Hæglætis veður
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
30.04.2010
kl. 08.21
Já það verða ekki mikil læti í veðrinu næsta sólahringinn. Spáin gerir ráð fyrir hægri norðlægri eða breytileg átt og léttir smám saman til. Vestan 3-8 á morgun og skýjað með köflum. Hiti 2 til 8 stig.
Fleiri fréttir
-
Sumarstarfið blómstrar á Löngumýri
Á Löngumýri neðan Varmahlíðar rekur Þjóðkirkjan kyrrðar og fræðasetur. Staðurinn er einnig leigður út fyrir fundahöld og ýmsa mannfagnaði. Vinsælt er að halda ættarmót á Löngumýri. Eldri borgarar víða af landinu hafa komið í orlofsdvöl á Löngumýri til margra ára. Blaðamaður Feykis brá sér í heimsókn á dögunum og hitti þar að máli Gunnar Rögnvaldsson staðarhaldara og Margréti Gísladóttir fyrrum forstöðukonu og núverandi orlofsgest.Meira -
Danni Gunn á leið til Sviss
Daníel Gunnarsson á Miðsitju sem er félagi í hestamannafélaginu Skagfirðingi hefur verið valinn í íslenska landliðið í hestaíþróttum sem er á leið á heimsmeistarmótið í Sviss sem hefst 4. ágúst. Daníel mun keppa þar í skeiðgreinum með hryssuna Kló frá Einhamri. Daníel er ekki ókunnur heimsmeistaramótum því hann keppti á síðasta móti í Hollandi með hryssuna Einingu frá Einhamri þar sem þau lentu í 2.sæti í 250m. skeiði.Meira -
Bríet frábær í Gránu
Tónlistarkonan góðkunna Bríet hélt tónleika á Króknum í gærkvöldi ásamt meðspilurum sínum þeim Magnúsi Jóhanni og Bergi Einari. Heimamaðurinn Atli Dagur hitaði upp.Meira -
Fjórhjól fyrir Magga
Ungmennafélagið Neisti á Hofsósi ætlar halda utan um skemmtilegan og nauðsynlegan viðburð 14. ágúst. Viðburðurinn kallast: Hjólað um Skagafjörð-Áheitasöfnun.Meira -
Loks mátti lið Akureyringa lúta í gras á Króknum
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 24.07.2025 kl. 22.58 oli@feykir.isÞað urðu talsvert tíðindi í kvöld þegar lið Tindastóls tók á móti vinum okkar í Þór/KA í Bestu deildinni í knattspyrnu. Stólastúlkur höfðu aldrei borið sigurorð af grönnum sínum í leik á Íslandsmóti en á því varð kærkomin breyting og þetta var enginn heppnissigur. Heimaliðið skapaði sér betri færi í leiknum með góðri pressu og snöggum og hnitmiðuðum skyndisóknum á meðan að gestirnir voru meira með boltann en sköpuðu fá ef einhver færi. Lokatölur 2-0 og þrjú góð stig í sarpinn.Meira