Tón-Lystin

„Jólalögin eru best eins og þau munu hljóma í Gránu“ / HULDA JÓNASAR

Hulda Jónasdóttir býr í Mosfellsbæ, nánar tiltekið Mosfellsdalnum sem hún telur að sé trúlega einn fallegasti staðurinn á landinu. Hulda, sem er af 1963 árganginum, hefur verið iðin við að setja upp tónleika síðustu árin. „Ég ólst upp á Króknum og tel það mikil forréttindi. Krókurinn var og er dásamlegur staður. Ég er dóttir hjónanna Jónasar Þórs Pálssonar (Ninna málara), sem var mjög áberandi í menningarlífi Skagfirðinga hér á árum áður, trommari, leiktjaldasmiður, málari og margt annað, og Erlu Gígju Þorvaldsdóttur sem einnig hefur sett sinn svip á menningarlífið, átti m.a. lög í söngvakeppnum og hefur samið töluvert af tónlist og á eitt jólalag á væntanlegum jólatónleikum okkar í Gránu.“
Meira

Keyrði gamlan bíl foreldra sinna til dauða við undirspil Daft Punk / ELÍN HALL

Elín Hall svarar Tón-lystinni að þessu sinni en hún er árgangur 1998 og býr í Hlíðunum í Reykjavík, ólst þar upp sem og í Montreal í Kanada. „Foreldrar mínir fluttu fram og til baka á milli og ég bý svo vel að vera með tvöfaldan ríkisborgararétt. Svo mér finnst franska Kanada alltaf eiga smá í mér. Annars þá á ég vegabréf Leifs Sigurðssonar langafa míns sem fæddur var í Stokkhólma í Skagafirði. Ég á því ættingja í Blönduhlíðinni og þar í kring. Afi og amma mín, Guðmundur Ingi og Elín, bjuggu líka heillengi fyrir norðan en afi var skólastjóri á Hofsósi og svo fræðslustjóri á Blönduósi þegar mamma var barn svo það má segja að ég hafi allavega smá rætur norður,“ segir Elín sem er reyndar einnig í sambandi með Króksaranum Reyni Snæ Magnússyni, sem er fastamaður í íslenska gítarleikaralandsliðinu.
Meira

„Pabba að kenna hversu gamaldags minn tónlistarsmekkur er“ / RANNVEIG STEFÁNS

Það virðast nánast allir í dag geta stigið á stokk og sungið, dansað og leikið eins og ekkert sé sjálfsagðara. Árshátíðir grunnskóla og skemmtanir framhaldsskóla snúast mikið um að setja upp ákaflega metnaðarfullar sýningar og oftar en ekki komast færri á svið en vilja – eitthvað annað en á síðustu öld þegar það þurfti nánast að draga flest ungmenni upp á svið, skjálfandi af sviðsskrekk. Að þessu sinni er það hún Rannveig Sigrún Stefánsdóttir sem svarar Tón-lystinni og hún er ein af þeim sem getur þetta allt og þrátt fyrir ungan aldur má segja að hún sé orðin reynslubolti.
Meira

Hafði planað ferð á tónleika með Paul en þá kom Covid... / RAGNAR KARL

Það er Ragnar Karl Ingason (1964) sem svarar Tón-lystinni í þetta skiptið. Ragnar býr á Grandanum í Reykjavík en fæddist og ólst upp á Hvammstanga, sonur Sigríðar Karlsdóttir sjúkraliða og Inga Bjarnasonar mjólkurfræðings. „Móðir mín ólst upp á Laugarbakka í Miðfirði en faðir minn flutti á sínum tíma til Hvammstanga frá Selfossi,“ segir Ragnar Karl sem einnig bjó um tíma á Blönduósi.
Meira

Væri til í prívat stofutónleika á herragarði í Englandi / GÍSLI MAGNA

Að þessu sinni fékk Feykir eðalbarkann Gísla Magna (1971) til að svara Tón-lystinni. Hann býr í Reykjavík en ólst upp á Patreksfirði til fimm ára aldurs, skellti sér þá í Breiðholtið í Reykjavík. Gísli bjó svo á Króknum í rúm tvö ár upp úr 1990. „Stjúpi minn heitinn, Jóhann Svavarsson, var rafveitustjóri,“ segir Gísli.
Meira

„Ég gæti líklega ekki lifað án tónlistar“ / LAILA

Um miðjan febrúar svaraði Sigurlaug Sæunn Angantýsdóttir (1958) Tón-lystinni en flestir á Króknum kannast nú sennilega við hana sem Lailu kennara. Það er nokkuð síðan Laila flutti suður á land en hún býr nú í Bæjarholti 3 á Laugarási sem er í Bláskógabyggð, áður Biskupstungnahreppi. „Ég er fædd og uppalin á Sauðárkróki og er yngst barna Angantýs Jónssonar, sem var Svarfdælingur, og Báru Jónsdóttur frá Lambanesi í Fljótum,“ segir hún.
Meira

Rektorinn kvartaði undan hávaða og graðhestamúsík / PÉTUR INGI

Pétur Ingi Björnsson, ljósmyndari með meiru, er árgangur 1970 og hefur gaman að tónlist. „Ég er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki, sonur Björns Sverrissonar og Helgu Sigurbjörnsdóttur. Bjó lengst af á Skagfirðringabraut 39 og var þeirra gæfu aðnjótandi að fá reglulega spólumix frá félaga Óla Arnari,“ segir Pétur.
Meira

Keypti sér Arrival strax daginn eftir níu ára afmælið / KRISTJANA STEFÁNS

Á síðustu tíu árum hafa vel á annað hundrað manns tjáð lesendum Feykis frá tón-lyst sinni. Þeir sem svara eru að sjálfsögðu eitthvað viðriðnir tónlist, ýmist að atvinnu eða áhuga, en eina prinsippið er að viðfangsefnin þurfa að hafa einhverja tengingu við Norðurland vestra. Þegar umsjónarmaður Tón-lystarinnar fór á frábæra tónleika með Svavari Knúti og Kristjönu Stefáns í Gránu sl. sumar barst honum til eyrna að Kristjana væri ættuð úr Fljótunum. Það var því ekki annað í stöðunni en að reyna að plata hana til að fræða lesendur um tón-lyst hennar.
Meira

Kirkjukór Bergsstaðakirkju æfði heima hjá Stefáni / STEFÁN ÓLAFS

Nú er það Stefán Þórarinn Ólafsson (1964), gítarleikari og hæstaréttarlögmaður hjá PACTA lögmönnum, sem svarar Tón-lystinni. Stefán er Húnvetningur, ólst upp á Steiná í Svartárdal og er sonur hjónanna Jónu Önnu Stefánsdóttur frá Steiná og Ólafs Blómkvist Jónssonar frá Keflavík. Hann býr á Blönduósi ásamt konu sinni, Erlu Ísafold. Feykir lagði Tón-lystina í faðminn á Stefáni snemma í desember og svaraði hann að bragði.
Meira

Blastaði Heimi þegar hann var nýkominn með bílprófið / SÆÞÓR MÁR

Ungur maður er nefndur Sæþór Már Hinriksson og kemur frá Syðstu-Grund í hinni skagfirsku Blönduhlíð. „Undanfarna mánuði er ég búinn að vera með stærstan part af sjálfum mér á Króknum, í Víðihlíðinni hjá tengdó, en hugurinn leitar alltaf heim í Blönduhlíðina,“ segir Sæþór sem er fæddur árið 2000 og hefur verið spilandi og syngjandi frá fyrstu tíð.
Meira