Opið hús í tilefni að 20 ára afmæli Veraldarvina
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
13.07.2021
kl. 13.49
Í tilefni að 20 ára afmæli sjálfboðaliðasamtakanna Veraldarvina er opið hús í gamla símstöðvarhúsinu að Brú helgina 16. – 18. júli frá 12:00 – 18:00.
Veraldarvinir eru samtök sem stofnuð voru árið 2001 og stuðla að náttúruvernd, frið, vináttu og alþjóðlegum skilningi meðal fólks sem hefur áhuga á að dvelja á Íslandi á gagnlegan hátt. Helstu verkefni sem Veralandarvina á Íslandi býður eru skammtíma- og langtíma sjálfboðaliðastarf, sumarbúðir fyrir unglinga, skiptinám og fræðsluferðir.
Heitt verður á könnunni og hver sem er velkominn.
Frekari upplýsingar á heimasíðu Veraldarvina og Fésbókarsíðu þeirra.
/SMH