Minningarskilti um Bangsa afhjúpað á Hvammstanga

Minningarskiltið afhjúpað. Ljósmynd: Guðmundur Haukur
Minningarskiltið afhjúpað. Ljósmynd: Guðmundur Haukur

Á vef Húnahornsins má lesa um þann skemmtilega viðburð er minningarskilti um „Bangsa“, Björn Þóri Sigurðsson var afhjúpað á sjómannadaginn síðastliðinn. Hófst athöfnin á messu á Bangsatúni þar sem sr. Magnús Magnússon, sóknarprestur á Hvammstanga, þjónaði og prédikaði. Kirkjukór staðarins söng undir stjórn Pálínu Fanneyjar Skúladóttir organista. Minningarskiltið var svo afhjúpaður og að því loknu var öllum boðið upp á veitingar undir bláhimni. Fjölmenni var við athöfnina og má sjá fleiri myndir frá henni á vef Húnahornsins.

Í fréttinni segir: „Bangsi bjó alla tíð á Hvammstanga og var ókvæntur og barnlaus. Hann lét til sín taka á ýmsum sviðum, var til dæmis í byggingarvinnu, þó aðallega múrverki, bátasmíði, á sjó og í rækjuvinnslu. Hann andaðist haustið 2018, 83 ára að aldri.“

Blaðamaður Feykis ætlar að kynna sér þetta áhugaverða Bangsatún í næstu „suðurför“ og vonar að fleiri geri slíkt hið sama.

/SHV

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir