Námskeið um loftslagsvænan landbúnað

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins stendur nú fyrir heilsdags námskeiðum um loftslagsvænan landbúnað víða um landið. Á fundunum gefst bændum og öðrum landeigendum kostur á að efla þekkingu sína á loftslagsmálum. Farið verður yfir aðgerðir til að draga úr kolefnisspori landbúnaðarins með breyttri landnýtingu, ræktun, áburðarnotkun og fóðrun, auk kolefnisbindingar. Kennarar á námskeiðinu koma frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Landgræðslunni og Skógræktinni.

Námskeiðin verða haldin á tveimur stöðum á Norðurlandi vestra, í Farskólanum á Sauðárkróki 5. mars og á Hótel Laugarbakka 6. mars. Námskeiðsgjaldið er 12 þúsund krónur á hvern þátttakanda og innifalið í því er léttur hádegisverður.

Námskeiðin eru styrkt af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytinu og Framleiðnisjóði landbúnaðarins.

Nánari upplýsingar og skráning er á heimasíðu rml.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir