Efri-Núpskirkja endurbætt
Hollvinasamtök Efri-Núpskirkju hafa ásamt sóknarnefnd kirkjunnar unnið að endurbótum hennar en stefnt er að ljúka þeim endurbótum sumarið 2011 en þá verða 50 ár liðin frá vígslu kirkjunnar.
Hollvinasamtökin hafa farið þess á leit við sveitarstjórn Húnaþings vestra að vegur fram Núpsdal sem liggur mjög nærri kirkjunni verði færður austur fyrir hana þannig að
unnt verði að afmarka og girða af lóð hennar. Var sveitastjóra falið í samráði við fjallskilastjórn Miðfirðinga að skoða málið.