Tón-Lystin

Sogaðist inn í auga pönk-stormsveipsins / JENS GUÐ

Jens Guð, einn ötulasti tónlistarbloggari landsins svo eitthvað sé nefnt, er af árgangi 1956, búsettur í Reykjavík en fæddur og uppalinn á Hrafnhóli í Hjaltadal. „Faðir minn, Guðmundur Stefánsson, var bóndi, oddviti og forstjóri Sláturhúss Skagafjarðar á Sauðárkróki (kallað neðra hús). Mamma, Fjóla Kr. Ísfeld, hefur viðurnefnið spákona. Ég veit ekki hvers vegna. Kannski af því að hún er töluvert mikið í því að spá í bolla. Stundum spáir hún í veðrið,“ segir Jens. Spurður um hvaða hljóðfæri hann spili á segist hann gutla á gítar og bætir við:. „Um tíma spilaði ég mikið á munnhörpu. Svo týndi ég henni.“
Meira

Safnplatan með Presley fauk út í loftið eftir skólaball í Akraskóla / SVEINN ARNAR

Að þessu sinni leitaði Tón-lystin fanga á nesinu Akra og fann þar mann ættaðan úr hreppnum Akra. Um er að ræða snillinginn Svein Arnar Sæmundsson, uppalinn á Syðstu-Grund í Blönduhlíð og afkvæmi Þorbjargar Eyhildar Gísladóttur og Sæmundar Sigurbjörnssonar. Hljóðfæri Sveins Arnars eru orgel og píanó auk mannsraddarinnar. Sveinn starfar sem organisti og kórstjóri við Akraneskirkju og ekki fyrir svo alls löngu hljóp hann í skarðið sem kórstjóri Heimismanna. Spurður um helstu tónlistarafrekin svarar Sveinn: -Ég á erfitt að meta það og lít ekki á neitt sem ég hef gert í tónlistinni sem einhver afrek. Læt tónlistina leiða mig áfram og ef vel er með farið þá gerist alltaf eitthvað gott. Og sem betur fer hefur margt jákvætt gerst á mínum tónlistarferli. Til dæmis var ég valinn bæjarlistamaður Akraness árið 2012. Það var dágóð viðurkenning sem ég fékk fyrir mitt framlag til menningarmála á Akranesi.
Meira

Féll algjörlega fyrir Zanadu / SVANA BERGLIND

Svana Berglind Karlsdóttir svarar Tón-lystinni að þessu sinni. Svana er af árgangi 72 sem hún líkir við rauðvín í eikartunnu – eldist semsagt nokkuð vel. Aðal hljóðfærið hennar er röddin en hún tók þó einnig 7. stig á píanó hjá Evu Snæbjarnar á sínum tíma. „Hljóðfærin eru því miður vanrækt síðustu árin eftir að ég fór í gullsmíðina og getan eftir því,“ segir Svana en aðspurð um helstu afrek á tónlistarsviðinu segir hún: „Afrek er stórt orð. En ætli ég sé ekki ánægðust með að hafa sungið ásamt Sopranos tríóinu mínu á nokkrum styrktartónleikum og þannig látið gott af mér leiða.“
Meira

Hvar er draumurinn bráðnaði í sumarsólinni / BINNI RÖGNVALDS

Binni Rögnvalds er fæddur á því herrans eitís ári 1984. Hann er sonur Hrannar og Rögga Valbergs tónlistarkennara og organista og alinn upp á Króknum og býr þar í dag. Binni spilar aðallega á gítar en þó einnig á píanó, bassa og ýmis önnur hljóðfæri. Helsta afrek sitt á tónlistarsviðinu segir hann vera að hafa árið 2011 gefið út plötuna A Little Trip með frumsömdum lögum og textum. Hann hefur spilað inn á ýmsar plötur, þar á meðal fyrir rapparann Ramses, og tekið þátt í allskonar tónleikum og giggum í gegnum árin og þá tók Binni þrisvar sinnum þátt í Söngkeppni Framhaldsskólanna, ávallt með frumsamin lög.
Meira

„Appetite for Destruction umturnaði mér“ / GESTUR GUÐNA

Gestur Guðnason er alinn upp á Króknum en býr nú í Reykjavík og starfar sem tónlistarkennari við Tónlistarskóla Seltjarnarness og Tónsali. Gestur er af árgangi 1975, sonur Valgerðar Einarsdóttur og Guðna Friðrikssonar. Hljóðfæri Gests er gítar en hann segist kunna Bleika pardusinn á píanó og Come As You Are á trommur. „Myndi samt hvorugt sitja með taktmæli,“ segir hann og heldur áfram: „Ég hef þó spilað rafbassa inn á eigin upptökur og líka á hestamannaballi í Húnavatnssýslu. Á það líka til að hefja upp raust mína – flokkast röddin ekki sem hljóðfæri?“ Aðspurður um helstu tónlistarafrekin segir hann: „Ef ég þarf að gera upp á milli margra skemmtilegra verkefna sem ég hef tekið þátt í, held ég að ég yrði að nefna þau tvö sem ég hef lagt mesta vinnu í sjálfur en það eru tvær breiðskífur sem innihalda báðar eingöngu mín lög og texta. Sú fyrri er platan Lykill að skírlífsbelti með Númer Núll, sem ég gaf út árið 2008, og seinni platan Höfuðsynd með Atónal Blús, sem ég gaf út árið 2014.“
Meira

„Það bara gerðist eitthvað!“ / HIMMI SVERRIS

Hilmar Sverrisson (Himmi Sverris) hefur víða komið við í músíkinni, enda telur hann það vera helsta afrek sitt í tónlistinni að vera á lífi og hafa getað haft tónlist sem aðalatvinnu síðustu 30-35 ár og fengið að starfa með flestum bestu tónlistarmönnum landsins. Himmi fæddist á Króknum árið sem rokkið varð til (1956), ólst upp í Viðvík til átta ára aldurs en flutti þá á Krókinn og bjó þar ansi lengi. Kona hans er Vestur-Húnvetningurinn Jenný Ragnarsdóttir og búa þau nú í Kópavogi.
Meira

„Keith Jarret og kaffi á sunnudagsmorgni er ofsa góð blanda“ / HARPA ÞORVALDS

Tónlistarkonan Harpa Þorvaldsdóttir er uppalin á Hvammstanga en býr nú í Reykjavík. Harpa er dóttir Þovaldar Böðvarssonar, fyrrum rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Norðurlandi vestra, og Hólmfríðar Skúladóttur. Harpa hefur sungið síðan hún man eftir sér en hljóðfærið hennar er píanó. „Hef ekki geta skilið það við mig frá því ég byrjaði að læra 6 ára gömul,“ segir Harpa, en hún kemur fram á tónleikum á Hvammstanga þann 4. júní til styrktar Menningarfélagi Húnaþings vestra.
Meira

Syngur gömul íslensk dægurlög í sturtunni / SIGURLAUG VORDÍS

Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir býr í Skógargötunni á Sauðárkróki en alin upp í Sunnuhvoli í Hofsósi. Silla er ljómandi góð söngkona sem hefur víða komið við en er kannski þekktust fyrir frammistöðu sína með eðalbandinu Contalgen Funeral. Auk þess að syngja grípur hún í skeiðar, greiður og jafnvel bein til gamans. Nú í Sæluvikunni er Sigurlaug Vordís í fylkingarbrjósti hópsins sem stendur fyrir uppsetningu á tónlistarveislunni Árið er í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki.
Meira

„David Gilmour var, er og verður uppáhalds“ / SVABBI

Að þessu sinni er það Svavar Sigurðsson mjólkurfræðingur hjá Mjólkursamlagi KS sem svarar Tón-lystinni. Svabbi er fæddur 1969, sonur Helenu Svavarsdóttur og Reynis Barðdal, fæddur og uppalinn á Sauðárkróki og segist heimakær með afbrigðum. Verkfæri Svabba í tónlistinni er gítar og spurður um helst tónlistarafrek svarar hann: „Hljómsveitin Herramenn á sínum tíma, það var nú alveg nægilegt fyrir mig.“
Meira

Best er þegar bæði lag og texti eru í háum gæðaflokki / FELIX BERGSSON

Að þessu sinni er það ljúflingurinn Felix Bergsson sem svarar Tón-lystinni. Felix þekkja örugglega flestir landsmenn, enda búinn að vera í sviðsljósinu frá því í eitís þegar hann söng Útihátíð og fleiri góð lög með Greifunum og síðan hefur hann verið á fullu í Popppunkti með Dr. Gunna og heilmargt fleira. Felix býr nú í Vesturbænum í Reykjavík en bjó á Húnabraut 2 á Blönduósi. „Ég fæddist í Reykjavík en flutti 2ja ára á Blönduós þegar faðir minn Bergur Felixson hóf störf sem skólastjóri grunnskólans og mamma, Ingibjörg S Guðmundsdóttir, varð hjúkrunarfræðingur við sjúkrahúsið. Ég bjó á Blönduósi til 8 ára aldurs,“ segir Felix.
Meira