Félagsmiðstöð á Hvammstanga í sumar fyrir íbúa 60 ára og eldri

Félagsheimili Hvammstanga. Mynd: hunathing.is
Félagsheimili Hvammstanga. Mynd: hunathing.is

Í sumar verður boðið upp á félagsmiðstöð fyrir íbúa 60 ára og eldri í Húnaþingi vestra. Staðsetning verður í Félagsheimilinu á Hvammstanga, neðri hæð, þar sem dreifnámið er. „Fyrirhugað er að hafa opið 1-2 í viku og bjóða upp á kaffi, spjall, ráðgjöf, örnámskeið eða gönguhóp. Við viljum bjóða upp á námskeið sem snúa að hreyfingu, andlega líðan og handavinnu,“ segir í tilkynningu á vef Húnaþings vestra.

Fimmtudaginn 25 júní verður opið hús og vöfflukaffi kl 14-16 í dreifnámsaðstöðunni til að kynna verkefnið betur. Þar er hægt að viðra sínar hugmyndir og óskir.    /SHV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir