Helgi Sæmundur lætur tímann líða

Helgi Sæmundur á Drangey Music Festival. MYND: PIB
Helgi Sæmundur á Drangey Music Festival. MYND: PIB

Halló! Á þessum síðustu og skrítnustu tímum þarf fólk að hafa eitthvað fyrir stafni. Ekki síst ef fólk er í einagrun, sóttkví eða bíður af sér storminn heima. Þá er nú fínt að leita til sérfræðinga í því að láta tímann líða. Af þessu tilefni bankaði Feykir á vegginn hjá Helga Sæmundi Guðmundssyni, öðrum helmingnum í Úlfur Úlfur, og fékk hann til að mæla með einhverju sem við getum hlustað eða horft á.

Helgi Sæmundur starfar nú hjá 1238 en þar er lokað um þessar mundir en tíminn notaður í allskonar frágang og stúss sem hefur setið á hakanum. „Verður orðið helvíti flott þegar við opnum aftur,“ segir hann. Helgi segir að það sé mjög rólegt í músíkinni en hann sé að klára tónlistina við bíómynd sem átti að koma út í mars en mun tefjast eitthvað fram á vorið vegna ástandsins.

Ekki er Helgi þó af baki dottinn. „Ég er að fara af stað með smá skemmtilegt verkefni sem er að búa til myndefni af Skagafirði. Ætla að þramma út um allt með cameru og dróna og búa til slatta af vídeóum með frumsaminni músík undir. En svo fer iamhelgi allavega af stað aftur einhverntíman á árinu!“ En kíkjum á hverju Helgi mælir með að við hlustum og horfum á...

Hvaða tónlist, plötu eða playlista á ég að hlusta á...

1. Bruce Springsteen - Western Stars
Stjórinn er í svaka kósí ham á þessari plötu og mér finnst hún passa fullkomlega með allskonar handiðn og hobbý sem við erum vonandi að ná að stunda meira en venjulega þessa dagana.
2. Chromatics - Cherry
Ég kynntist Chromatics fyrir nokkrum árum í kringum kvikmyndina Drive. Rosalega huggulegt syntha popp sem ég set gjarnan á eftir kvöldmat eða í bílnum þegar það er orðið dimmt.
3. Kyle Dixon & Michael Stein - Stranger Things soundtrackið
Mjög seiðandi og mjög analog. Þetta getur rúllað fram og til baka tímunum saman án þess að maður finni fyrir því

Hvaða kvikmyndir er nauðsynlegt að horfa á...

1. The Edge
Rifja þessa upp nánast árlega síðan ég var yngri. Anthony Hopkins og Alec Baldwin villtir í Alaska að slást við grizzlybirni. 
2. Interstellar
Endist í þrjá tíma og er passlega flókin, djúp og falleg fyrir einfeldning eins og mig. 
3. Kickboxer, Bloodsport og Timecop
Horfði á Kickboxer á netflix um daginn og í kjölfarið tók ég hinar líka. Geggjuð nostalgía

Hvaða poddköstum mælirðu með...

1. King Falls AM
100 þættir og ég er á þriðja rennslinu á þeim í röð núna. Sammy og Ben eru með local útvarpsþátt í bænum sínum King Falls og lenda í stanslausum ævintýrum með geimverur, uppvakninga og varúlfa. Uppáhaldspodcastið mitt.
2. Tanis
Nic Silver rannsakar yfirnáttúrulegt fyrirbæri sem virðist hafa verið til í milljónir ára. Mikil mystería sem leysist upp í svoldinn horror. Mjög gott.
3. Blackout
Rami Malek leikur aðalhlutverkið og þetta er sett upp eins og útvarpsleikrit. 

Bækur sem þú mælir með…

1. 1984 eftir George Orwell
Er á Storytel, gott að rifja hana upp í morgungöngunni.
2. Ég Man Þig eftir Yrsu Sigurðardóttir
Íslensk draugasaga sem ég hafði mjög gaman af.
3. Bruce eftir Peter Ames Carlin
Ævisaga okkar allra besta manns.

Hvað þáttaraðir eru fínar í hámhorfið...

1. Westworld
Bestu þættir sem ég hef horft á. Þriðja sería var að byrja með svka látum.
2. The Outsider
Það er bara ein sería komin út af Outsider en ég reif hana í mig. Fannst hún mjög góð.
3. Stranger Things
Þykir mjög vænt um Stranger Things. Nú styttist í fjórðu seríu og um að gera að rifja upp fyrstu þrjár.

Þrjár mannbætandi Jútjúbb-slóðir...

https://www.youtube.com/watch?v=R52pMSlNVfw
Þetta er það magnaðasta sem drengurinn okkar hefur séð.

https://www.youtube.com/watch?v=VRcprUCjwDc&t=1518s
Ef þið spiluðuð Heroes 2 þá mun þetta láta ykkur líða mjög vel.

https://www.youtube.com/watch?v=sYYjx_W7rUY
Draga fyrir stofugluggann og rífa sig úr að ofan.

Hvað væri fínt að hafa á kantinum…

1. Sólina og ca 10-15 gráður og grænt gras og fuglahljóð.
2. KFC vængi.
3. Veiðistöng.

Einhver skilaboð að lokum? „Enginn veit neitt og allir eru bara að gera sitt besta” - Kristín Dóra. 
Verum þolinmóð við hvort annað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir