tón-lystinni að þessu sinni er kannski best þekktur fyrir að smyrja bókmenntaáhuga þjóðarinnar með smitandi lestrargleði í Kiljuþáttum Egils Helgasonar. Það er Þingeyingurinn Þorgeir Tryggvason, býr í reykvísku póstnúmeri, sem tókst að heilla Skagfirðinga á dögunum með því að gangast við því að geta rekið ættir sínar í Skagafjörðinn þegar hann var að tjá sig um nýjustu bók Kristmundar Bjarnasonar frá Sjávarborg.
Meira

„AC/DC hefur hingað til ekki klikkað til að koma öllum í gírinn“ / ÁSBJÖRN WAAGE

Nú á dögunum fór fram árleg Söngkeppni NFNV og þar stóð uppi sem sigurvegari Ásbjörn Edgar Waage. Hann er fæddur árið 1999 og alinn upp á Þorgrímsstöðum á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann stundur nú nám við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Það þótti við hæft að fá kappann til að svara Tón-lystinni í Feyki.
Meira

Var heltekinn af Bruce Springsteen í nokkur ár / ÓSKAR ÖRN

Nú er komið að því að Óskar Örn Óskarsson læknir í Reykjavík treysti lesendum fyrir tón-lyst sinni. Óskar er fæddur 1973, sonur Óskars Jónssonar læknis og Aðalheiðar Arnórsdóttur sjúkraliða. Hann ólst upp á Sauðárkróki frá sex ára aldri, fyrst með búsetur í Læknisbústaðnum og síðar Túnahverfinu. Nú býr hann í Vesturbænum í Reykjavík.
Meira