Eldur í Húnaþingi
Nú fer að styttast í það að Eldur kvikni í Húnaþingi en hátíð með því nafni verður sett formlega næsta miðvikudag á Hvammstanga og stendur fram á sunnudag.
Margt skemmtilegt verður í boði fyrir fólk á öllum aldri m.a. listsýningar, ýmsir tónlistaviðburðir, leikir fyrir krakka á öllum aldri, forvitnilegt hundahlýðninámskeið, heimsmeistaramót í Kleppara og selatalning svo eitthvað sé nefnt.
Eldur í Húnaþingi er nú haldið áttunda árið í röð og margir dagskrárliðir hafa skapað sér fastan sess eins og segir í kynningu Eldsins og má þar nefna tónleikana sem fram fara í Borgarvirki á föstudagskvöld en aðalsöngvari þar verður Júróvisionfarinn Regína Ósk.
Sjá nánar HÉR