Tón-Lystin

Hlustaði endalaust á Woman in Love þegar hún var 3 ára / SIGRÚN STELLA

Að þessu sinni er það Sigrún Stella Haraldsdóttir (1979) sem svarar Tón-lystinni en lag hennar, Sideways, hefur fengið talsverða spilun bæði hér á Fróni og í Kanada upp á síðkasta – enda hörkufínt lag. „Ég ólst upp í Winnipeg í Kanada og á Akureyri,“ tjáir Sigrún Stella Feyki. „Faðir minn var hann Haraldur Bessason [Halli Bessa] heitinn frá Kýrholti í Skagafirði og móðir mín er Margrét Björgvinsdóttir.“ Sigrún Stella býr nú í Toronto í Kanada.
Meira

Tíu lög og einir tónleikar

Páskadagur er í dag og landsmönnum hefur gefist kostur á að heimsækja sínar páskamessur á netinu að þessu sinni. Þeir sem sváfu yfir sig og misstu af prédikunum um upprisuna geta sótt sína messu á YouTube og meðtekið gleðiboðskapinn. Nú ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að skella sér í tónlistarferðalag hér á Feyki. Hér gefur að líta nokkra hlekki á Jútjúbb-slóðir, skreyttar örpælingum umsjónarmanns Tón-lystarinnar á Feyki sem mögulega geta glatt nokkrar sálir. Hér ægir saman gömlu og nýju.
Meira

Einnar nætur gaman kemur öllum í stuð / BEGGÓ PÁLMA

Tónlistarmaðurinn Beggó Pálma hefur nú sett lag sitt Einnar nætur gaman á allar helstu streymisveitur en það lag naut gífurlegra vinsælda á Króknum á sínum tíma, og segist Breggó vera að reyna að blása lífi í lagið. „Ég flutti suður til að elta drauma mína í tónlist en hlutirnir gengu ekki alveg upp eins og vonað var eftir og áform mín söltuð. En núna er ég að gera eina tilraun enn til að koma mér á framfæri,“ segir Beggó.
Meira

Diskótímabilið í uppáhaldi / RÚNA STEFÁNS

Úrslitakvöld Söngvakeppninnar 2020 er næstkomandi laugardagskvöld og þar flytur m.a. stúlka að nafni Nína lagið ECHO. Nína á ættir að rekja norður í Miðfjörð en hún er dóttir söngkonunnar Rúnu Gerðar Stefánsdóttur og þótti Feyki alveg gráupplagt að forvitnast aðeins um Rúnu og var hún því að sjálfsögðu plötuð í að svara Tón-lystinni.
Meira

Billie Eilish heillar mest þessa dagana / HALLDÓR GUNNAR

Nú er það Fjallabróðirinn Halldór Gunnar Pálsson sem tjáir sig um Tón-lyst sína á síðum Feykis. Hann fæddist á Flateyri við Önundarfjörð árið 1981 og ólst þar upp, sonur Páls Önundarsonar og Magneu Guðmundsdóttur. „Móðir mín, Magnea, hefur búið á Varmalæk í Skagafirði í átján ár og er gift eðal drengnum Birni Sveinssuni,“ segir Halldór.
Meira

Headphone-inn þurfti alltaf að vera tengdur / BEGGI ÓLA

Þorbergur Skagfjörð Ólafsson, búsettur í Kópavogi, fæddist 1974 og er Jobbi eins og hann segir sjálfur, kallaður Beggi Óla. Hann ólst upp á Sauðárkróki til 14 ára aldurs hjá ömmu og afa, Svövu og Begga Jóseps á Grundarstígnum. Pabbi hans er Óli Begga, húsasmiður á Trésmiðjunni Björk. Beggi spilar á trommur og slagverk.
Meira

Automatic For the People með REM í spilaranum í tvö ár / ÓLI BASSA

Að þessu sinni er það Ólafur Heiðar Harðarson, best þekktur sem Óli Bassa, sem svarar Tón-lystinni. Nýverið sagði Feykir frá því að Óli og félagi hans, Héðinn Svavarsson, hefðu gefið út sitt fyrsta lag í byrjun október. Óli er af 1978 árganginum, alinn upp á Sauðárkróki en flutti burt tvítugur. Hann er sonur Bassa (Óla og Gunnu) og Margrétar (Helgu Ástu og Sigurðar Þorsteins), eins og hann segir sjálfur.
Meira

Ætli ég myndi ekki byrja að kveikja á Herra Hnetusmjör / ANNA LÓA

Það er Anna Lóa Guðmundsdóttir (1988) sem svarar Tón-lystinni að þessu sinni. Hún býr í Hafnarfirðinum (fagra) um þessar mundir en er nánast hreinræktaður Skagfirðingur, dóttir Guðmundar Sveinssonar og Auðar Steingrímsdóttur hrossaræktenda með meiru. Starf Önnu Lóu felst í því að svæfa fólk í Fossvogi en hún er svæfingahjúkrunarfræðingur.
Meira

„Dett af og til í rosalegan Herra Hnetusmjörs fíling“ / ATLI DAGUR

Að þessu sinni er það Atli Dagur Stefánsson sem segir okkur frá tón-lystinni sinni. Atli er tvítugur, hóf ævi sína í Reykjavík en flutti á Krókinn 8 ára gamall. Hann er sonur Hrafnhildar og Stefáns Vagns, og hefur því hlustað talsvert á tónlist undir eftirliti lögreglunnar (djók). Atli hefur verið syngjandi frá því elstu menn muna og hefur síðustu misserin verið að trúbbast.
Meira

„Fátt óskemmtilegra en vond diskótónlist“ / ÁRNI GUNN

Að þessu sinni er það Króksarinn Árni Gunnarsson, kvikmyndagerðamaður og fyrrverandi ritstjóri Feykis (með miklu meiru), sem svarar Tón-lystinni. Áhugasvið Árna er ansi breytt og meðal þess sem hann hefur föndrað við í gegnum árin er að búa til tónlist. Árni er fæddur árið 1967, ólst upp í Flatatungu á Kjálka, sonur heiðurshjónanna Gunnars heitins Oddssonar frá Flatatungu og Helgu Árnadóttur frá Akranesi.
Meira