Frumsýningu á Skógarlífi frestað

Frá æfingum á Skógarlífi. Mynd: Leikflokkur Húnaþings vestra.
Frá æfingum á Skógarlífi. Mynd: Leikflokkur Húnaþings vestra.

Fyrirhugaðri frumsýningu Leikflokks Húnaþings vestra á barnaleikritinu Skógarlífi sem vera átti í dag hefur verið frestað um einn dag og verður hún þess í stað á morgun, laugardaginn 14. desember.

Á Facebooksíðu Leikflokks Húnaþings vestra eru þeir sem eiga pantaðan miða í dag beðnir um að senda skilaboð á leikur@leikflokkurinn.is og tilgreina hvort þeir vilji nota miðana sína á laugardags- eða sunnudagssýninguna. Þeir sem geta ekki nýtt miðana á þessar sýningar fá endurgreitt og mega gefa upp bankaupplýsingar í póstinum.

Í leikritinu Skógarlífi er fylgst er með magnaðri þroskasögu og ævintýrum Móglí, sem elst upp meðal dýra í frumskóginum og fá áhorfendur að kynnast fjölbreyttum og skemmtilegum sögupersónum, tónlist og hönnun undir indverskum áhrifum í framsetningu fjölbreytts og hæfileikaríks hóps fólks úr Húnaþingi vestra. Leikstjórn og leikgerð er í höndum Gretu Clough en hún er listrænn stjórnandi Handbendi Brúðuleikhúss.

Sýningarnar verða laugardaginn 14. desember kl. 20:00 og sunnudaginn 15. desember kl. 16:00 og fer miðasala fram á www.leikflokkurinn.is.

Tengd frétt: Heimsfrumsýning Skógarlífs á Hvammstanga

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir