Eldur í Húnaþingi - fimmtudagsdagskrá

Unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi er bæjarhátíð í Húnaþingi vestra sem haldin verður dagana 23.-27. júlí. Hátíðin hefur verið haldin árlega frá árinu 2003 og er stútfull af skemmtilegri afþreyingu sem enginn ætti að missa af.

Fimmtudagurinn 24. júlí 2014 – Dagskrá:

FM Eldur – FM 106,5  Útvarpsstöðin FM Eldur verður starfræktur yfir hátíðina á tíðninni FM 106,5. Útvarpsstjóri í ár er Birkir Snær Gunnlaugsson. Þeir sem hafa áhuga á að vera með útvarpsþátt, flytja tónlist í útvarpinu eða taka þátt með einhverjum hætti, er bent á að hafa samband við Birki á utvarphvammstangi1@gmail.com eða í síma 847-9444.

10:00  Götudans Kramhússins, Hvammstanga - Fimmtudagurinn byrjar snemma á Eldi í Húnaþingi með Street Dance námskeiði hjá Natasha frá Kramhúsinu. Námskeiðið sem hefst kl. 10:00 er fyrir krakka á aldrinu 6-12 ára.

Skráning fer fram á eldurihun@gmail.com, 20 komast að á hverju námskeiði.

12:30  Götudans Kramhússins, Hvammstanga - Street Dance námskeið hjá Natasha frá Kramhúsinu fyrir 13-18 ára aldurinn hefst kl. 12:30.

Skráning fer fram á eldurihun@gmail.com, 20 komast að á hverju námskeiði.

12:30  Námskeið í hestafimleikum, Hvammstanga - Boðið verður upp á námskeið í hestafimleikum, en hestafimleikar eiga miklum vinsældum að fagna hér í Húnaþingi vestra. Námskeið í hestafimleikum fyrir 5-13 ára hefst kl. 12:30 á fimmtudegi hátíðarinnar.

Skráning fer fram hjá Irinu í síma 897-1960. Pláss fyrir 10 þátttakendur.

13:00-16:00  Heiðurssýning Agnars Levy, Hús VSP við Brekkugötu 2 - Agnar Levy var einn af bestu hlaupurum Íslendinga á árunum 1960-1969. Hann keppti bæði hérlendis sem erlendis. Sýndir verða munir í einkaeigu, ljósmyndir, blaðagreinar, umfjallanir o.fl. Sýningin fer fram í húsi Sigurðar Pálmasonar á jarðhæð. Agnar sjálfur mun vera af og til á staðnum til að hitta og spjalla við fólk.

Opnunartímar sýningar eru eftirfarandi:

miðvikudagur (23. júlí) kl. 19:00-22:00

fimmtudagur til sunnudags (24.-27. júlí) kl. 13:00-16:00.

Aðstandendur sýningar eru afkomendur Agnars. Áhugaverð sýning sem allir eru hvattir til að koma og upplifa.

15:00  Eldsmót í borðtennis, Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra, Hvammstanga. - Eldsmótið í borðtennis á sinn fasta sess í dagskránni og verður það haldið á fimmtudeginum kl. 15:00.  Skráning fer fram á staðnum.

16:00  Eldsmót í skotbolta, Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra, Hvammstanga - Eldsmótið í skotbolta verður að Eldsmótinu í borðtennis loknu, en gert er ráð fyrir að því verði lokið kl. 16:00. Fimm manns eru í liði í skotboltanum og fer skráning í keppnina fram á staðnum.

17:00  Fjallaskokkið, Vatnsnesfjall - Á fimmtudeginum er Fjallaskokk USVH vant að fara fram og verður engin breyting á því í ár. Í fjallaskokkinu er gengið/skokkað/hlaupið frá Grund í Vesturhópi yfir Vatnsnesfjallið og endað ofan í Kirkjuhvammi á Hvammstanga. Þetta er um 12 km leið og hækkun á milli 400-500 metrar.

Gangan/skokkið/hlaupið er keppni þar sem gildir að vera fyrstur yfir fjallið, en að sjálfsögðu getur hver og einn gert þetta eftir sínu höfði, keppt við aðra, sjálfan sig eða farið leiðina án þess að vera keppa yfirleitt. Aðalatriðið er að vera með og hafa ánægju af þessu.

Aldursskipting: 15 ára og yngri, 16-49 ára og 50 ára og eldri, allir fá viðurkenningu fyrir þátttöku. Einnig verða veittir verðlaunapeningar fyrir þrjú efstu sætin í hverjum aldursflokki fyrir sig.  Ræst verður í tveimur flokkum, göngufólk og trimmarar/keppnismenn.

Göngufólk: Göntufólk keppir ekki til verðlauna. Mæting er í Kirkjuhvammi kl. 16:00 og lagt af stað með rútu kl. 16.15 og áætlaður komutími að Grund kl. 16.35. Ræst verður stundvíslega klukkan 16:45.

Trimmarar og keppnisfólk: Mæting er í Kirkjuhvammi kl. 17:00, lagt af stað með rútu kl. 17.15, áætlaður komutími að Grund kl. 17.35. Ræst er stundvíslega kl. 17:45.

Björgunarsveitin Húnar verður á staðnum og mun veita leiðsögn yfir fjallið og aðstoð ef þörf er á. Einnig er leiðin stikuð. Athugið að hafa með ykkur góða skó, hlý föt og góða skapið!

Þátttaka tilkynnist á netfangið usvh@usvh.is eða til skrifstofu USVH í síma 865-2092. Nauðsynlegt er að fram komi nafn og í hvaða aldursflokk er verið að skrá. Þátttökugjald er kr. 1.500.

18:00  Hverfakeppnin, Bangsatún, við Hvammstangabraut og Lækjargötu - Í hverfakeppninni hefur öllu verið tjaldað til á Bangsatúninu á fimmtudeginum. Þar koma íbúar hverfanna saman og reyna að hafa áhrif á niðurstöðu dómenda í keppninni. Á bóðstólum hafa verið matarkræsingar fagurlega skreyttar lit viðeigandi hverfis, en auk þess hafa íbúarnir sjálfir séð til þess að vera klæddir í rétta litinn. Gert er ráð fyrir að þetta verði í einhverri mynd í ár einnig. Á laugardeginum verður svo uppljóstrað um verðlaunahafa keppninnar.

20:00  12:00, Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra, Hvammstanga - Strákarnir í 12:00 ætla að skemmta unglingunum í Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra á fimmutagskveldinu. Opið verður fyrir unglinga á aldrinum 13 til 17 ára. Ókeypis aðgangur.

21:00  Melló Músíka, Félagsheimilið á Hvammstanga - Sannkölluð tónlistarveisla verður á fmmtudagskvöldinu á Melló Músíka, en þar koma heimamenn fram og flytja lög, hver á fætur öðrum. Mikil fjölbreytni er meðal tónlistarfólksins á svæðinu svo það finna eflaust flestir eitthvað við sitt hæfi á Melló.

Skráningar eru hjá Sveinbjörgu á netfanginu sveinbjorg.petursd@gmail.com. Tónlistarveislan verður í félagsheimilinu á Hvammstanga og hefst kl. 21:00. Aldurstakmark 18 ár og Unglistarbarinn verður á svæðinu. Aðgangur er ókeypis.

23:00  Johnny And The Rest, Félagsheimilið á Hvammstanga - Að loknu Melló Músíka stígur hljómsveitin Johnny And The Rest á stokk og skemmtir fólki til kl. 01:00.  Hljómsveitin kallar sig íslenzku blús rokk reggí gráleðju grúppuna.

Hljómsveitina skipa: Bragi "Poor Johnson" - gítar og söngur, Johann "Boogieboy Jonson" - bassi, Hrafnkell Már "Frank Raven" - söngur og gítar, og Thor Gunnarsson "Gambling Jo" - trommur og flauta.

Fleiri fréttir