Tón-Lystin

Fyrstu græjurnar kölluðust Fermingargræjurnar / BINNI ELEFS

Tón-lystin hringir nú dyrabjöllu í Hagalandi í Mosfellsbænum en þar býr Brynjar Elefsen (1979) en hann segir Mosó að verða nokkurs konar aflandssveitarfélag Króksara. „Ég fæddist á Siglufirði en flutti á Krókinn sex ára. Föðurættin er sigfirsk og afsprengi síldarævintýrsins þar sem langafi flutti hingað frá Noregi. Móðurættin er skagfirsk og við köllum okkur Hjartarhyskið. Móðir mín er Bjarnfríður Hjartardóttir, dóttir Lillu og Hjartar á Hólmagrundinni,“ segir Brynjar fjallhress.
Meira

„Væri ofboðslega gaman að fara til Turin að sjá úrslitakvöld Eurovision“ / ALEXANDRA

Tón-lystin heimsækir nú stórsöngkonuna og Hofsósinginn Alexöndru Chernyshovu (1979) sem síðustu árin hefur búið í Reykjanesbæ. Alexandra, sem er fædd og uppalin í Kænugarði í Úkraínu, fluttist á Hofsós árið 2005 ásamt eiginmanni sínum, Jóni Hilmarssyni, skólastjóra og ljósmyndara, og börnum þeirra. Þar bjuggu þau í sjö ár og var Alexandra á þeim tíma stóreflis menningarsprauta inn í skagfirskt samfélag, stofnaði meðal annars söngskóla og setti upp óperusýningar og tónleika.
Meira

Ásgeir Trausti er fínn með morgunkaffinu / ÓLAFUR RÚNARS

Að þessu sinni tekur Tón-lystin hús á Ólafi Rúnarssyni sem er árgerð 1970. Hann er innfæddur Garðbæingur en býr nú á Hvammstanga og kennir þar við Tónlistarskóla Húnaþings vestra en að auki kennir hann líka við Auðarskóla í Dölum. Ólafur segir að pabbi hans eigi rætur að rekja á Refsstaði í Laxárdal sem og Björnólfsstaði í Langadal og Litlu-Ásgeirsá í Þorkelshólshreppi sem nú er í Húnaþingi vestra.
Meira

Goodbye Yellow Brick Road í uppáhaldi / JÓN ÓLAFS

Jón Ólafsson, tónlistarmaður, fæddist á Íslandi á síðustu öld. Kappinn er reyndar ekki tengdur Norðurlandi vestra á nokkurn hátt en á margar góðar minningar frá því að spila á sveitaböllum í Miðgarði, á Blönduósi og víðar á svæðinu. Óhætt er að fullyrða að hann hafi haft fingurna á kafi í tónlistarlífi Íslendinga frá því um mitt eitís þegar hann og Stefán, vinur hans og gítarleikari Hjörleifsson, dúkkuðu upp sem Possibillies og sungu um móðurást.
Meira

Ekki hleypt nálægt græjunum í partýunum / JAKOBÍNA

Þau leynast víða hæfileikabúntin og meira að segja á Kambastígnum á Króknum sem er nú ekki stærsti stígur í heimi! Þar hittir Tón-lystin fyrir Jakobínu Ragnhildi Valgarðsdóttur, rétt tæplega þrítuga söngkonu. Hún er alin upp á Sauðárkróki, dóttir Valla Valla og Valdísar Skarphéðinsdóttur. Jakobínu finnst kontrabassinn vera fallegasta hljóðfærið en sjálf getur hún spilað á píanó og ukulele. Hún segist ekki hafa unnið nein sérstök afrek á tónlistarsviðinu en hún lærði þó klassískan söng í Aachen í Þýskalandi.
Meira

Skrapaði níu ára saman nægilegu fé til að kaupa sólóplötu Rúnars Gunnarssonar / SKÚLI ÞÓRÐAR

Skúli Þórðarson, trommari, svaraði tón-lystinni í Feyki skömmu fyrir jól en hann er árgerð 1964, fæddur og alinn upp á Hvammstanga. Hann er sonur Þórðar Skúlasonar, fyrrverandi sveitarstjóra, og Elínar Þormóðsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Saumastofunnar Drífu. Skúli lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki/Norðurlands vestra 1986. Hann var sveitarstjóri í Húnaþingi vestra á tólf ár en flutti sig síðan um set suður í Hvalfjarðarsveit.
Meira

„Jólalögin eru best eins og þau munu hljóma í Gránu“ / HULDA JÓNASAR

Hulda Jónasdóttir býr í Mosfellsbæ, nánar tiltekið Mosfellsdalnum sem hún telur að sé trúlega einn fallegasti staðurinn á landinu. Hulda, sem er af 1963 árganginum, hefur verið iðin við að setja upp tónleika síðustu árin. „Ég ólst upp á Króknum og tel það mikil forréttindi. Krókurinn var og er dásamlegur staður. Ég er dóttir hjónanna Jónasar Þórs Pálssonar (Ninna málara), sem var mjög áberandi í menningarlífi Skagfirðinga hér á árum áður, trommari, leiktjaldasmiður, málari og margt annað, og Erlu Gígju Þorvaldsdóttur sem einnig hefur sett sinn svip á menningarlífið, átti m.a. lög í söngvakeppnum og hefur samið töluvert af tónlist og á eitt jólalag á væntanlegum jólatónleikum okkar í Gránu.“
Meira

Keyrði gamlan bíl foreldra sinna til dauða við undirspil Daft Punk / ELÍN HALL

Elín Hall svarar Tón-lystinni að þessu sinni en hún er árgangur 1998 og býr í Hlíðunum í Reykjavík, ólst þar upp sem og í Montreal í Kanada. „Foreldrar mínir fluttu fram og til baka á milli og ég bý svo vel að vera með tvöfaldan ríkisborgararétt. Svo mér finnst franska Kanada alltaf eiga smá í mér. Annars þá á ég vegabréf Leifs Sigurðssonar langafa míns sem fæddur var í Stokkhólma í Skagafirði. Ég á því ættingja í Blönduhlíðinni og þar í kring. Afi og amma mín, Guðmundur Ingi og Elín, bjuggu líka heillengi fyrir norðan en afi var skólastjóri á Hofsósi og svo fræðslustjóri á Blönduósi þegar mamma var barn svo það má segja að ég hafi allavega smá rætur norður,“ segir Elín sem er reyndar einnig í sambandi með Króksaranum Reyni Snæ Magnússyni, sem er fastamaður í íslenska gítarleikaralandsliðinu.
Meira

„Pabba að kenna hversu gamaldags minn tónlistarsmekkur er“ / RANNVEIG STEFÁNS

Það virðast nánast allir í dag geta stigið á stokk og sungið, dansað og leikið eins og ekkert sé sjálfsagðara. Árshátíðir grunnskóla og skemmtanir framhaldsskóla snúast mikið um að setja upp ákaflega metnaðarfullar sýningar og oftar en ekki komast færri á svið en vilja – eitthvað annað en á síðustu öld þegar það þurfti nánast að draga flest ungmenni upp á svið, skjálfandi af sviðsskrekk. Að þessu sinni er það hún Rannveig Sigrún Stefánsdóttir sem svarar Tón-lystinni og hún er ein af þeim sem getur þetta allt og þrátt fyrir ungan aldur má segja að hún sé orðin reynslubolti.
Meira

Hafði planað ferð á tónleika með Paul en þá kom Covid... / RAGNAR KARL

Það er Ragnar Karl Ingason (1964) sem svarar Tón-lystinni í þetta skiptið. Ragnar býr á Grandanum í Reykjavík en fæddist og ólst upp á Hvammstanga, sonur Sigríðar Karlsdóttir sjúkraliða og Inga Bjarnasonar mjólkurfræðings. „Móðir mín ólst upp á Laugarbakka í Miðfirði en faðir minn flutti á sínum tíma til Hvammstanga frá Selfossi,“ segir Ragnar Karl sem einnig bjó um tíma á Blönduósi.
Meira