Fleiri kjósa nú en áður
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
06.04.2009
kl. 08.42
Kjósendum í Norðvesturkjördæmi fjölgar á milli kosninga en 21.294 eru á kjörskrá vegna alþingiskosninga 25. apríl nk. samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þeir voru 21.126 árið 2007 og 21.137 árið 1999.
Á kjörskrá í ár eru 10.919 karlar og 10.375 konur
Fleiri fréttir
-
Tæknismiðjan á Hvammstanga opnar í ágúst
Í ágúst verður tæknismiðjan í samfélagsmiðstöðinni á Hvammstanga opnuð. Í tilkynningu á heimasíðu Húnaþings vestra segir að þar fái nemendur og íbúar tækifæri til að læra um þrívíddarprentun, forritun, hönnun, nýsköpun o.fl. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs til að þróa tæknismiðjuna og hvetjum við íbúa til að taka þátt þegar nánari dagskrá verður auglýst.Meira -
Enginn derbíleikur norðanliðanna í átta liða úrslitum
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 17.07.2025 kl. 16.03 oli@feykir.isEins og Feykir hefur sagt frá þá tryggðu bæði Kormákur/Hvöt og Tindastóll sér sæti í Fótbolti.net bikarnum með góðum sigrum í hörkuviðureignum í gærkvöldi. Dregið var í átta liða úrslit keppninnar í hádeginu í dag og þar varð ljóst að draumaviðureign margra á Norðurlandi vestra verður í það minnsta ekki í átta liða úrslitum.Meira -
Velkomin á Mark Watson daginn
Í tilefni af afmæli enska aðalsmannsins Mark Watson stendur Byggðasafn Skagfirðinga fyrir dagskrá í Glaumbæ 18. júlí. Watson var mikill Íslandsvinur og eigum við honum margt að þakka, þar með talið rausnarleg peningagjöf til viðgerða á gamla torfbænum í Glaumbæ árið 1938 sem átti sinn þátt í að bærinn hefur varðveist. Watson hefur jafnframt verið titlaður bjargvættur íslenska fjárhundsins og er afmælisdagur hans Dagur íslenska fjárhundsins.Meira -
Opið fjós á Ytri-Hofdölum
Á Ytri-Hofdölum í Hofstaðaplássi hefur risið stór myndarlegt fjós. Húsið er 1030fm2. Legubásar eru fyrir 65 kýr og svo er aðstaða fyrir kvígu uppeldi. Einn mjaltaróbóti er á staðnum. Þórdís og Þórarinn Halldórsbörn erum bændur á bænumMeira -
Aðalfundur Ámundakinnar ehf. 2025
Í ársskýrslu félagsins er farið ýtarlega yfir reksturinn en hér er birtur úrdráttur sem Jóhannes Torfason framkvæmdastjóri félgasins tók saman: Aðalfundur Ámundakinnar ehf. var haldinn 11. júlí síðastliðinn í Eyvindarstofu á Blönduósi en félagið stundar útleigu fasteigna og er þátttakandi í rekstri fyrirtækja á starfssvæði sínu.Meira